Núna frá mánaðamótum er verslunin Hólakaup á Reykhólum opin alla sjö daga vikunnar tólf tíma á dag eða frá kl. 10 á morgnana til kl. 22 á kvöldin. ...
Meira
Reykhólahreppur óskar eftir að ráða umsjónarmann Hlunnindasýningarinnar sumarið 2010. Starfið felst í vörslu sýningarinnar, leiðsögn um hana, þrif og annað tilfallandi. Einnig er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á Hlunnindasýningunni, sem yrði á ábyrgð starfsmanns. Enskukunnátta nauðsynleg. ...
Meira
Þrír af fimm fráfarandi hreppsnefndarmönnum í Reykhólahreppi báðust undan endurkjöri að þessu sinni en tveir voru endurkjörnir, þeir Gústaf Jökull Ólafsson og Sveinn Ragnarsson. Flest atkvæði í kosningunum í dag hlaut Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir en einnig voru Eiríkur Kristjánsson og Andrea Björnsdóttir kosin í hreppsnefndina. ...
Meira
Eins og endranær er létt yfir kjörstjórn Reykhólahrepps þegar fólk kemur að kjósa. Þar situr þrautreynt og gott og skemmtilegt fólk. Sæmileg myndataka var erfið þar sem ekki var hægt að draga fyrir gluggatjöld að baki kjörstjórnar en mjög sterk bakbirta af því tagi er jafnan fremur slæm fyrir myndasmíði. Á myndinni eru, frá vinstri, Halldór D. Gunnarsson, formaður kjörstjórnar, Steinunn Ó. Rasmus og Arnór Grímsson. ...
Meira
Einhver vafi hefur verið á kreiki varðandi það hversu mörg nöfn skuli rita á kjörseðil í óbundinni kosningu eins og í Reykhólahreppi núna. Þetta kemur meðal annars fram í athugasemdum neðan við frétt hér í gær. Í morgun var spurst fyrir um þetta atriði hjá dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu. Svar hefur borist frá Hjalta Zóphóníassyni skrifstofustjóra, sem tekur af öll tvímæli. Að vísu þykir það ágalli ef aðeins eitt nafn er á kjörseðli en hann er engu að síður gildur. ...
Meira
Egill Sigurgeirsson, Karl Kristjánsson og Rebekka Eiríksdóttir, sem öll eiga sæti í fráfarandi hreppsnefnd Reykhólahrepps, gefa ekki kost á sér á ný við kosningarnar á laugardag eins og réttur þeirra er við óbundnar kosningar. Þetta kemur fram í auglýsingu frá kjörstjórn í Reykhólahreppi. Fimm manns eru kosnir í hreppsnefnd og fimm til vara. Áhersla er á það lögð að nöfn séu greinilega skrifuð á atkvæðaseðilinn en atkvæði skal ekki metið ógilt þó að sleppt sé fornafni eða eftirnafni, ef greinilegt er, eftir sem áður, við hvern er átt. Í auglýsingu kjörstjórnar eru kjósendur jafnframt minntir á, að gott er að hafa ákveðið sig fyrirfram og koma jafnvel með tilbúinn nafnalista með sér á kjörstað, þar sem slíkt flýtir fyrir kosningu. ...
Meira
Vinnuskóli Reykhólahrepps verður starfandi í sumar frá og með 7. júní til og með 16. júlí. Rétt til starfa hafa börn fædd 1994-1997. Hámarksfjöldi nemenda verður 10 og munu heimakrakkar ganga fyrir í Vinnuskólanum. Helstu verkefni verða sem fyrr garðsláttur og hreinsun opinna svæða, svo og lítils háttar viðhaldsverkefni og annað tilfallandi. Flokksstjóri verður eins og áður Jón Kjartansson. ...
Meira
Bátadagar á Reykhólum verða í sumar haldnir þriðja árið í röð. Að sögn Aðalsteins Valdimarssonar, bátasmiðs og umsjónarmanns Bátasafns Breiðfirðinga á Reykhólum, eru þegar farnar að berast fyrirspurnir um tímasetningu þeirra. Hann segir að búið sé að ákveða að þeir verði fyrstu helgina í júlímánuði (3.-4. júlí). Verði veður hins vegar of óhagstætt muni þeir haldnir næstu helgi á eftir. ...
Meira
Í vikunni var þrískiptur 60 þúsund lítra eldsneytistankur grafinn niður við Hótel Bjarkalund. Eitt hólfið tekur 30 þúsund lítra af bensíni, annað 20 þúsund lítra af venjulegri dísilolíu og þriðja hólfið 10 þúsund lítra af litaðri olíu fyrir vinnuvélar og fleira. Verk þetta annaðist Brynjólfur Smárason verktaki (Verklok ehf.) frá Borg í Reykhólasveit. ...
Meira
Vinafélag Grettislaugar er núna með sitthvað fallegt og líka gott og hollt til sölu í gróðurhúsunum að Görðum á Reykhólum hjá Kristni Bergsveinssyni frá Gufudal. Salan fer fram í dag, laugardag, og á morgun, hvítasunnudag, frá kl. 11 til 13 báða dagana. Á boðstólum eru nokkrar tegundir af sumarblómum og allmargar af matjurtum, svo sem rauðrófur, grænkál, hvítkál, brokkólí og salat. Einnig má þar finna kryddjurtirnar steinselju, basilíku og kóríander. ...
Meira