Tenglar

Dílaskarfar í Kirkjuskeri á Breiðafirði.
Dílaskarfar í Kirkjuskeri á Breiðafirði.
Nýlega skipaði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra starfshóp sem á að gera úttekt á lögum um verndun Breiðafjarðar. Hópnum er ætlað að skoða hvort framkvæmd laganna endurspegli tilgang þeirra og hvort ástæða sé til að fara út fyrir núverandi fyrirkomulag í lögum með það að markmiði að náttúruvernd og verndaraðgerðir verði í samræmi við breyttar áherslur í náttúruvernd frá því að lögin voru sett.
...
Meira
Grettislaug á Reykhólum verður opin lengur um hátíðisdagana í dymbilviku og um páskahelgina en venja er á þessum árstíma. Fimm daga í röð eða frá skírdegi og fram á annan í páskum (1.-5. apríl) verður hún opin frá kl. 14 til 20 dag hvern.
...
Meira
Á árshátíð Reykhólaskóla í fyrrakvöld brugðu nemendur út frá venju og sýndu leikrit í íþróttahúsinu. Það heitir Allt í plati og byggist á þekktum persónum úr sögum eftir Astrid Lindgren og Thorbjörn Egner. Höfundurinn er Þröstur Guðbjartsson en Sólveig Sigríður Magnúsdóttir annaðist leikstjórn. Þarna galdraði Lína langsokkur fram á sviðið ýmsar persónur, svo sem Lilla klifurmús, Mikka ref, Ömmu mús, bakaradrengina, Soffíu frænku, ræningjana Kasper, Jesper og Jónatan og félagana Karíus og Baktus. Meðal hinna fjölmörgu áhorfenda ríkti mikil ánægja með sýninguna.
...
Meira
Grease á Hólmavík. Ljósm. Jón Jónsson.
Grease á Hólmavík. Ljósm. Jón Jónsson.
Söngleikurinn Grease, sem ekki síst John Travolta gerði frægan, var frumsýndur í Félagsheimilinu á Hólmavík í gærkvöldi. Að uppfærslunni standa Leikfélag Hólmavíkur, Grunnskólinn á Hólmavík og Tónskólinn á Hólmavík. Næstu sýningar verða í kvöld, föstudag, og á morgun, laugardag, og hefjast kl. 20. Verkið er í leikstjórn Jóhönnu Ásu Einarsdóttur en tónlistarstjóri er Stefán Steinar Jónsson.
...
Meira
Helstu ákvæði um fasteignaskatta í Reykhólahreppi, holræsagjald, vatnsgjald, sorpeyðingargjöld eftir tegundum fasteigna, gjalddaga og eindaga, svo og afslætti af fasteignagjöldum og skilmála fyrir þeim, er nú að finna í pdf-skjali í reitnum Tilkynningar hér neðst til hægri á vefnum undir fyrirsögninni Álagningarákvæði 2010.
...
Meira
Menningarráð Vestfjarða minnir á að umsóknarfrestur vegna fyrri úthlutunar ráðsins á árinu 2010 rennur út á miðnætti á sunnudagskvöld, þann 28. mars. Hægt er að senda inn umsóknir í gegnum rafrænt form á vefsíðu Menningarráðsins - www.vestfirskmenning.is - eða sem viðhengi í tölvupósti. Einnig má póstsenda umsóknir. Úthlutunarreglur má nálgast á vef ráðsins en að þessu sinni verður sérstaklega litið til verkefna sem lúta að eflingu samstarfs á sviði menningarmála á svæðinu, nýsköpun í verkefnum tengdum menningu, fjölgun atvinnutækifæra í tengslum við menningarstarf og eflingu menningartengdrar ferðaþjónustu og ferðatengdrar menningarstarfsemi. Alls kyns önnur menningarverkefni eiga þó einnig möguleika á styrk.
...
Meira
Mæðgur og mæðgin í Trékyllisvík.
Mæðgur og mæðgin í Trékyllisvík.
Þegar Gunnar Dalkvist Guðjónsson frá Mýrartungu í Reykhólasveit, bóndi í Bæ í Trékyllisvík, kom í fjárhúsin í morgun til gjafa var ein ærin borin. Ærin sem er fimm vetra og heitir Vanda var borin stóru hvítu hrútlambi. Hún virðist hafa komist í hrút rétt áður en þeir voru teknir inn í haust. Ekki er annað vitað en þetta sé fyrsta lambið sem fæðst hefur í Árneshreppi áður en hefðbundinn sauðburður hefst í maí.
...
Meira
Séð yfir Þorskafjörð til Reykjanesfjalls.
Séð yfir Þorskafjörð til Reykjanesfjalls.
Ferðaþjónustuklasinn Breiðafjarðarfléttan hélt nýlega annan vinnufund ársins um tækifærin í vetrarferðaþjónustu á sunnanverðum Vestfjörðum, Reykhólasvæðinu, í Dölum og á Snæfellsnesi. „Fundurinn, sem haldinn var um síðustu helgi á Bíldudal, markaði upphafið að vöruþróun vetrarferða innan klasans. Byrjað var að greina núverandi framboð á þjónustu og afþreyingu að vetri, hvaða náttúruperlur eru aðgengilegar að vetri og á grundvelli þess að þróa nokkurra daga vetrarferðir á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum,“ segir Guðrún Eggertsdóttir, atvinnuráðgjafi á Vestfjörðum.
...
Meira
Hinrik Greipsson og mottan.
Hinrik Greipsson og mottan.
Önfirðingurinn Hinrik Greipsson er í fimmta sæti í mars-mottukeppni Krabbameinsfélags Íslands en hann hefur safnað alls 170.493 krónum síðan átakið hófst. Aðeins munar tæplega þúsund krónum á fimmta og fjórða sætinu. Hinrik var síðast með skegg árið 1976 og ætlar að láta mottuna fjúka á slaginu þann 1. apríl. Efstur í einstaklingskeppninni er Reykvíkingurinn Rúnar Sigurðsson sem hefur safnað alls 309.556 krónum þegar þessi orð eru skrifuð.
...
Meira
Ólína Þorvarðardóttir og Skutull.
Ólína Þorvarðardóttir og Skutull.
Enn fjölgar útkallshæfum björgunarhundum á Vestfjörðum eftir vetrarnámskeið Björgunarhundasveitar Íslands sem fram fór ofan við Víkurskarð í Eyjafirði dagana 12.-17. mars. Það er Border-Collie-hundurinn Skutull í eigu Ólínu Þorvarðardóttur alþingismanns sem nú hefur bæst á útkallslista BHSÍ, en teymið tók B-próf á námskeiðinu. Skutull er vestfirskur í húð og hár, fæddur á Hanhóli í Bolungarvík og var gefinn Björgunarhundasveitinni af Jóhanni Hannibalssyni fyrir tveimur árum.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30