Tenglar

Ferðamálasamtök Vestfjarða í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða standa fyrir vönduðu þjónustunámskeiði í lok maí ef næg þátttaka næst. Talsvert hefur verið um fyrirspurnir frá ferðaþjónustunni um námskeið en því miður hefur ekki alltaf tekist að halda þau vegna þátttökuleysis. Vonast er til að í þetta sinn takist að halda þjónustunámskeið og stefnt að því að það verði á Hótel Núpi í Dýrafirði. Að námi loknu eiga þátttakendur að hafa betri forsendur til að taka að sér flóknari verkefni, vera sjálfstæðir í starfi og færari um að bera ábyrgð á eigin símenntun.
...
Meira
Opinn fundur um samgöngumál verður haldinn í Félagsheimilinu á Patreksfirði kl. 20 annað kvöld, þriðjudag. Samgönguráðherra, vegamálastjóri og fulltrúar Vegagerðarinnar mæta á fundinn. Fundarefni er sú staða sem upp er komin og varðar uppbyggingu Vestfjarðavegar 60 í Gufudalssveit í Reykhólahreppi. Kynnt verður lögfræðiálit á dómi Hæstarréttar og greinargerð um stöðu mála, sem Vegagerðin hefur látið vinna.
...
Meira
Eyvindur og Ólafía í Hólakaupum.
Eyvindur og Ólafía í Hólakaupum.
Nýir eigendur tóku við versluninni Hólakaupum á Reykhólum um mánaðamótin, sambýlingarnir Ólafía Sigurvinsdóttir og Eyvindur Magnússon, sem bæði eru þrautreyndir verslunarstjórar. Nýir siðir koma ávallt með nýjum herrum og segja þau Ólafía og Eyvindur að ýmissa breytinga á búðinni sé að vænta á næstunni.
 ...
Meira
Viktoría Rán Ólafsdóttir.
Viktoría Rán Ólafsdóttir.
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest) veitir einstaklingum og fyrirtækjum aðstoð við þróun viðskiptahugmynda. Félagið er með viðveru á Reykhólum dagana 4.-6. maí (þriðjudag til fimmtudags). Hægt er að bóka viðtalstíma í síma 691 4131 og með því að senda tölvupóst á netfangið viktoria@atvest.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viktoríu Rán Ólafsdóttur, ráðgjafa hjá Atvest.
...
Meira
Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur í Reykhólaprestakalli flytur erindi um Kvennakirkjuna í kvöld, þriðjudag. Erindi hennar, sem er öllum opið, verður í Leifsbúð í Búðardal um kl. 21 að loknum aðalfundi Sambands breiðfirskra kvenna (SBK) sem þar verður á undan. Veglegar veitingar verða í boði Kvenfélagsins Þorgerðar Egilsdóttur.
...
Meira
Björn Hafberg.
Björn Hafberg.
Námskeið um próftækni og prófkvíða verður haldið á Hólmavík á morgun, mánudag kl. 17-20. Fjallað verður um mismunandi gerðir prófa, svo sem ritgerðir og krossapróf og hvað þarf sérstaklega að hafa í huga við hverja prófgerð. Skoðaðar verða mismunandi aðferðir við prófundirbúning, svo sem lestraraðferðir, tímaskipulagningu og sjálfsmat, m.a. með vinnu við kortlagningu hvers og eins í gegnum svokallaðan námshring. Einnig verður leitast við að greina helstu orsakaþætti prófkvíða og leiðir til að ráðast gegn honum.
...
Meira
Theodóra Guðnadóttir húsfreyja á Höllustöðum.
Theodóra Guðnadóttir húsfreyja á Höllustöðum.
Á miðvikudag andaðist á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum Theodóra Guðnadóttir, sem lengst af var húsfreyja á Höllustöðum í Reykhólasveit. Hún var dóttir Guðna Pálssonar úr Biskupstungum og Ingveldar Guðjónsdóttur úr Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Theodóra var ekkja Samúels Björnssonar bónda á Höllustöðum, sem látinn er fyrir nærfellt 25 árum. Börn þeirra eru Kristrún, Jónas, Þorgeir, Ingvar og Björn, sem flest eru búsett á Reykhólum.
...
Meira
Árni Sigurpálsson hótelstjóri fyrir utan Hótel Bjarkalund.
Árni Sigurpálsson hótelstjóri fyrir utan Hótel Bjarkalund.
Elsta starfandi sveitahótel á Íslandi, hótelið gamla en samt síunga Bjarkalundur í Reykhólasveit, verður opnað formlega á morgun, 1. maí, á sínu 64. starfsári. Að vísu hefur verið opið meira og minna að undanförnu með óformlegum hætti en núna um mánaðamótin fer eldhúsið í gang af fullum krafti. Þegar líður á mánuðinn og umferðin eykst verður hið vinsæla hlaðborð í hádeginu en á kvöldin eru bæði kjöt- og fiskréttir. Jafnframt er nú bætt við kökuhlaðborði um miðjan daginn.
...
Meira
Aðalfundur Félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi verður í Dalabúð í Búðardal í dag, fimmtudaginn 29. maí kl. 15. Lokahátíð félagsins verður síðan kl. 16 á sama stað. Þar verður á dagskrá m.a. kórsöngur, gamanmál, hagyrðingar og harmonikuspil. Aðgangur er kr. 1000. Með þessu lýkur vetrarstarfi félagsins.
...
Meira
Frá kökuhlaðborði á Hamingjudögum.
Frá kökuhlaðborði á Hamingjudögum.
Í þessari viku eru haldnir kynningarfundir um Hamingjudaga á Hólmavík. Opinn fundur verður í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld, miðvikudagskvöldið 28. apríl kl. 19.30. Verður sá fundur hugarflugsfundur þar sem leitað verður eftir hugmyndum og lausnum frá viðstöddum. Einnig verða kynntar þær hugmyndir og ákvarðanir varðandi Hamingjudaga sem þegar liggja fyrir. Reiknað er með að þessum fundi ljúki kl. 21 svo það er um að gera að leyfa yngri kynslóðinni að mæta líka og færa fram sínar hugmyndir.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30