Tenglar

Lóa á Miðjanesi (t.h.) á Bátadögum á Reykhólum. Með á myndinni eru Erlingur Jónsson og Sólrún Sverrisdóttir.
Lóa á Miðjanesi (t.h.) á Bátadögum á Reykhólum. Með á myndinni eru Erlingur Jónsson og Sólrún Sverrisdóttir.
Breytingar urðu á stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða á aðalfundi samtakanna um helgina. Þrír fyrrum stjórnarmenn gáfu ekki kost á sér, þau Áslaug Alfreðsdóttir á Ísafirði, Sævar Pálsson í Flókalundi og Björn Samúelsson á Reykhólum. Í þeirra stað komu í stjórn Halldóra Játvarðardóttir á Miðjanesi í Reykhólasveit, Ragna Magnúsdóttir í Bolungarvík og Einar Unnsteinsson í Bjarnarfirði á Ströndum. Stjórnarmenn eru kosnir fyrir tvö ár í senn og formaður fyrir eitt ár. Sigurður Atlason gaf kost á sér aftur og var endurkjörinn sem formaður samtakanna.
...
Meira
Café Riis á Hólmavík.
Café Riis á Hólmavík.
Í desember bauð sveitarstjórn Strandabyggðar sveitarstjórn Reykhólahrepps til fundar um ýmis sameiginleg hagsmunamál þessara sveitarfélaga. Vegna óviðráðanlegra orsaka gat ekki orðið af fundinum fyrr en í síðustu viku, þegar hann var haldinn á Café Riis á Hólmavík. Umræðuefnin voru fjölmörg. Meðal annars var rætt um samstarf sveitarfélaganna varðandi sorpmál og atvinnumál. Einnig möguleiki á að koma upp framhaldsdeild líkt og á Patreksfirði, sem fundinn væri staður t.d. milli Reykhóla og Dalabyggðar. Jafnframt voru ræddir möguleikar á samvinnu um rekstur tónlistarskóla í framtíðinni.
...
Meira
Frá Flatey. Ljósm. Ágúst G. Atlason.
Frá Flatey. Ljósm. Ágúst G. Atlason.
Sveitarstjórn Reykhólahrepps auglýsir tillögu að deiliskipulagi skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Hér er um að ræða deiliskipulag við Innstapoll í Flatey á Breiðafirði og tekur til svæðis á aðalskipulagi sem er áætlað opið svæði og hafnarsvæði merkt H3. Gert er ráð fyrir skjólhöfn fyrir smábáta við Innstapoll í Flatey með tveimur 40 m grjótgörðum þannig að stærðin á bátalæginu verði um 25x30 með ca.12x40 m innsiglingarennu.
...
Meira
Dvalarheimilið Barmahlíð.
Dvalarheimilið Barmahlíð.
Barmahlíðardagurinn er að venju haldinn hátíðlegur á Reykhólum á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 22. apríl. Hátíðahöldin hefjast á dvalarheimilinu Barmahlíð eftir hádegið með handavinnusýningu og bingói eldri borgara. Kl. 15 flyst fagnaðurinn í íþróttahúsið þar sem haldin verður myndlistarsýning, kökubasar og fyrirtækjakeppni og liðakeppni í íþróttasprelli (skráning hjá Ingibjörgu Þór í s. 434 7880 og 864 2712). Kl. 17 hefst skemmtidagskrá með Gunna og Felix. Á planinu fyrir framan verður lögreglan á Patreksfirði með hjólaskoðun. Um kvöldmatarleytið bakar nemendaráð Reykhólaskóla pítsur og selur á sanngjörnu verði í matsal skólans. Frítt er í sund í Grettislaug frá kl. 18 til 21.
...
Meira
1 af 2
Minningarathöfn verður í Patreksfjarðarkirkju í kvöld, þriðjudag, vegna þeirra Pólverja sem fórust í hinu hörmulega slysi í Smolensk í Rússlandi á laugardag. Athöfnin hefst kl. 20. Fólk er hvatt til að koma og sýna samhug í verki. Meðfylgjandi myndir voru teknar í versluninni Fjölval á Patreksfirði þegar hluttekningarbók var lögð þar fram. Framámenn í Vesturbyggð skrifuðu fyrstir í bókina.
...
Meira
Soffía frænka og ræningjarnir.
Soffía frænka og ræningjarnir.
Aukasýning á leikritinu Allt í plati verður í íþróttahúsinu á Reykhólum í kvöld, miðvikudagskvöldið 7. apríl og hefst kl. 20. Miðinn kostar kr. 700 og allir eru velkomnir. Leikritið byggist á þekktum persónum úr sögum eftir Astrid Lindgren og Thorbjörn Egner. Höfundur er Þröstur Guðbjartsson en Sólveig Sigríður Magnúsdóttir annast leikstjórn. Þarna galdrar Lína langsokkur fram á sviðið ýmsar persónur, svo sem Lilla klifurmús, Mikka ref, Ömmu mús, bakaradrengina, Soffíu frænku, ræningjana Kasper, Jesper og Jónatan og félagana Karíus og Baktus.
...
Meira
7. apríl 2010

Hreppsnefndarfundi frestað

Fundi í hreppsnefnd Reykhólahrepps, sem átti að vera á morgun, hefur verið frestað til mánudagsins 12. apríl. Hann hefst kl. 15 þann dag á sama stað og venjulega í fundarsal hreppsins við Maríutröð.
...
Meira
Úr kirkjunni í Garpsdal.
Úr kirkjunni í Garpsdal.
Á skírdag er messað í Gufudalskirkju kl. 16 og í Staðarhólskirkju í Saurbæ kl. 19. Á föstudaginn langa er helgistund í Garpsdalskirkju við Gilsfjörð kl. 20. Á páskadag er guðsþjónusta í Reykhólakirkju kl. 13.30 og í Barmahlíð á Reykhólum kl. 14.30. Organisti er Svavar Sigurðsson og kór Reykhólaprestakalls syngur. Prestur er sóknarpresturinn sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir á Reykhólum.
...
Meira
31. mars 2010

Hólakaup um helgidagana

Verslunin Hólakaup á Reykhólum verður lokuð á föstudaginn langa og páskadag. Á skírdag, laugardaginn fyrir páska og annan í páskum er opið frá kl. 11 til 15 hvern dag.
...
Meira
Myndavélin við arnarhreiðrið í ónefndum breiðfirskum hólma, sem þau Bergsveinn G. Reynisson og Signý M. Jónsdóttir á Gróustöðum í Reykhólahreppi standa að (Arnarsetur Íslands) er komin í gang þetta vorið. Hún var sett upp fyrir tveimur árum og þá komu arnarhjónin upp unga. Í fyrra misfórst útungunin hins vegar. Núna er laupurinn orðinn talsvert stærri en á sama tíma í fyrra og munar þar um það bil viku. Hins vegar hefur lítið sést til fuglanna þessa dagana.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30