14. janúar 2010
Allt að þrjátíu manna sveitarstjórn á Vestfjörðum?
Verði af sameiningu sveitarfélaga í heilum landshlutum er hugsanlegt að sveitarstjórnir starfi með allt öðrum hætti en nú er. Halldór Halldórsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga og bæjarstjóri á Ísafirði, segir mögulegt að sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags á Vestfjörðum yrði mjög fjölmenn, kannski allt að 30 manns. Hún myndi hins vegar aðeins hittast nokkrum sinnum á ári fullskipuð. Þess á milli myndi hluti hennar stýra sveitarfélaginu frá degi til dags en aðrir sveitarstjórnarmenn myndu starfa í svæðisráðum.
...
Meira
...
Meira