Tenglar

Nýir skattar voru lagðir á sölu á raforku og heitu vatni um áramótin, auk þess sem virðisaukaskattur hækkaði. Nýr orkuskattur sem nemur 12 aurum á hverja kílóvattstund leggst á raforku. Nýr skattur er einnig lagður á sölu á heitu vatni og nemur hann 2% af reikningsupphæðinni. Niðurgreiðslur vegna hitunar íbúðarhúsnæðis eru enn óbreyttar en stjórnvöld eru að skoða mögulega hækkun á þeim.
...
Meira
Talið er að milli 70 og 80 manns hafi verið á þrettándagleðinni og álfabrennunni á Reykhólum í gær. Fagnaður þessi fór fram í góðu veðri og var mjög skemmtilegur og heppnaðist hið besta í alla staði. Krakkanir bæði í leikskólanum og skólanum voru búnir að búa til hatta sem hæfðu tilefninu en auk þess mátti sjá ýmsar kynjaverur á sveimi áður en þær héldu aftur til hulduheima að loknum jólum. Hrefna Hugosdóttir og Róbert Freyr Ingvason voru drottning og konungur álfanna en Jón Atli Játvarðarson var kyndlameistari.
...
Meira
Fyrsta barnið á hinu nýja ári í Reykhólahreppi, að því best er vitað, fæddist í morgun. Foreldrarnir eru Herdís Erna Matthíasdóttir frá Hamarlandi og Gústaf Jökull Ólafsson á Reykhólum. Þetta er fjórða barn þeirra hjóna og þriðja dóttirin og reyndist 15 merkur. Eins og fram hefur komið hefur íbúum bæði í Reykhólahreppi í heild og í þorpinu á Reykhólum fjölgað jafnt og þétt síðustu árin. Telja má vel við hæfi að sjálfur oddviti hreppsins skuli ganga hér á undan með góðu fordæmi varðandi enn frekari fjölgun á árinu 2010.
...
Meira
Hugmyndabankastjórnin fyrir þorrablótið í Reykhólahreppi 2010 hefur tekið til starfa en blótið verður haldið í íþróttahúsinu á Reykhólum laugardag 23. janúar, á öðrum degi þorra. Í bankann er óskað eftir framlögum af ýmsu tagi, svo sem gamanvísum, bröndurum, grínsögum, auglýsingum og hverju öðru fyndnu og skemmtilegu sem fólki dettur í hug. Þeir sem sótt hafa blótin á liðnum árum og áratugum ættu svo sem að vita eftir hverju er leitað. Þar á meðal geta verið skondnar frásagnir úr daglega lífinu en undirbúningsnefndin getur með engu móti vitað um allt skemmtilegt sem gerist í héraðinu.
...
Meira
Eins og fram hefur komið breyttist afgreiðslutíminn í versluninni Hólakaupum á Reykhólum um áramótin frá því sem var fram að því. Verslunin er nú opin frá kl. 11 á morgnana sex daga vikunnar, virka daga til kl. 18 en laugardaga til kl. 15. Lokað er á sunnudögum sem fyrr yfir vetrartímann.
...
Meira
6. janúar 2010

Flugeldatíðinni að ljúka

Núna á þrettándanum eru síðustu forvöð að kaupa - og nota - flugelda að þessu sinni. Björgunarsveitin Heimamenn í Reykhólahreppi selur flugelda í húsi sínu við Suðurbraut á Reykhólum í dag frá kl. 13 til 18. Þrettándinn er jafnframt síðasti dagurinn þegar almenn notkun flugelda er heimil.
...
Meira
Leikfélagið Skrugga í Reykhólahreppi gengst fyrir þrettándagleði við Hlunnindasýninguna á Reykhólum undir kvöld á þrettánda degi jóla, 6. janúar, og hefst hún kl. 17.30. Farin verður kyndilför að brennu við Skeiði, sungnir söngvar og álfar og huldufólk ásamt skessum og tröllum verða kvödd þegar þau leggja af stað til fjalla. Síðan verður haldið að Hlunnindasýningunni á ný fyrir sögulestur og kakóspjall.
...
Meira
Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2010. Umsóknarfrestur rennur úr á föstudag. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni tengd sjálfbærri ferðaþjónustu fyrir alla sem hafa heildrænt skipulag og langtímamarkmið að leiðarljósi. Íslensk náttúra er eitt helsta aðdráttarafl Íslands í hugum ferðamanna. Stefna íslenskra stjórnvalda er að ferðaþjónustan í landinu starfi sem mest í anda sjálfbærni. Liður í því er markviss uppbygging og fyrirbyggjandi aðgerðir til verndunar íslenskrar náttúru, segir á vef Ferðamálastofu.
...
Meira
Þorgeir Pálsson, frkvstj. Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.
Þorgeir Pálsson, frkvstj. Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.
Samvinna er lykillinn að árangri, segir Þorgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Hann segir Vestfirðinga nú loks bera gæfu til að vinna saman að stórum verkefnum þótt fjöll og firðir skilji að. Félagið hefur komið mörgum misstórum atvinnuskapandi verkefnum á laggirnar síðustu ár og mörg þeirra eru ekki bundin við ákveðna þúfu. Þó að samvinna sé einfalt fyrirbæri er hún ekki alltaf sjálfsögð, sér í lagi þegar rótgróinn hrepparígur er þrándur í götu. Hann er þó á undanhaldi á Vestfjörðum að sögn Þorgeirs, sem segir hlutina hafa gengið vel síðustu árin.
...
Meira
1 af 2
Eins og fram hefur komið hefur fólki fjölgað jafnt og þétt í Reykhólahreppi og á Reykhólum síðustu árin. Þó að alltaf sé verið að byggja er stöðugur hörgull á húsnæði í Reykhólaþorpi. Síðustu daga ársins sem var að kveðja rættist þó nokkuð úr, að minnsta kosti í bili. Hópur duglegra krakka tók sig til og reisti myndarlegt snjóhús við Hellisbrautina og tók verkið ekki nema fjóra daga. Byggingameistarinn er Gilbert Þór Jökulsson og má sjá hann hér á mynd nr. 2 en á fyrri myndinni njóta húsbyggjendur útsýnisins uppi á þaki að loknu vel unnu verki.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30