27. apríl 2010
Meistarapróf um virkjun sjávarfalla á Vestfjörðum
Húsfyllir var er Bjarni M. Jónsson varði meistaraprófsritgerð í Háskólasetri Vestfjarða á sumardaginn fyrsta. Verkefni Bjarna var 60 einingar. Þar af leiðandi fór fram formleg meistaraprófsvörn og þar með urðu ákveðin tímamót í sögu Háskólasetursins. Ritgerð Bjarna ber titilinn „Harnessing tidal energy in the Westfjords“ eða „Virkjun sjávarfallaorku á Vestfjörðum “. Leiðbeinandi Bjarna var Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstöðumaður Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, en prófdómari var John Nyboer, rannsóknaverkefnastjóri við Simon Frasier University í Vancouver í Kanada. Nyboer tók þátt í athöfninni í gegnum fjarkennslubúnað en tímamismunur er sjö klukkustundir og því árla morguns hjá prófdómara í Bresku Kólumbíu á vesturströnd Kanada.
...
Meira
...
Meira