Tenglar

Unnið að viðhaldi á heimilinu.
Unnið að viðhaldi á heimilinu.
Þau gleðilegu tíðindi - kannski þó ekki fyrir alla - hafa nú orðið, að arnarhjónin heimsfrægu í ótilgreindri eyju í Reykhólahreppi eru orpin og skiptast á að liggja á. Vonast er eftir sólríkri tíð þannig að vefmyndavélin við hreiðrið sem notast við sólarrafhlöður haldist gangandi. Myndavélin er nú í gangi við hreiðrið þriðja árið í röð. Í hitteðfyrra komu hjónin upp unga en í fyrra misfórst útungunin, eins og stundum gerist hjá erninum. Tengill inn á myndavélina er í dálkinum Tenglar hér vinstra megin - Arnarsetrið, smellið á vefmyndavél.
...
Meira
Sigurður Atlason.
Sigurður Atlason.
„Vegabætur í fjórðungnum hafa verið langt á eftir öðrum landshlutum í áratugi“, segir Sigurður Atlason, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða. „Sú ákvörðun Alþingis að fella Dýrafjarðargöng út úr samgönguáætlun lýsir fyrst og fremst fullkomnu skilningsleysi gagnvart íbúum fjórðungsins og setur stefnumótunarvinnu ferðaþjónustunnar í uppnám. Ferðamálasamtök Vestfjarða hljóta að mótmæla því harðlega og krefjast þess að íbúar á Vestfjarðakjálkanum sitji við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að ákvörðunum um vegamál. Með þessari ákvörðun er verið að skerða verulega samkeppnishæfni vestfirskra fyrirtækja til lengri tíma“, segir Sigurður.
...
Meira
Halldór Halldórsson.
Halldór Halldórsson.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum ekki hafa átt von á því að Dýrafjarðargöng yrðu slegin út af borðinu, eins og fram kemur í tillögu að fjögurra ára samgönguáætlun. „Ég á von á því að við eigum eftir að óska eftir skýringum. Auðvitað vitum við að það er lítið til skiptanna en maður átti ekki von á að þetta yrði alveg slegið af.“ Halldór segist ekki hafa vitað af því að þetta yrði niðurstaðan fyrr en tillagan var lögð fram á Alþingi í vikunni. Hann segist varla eiga orð til að lýsa vonbrigðum sínum.
...
Meira
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Dýrafjarðargöng hafa verið slegin út úr fjögurra ára samgönguáætlun. „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Vestfirðinga," segir Kristinn H. Gunnarsson, talsmaður baráttuhópsins Áfram vestur sem berst fyrir bættum samgöngum milli Bjarkalundar og Þingeyrar. Það eina sem minnst er á varðandi Dýrafjarðargöng í tillögu að samgönguáætlun til ársins 2012, sem samgönguráðherra lagði fram á Alþingi í vikunni, er að miðað verði við að áfram verði unnið að undirbúningi við Vaðlaheiðargöng, Dýrafjarðargöng og Norðfjarðargöng. „Þegar litið er til einstakra fjárveitinga hins vegar er ekki gert ráð fyrir fjármagni til ganganna og þær þúsund milljónir króna sem eyrnamerktar voru til jarðganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar í núgildandi vegáætlun horfnar og ekki nýttar til annarra framkvæmda á Vestfjörðum“, segir Kristinn.
...
Meira
Tófan er eftirsótt þegar kemur að náttúrutengdri ferðaþjónustu. Mynd: melrakkasetur.is.
Tófan er eftirsótt þegar kemur að náttúrutengdri ferðaþjónustu. Mynd: melrakkasetur.is.
Ester Rut Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Melrakkaseturs Íslands í Súðavík, segir að finna þurfi leiðir til að auka þolmörk dýranna sem eru höfð til sýnis í tengslum við náttúrulífstengda ferðaþjónustu án þess að valda þeim skaða eða eyðileggja möguleika til frekari afnota af þeim í framtíðinni. Náttúrulífstengd ferðaþjónusta eða Wildlife Tourism er vaxandi atvinnugrein á Íslandi og víðar um heim. Sem dæmi má nefna fuglaskoðun, hvalaskoðun og selaskoðun. Milljónir manna ferðast um heiminn í þeim tilgangi að skoða og „safna“ tegundum. Fuglaskoðunarferðir eru oft samtvinnaðar skoðun á öðru dýralífi og skipuleggur stór hluti fuglaáhugamanna ferðir sínar gagngert til að sjá önnur villt dýr. Dæmi um eftirsóttar dýrategundir eru heimskautsdýr, t.d. hvítabirnir, rostungar, selir, hvalir og heimskautarefir (melrakkar).
...
Meira
Sigurður Atlason, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
Sigurður Atlason, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
„Ég hef á tilfinningunni að ráðstefnan hafi þegar gert það gagn að nú verði ekki aftur snúið í þessum málum og ég er mjög bjartsýnn á að Vestfirðingar séu tilbúnir að ræða þessi mál af alvöru og hrinda þeim í framkvæmd“, segir Sigurður Atlason, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða, um ráðstefnuna Umhverfisvottaðir Vestfirðir sem haldin var á Núpi í Dýrafirði um síðustu helgi.
...
Meira
Hjólaskoðun lögreglunnar á Barmahlíðardeginum í fyrra.
Hjólaskoðun lögreglunnar á Barmahlíðardeginum í fyrra.
Rétt eins og venjulega er sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur með Barmahlíðardeginum á Reykhólum. Þar er margt sér til gamans gert frá því laust eftir hádegi og fram á kvöld. Veður er prýðilegt um hádegisbil, hægviðri og sólfar en fremur kalt, enda frusu vetur og sumar saman. Hér er að finna umfjöllun um dagskrána auk pdf-tengils á hana í einstökum atriðum.
...
Meira
Nemendur í 7.-10. bekk Reykhólaskóla verða með pítsuveitingahús í matsal skólans kl. 18-21 í kvöld, sumardaginn fyrsta. Hægt er að snæða pítsuna á staðnum eða taka með sér heim. Tekið er við pöntunum frá hádegi í síma 895 6379 og bent er á að rétt er að panta tímanlega. Margar áleggstegundir eru í boði, svo sem nautahakk, pepperóní, skinka, hvítlaukur, rjómaostur, sveppir, paprika, ananas, laukur og beikon.
...
Meira
22. apríl 2010

Vetur og sumar frusu saman

Nokkurra stiga frost var í Reykhólahreppi um miðnætti og í alla nótt og því er sagt að vetur og sumar hafi frosið saman. Reyndar var svo um allt land. Þjóðtrúin segir það vita á gott sumar, hvað svo sem vísindamenn hafa um það að segja. Þegar vetur og sumar frjósa saman hefur verið talið að þá verði sumarið betra undir bú en ekki endilega hlýrra en ella. Frost í sumarbyrjun merkir að nýgræðingurinn verður seinna á ferðinni og ferskari og kjarnbetri við sauðburð og eftir hann en annars væri.
...
Meira
Eydís Sunna Harðardóttir.
Eydís Sunna Harðardóttir.
1 af 4
Nú fyrir skömmu stóð Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi fyrir hinni árlegu stærðfræðikeppni grunnskólanema á Vesturlandi. Keppnin fór fram á Akranesi og fóru þangað til þátttöku þrír nemendur úr 8. bekk Reykhólaskóla, þau Arnar Ingi Karlsson, Dagný Bjarkadóttir og Eydís Sunna Harðardóttir. Ungmennin úr Reykhólahreppi stóðu sig mjög vel og hlaut Eydís Sunna tíu þúsund króna verðlaun fyrir 2. sætið í keppninni.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30