Tenglar

Verði af sameiningu sveitarfélaga í heilum landshlutum er hugsanlegt að sveitarstjórnir starfi með allt öðrum hætti en nú er. Halldór Halldórsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga og bæjarstjóri á Ísafirði, segir mögulegt að sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags á Vestfjörðum yrði mjög fjölmenn, kannski allt að 30 manns. Hún myndi hins vegar aðeins hittast nokkrum sinnum á ári fullskipuð. Þess á milli myndi hluti hennar stýra sveitarfélaginu frá degi til dags en aðrir sveitarstjórnarmenn myndu starfa í svæðisráðum.
...
Meira
Ráðherra og formaður Sambands ísl. sveitarfélaga skrifa undir viljayfirlýsingu um eflingu sveitarfélaga.
Ráðherra og formaður Sambands ísl. sveitarfélaga skrifa undir viljayfirlýsingu um eflingu sveitarfélaga.
Opinn kynningarfundur um eflingu sveitarstjórnarstigsins verður haldinn á morgun, föstudaginn 15. janúar, á Ísafirði, Patreksfirði og Reykhólum með samtengingu í gegnum fjarfundabúnað. Hann hefst kl. 16.30 og á Reykhólum verður hann í skólanum. Frummælendur eru Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Anna Guðrún Edvardsdóttir, formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga.
...
Meira
Krabbameinsfélag Breiðfirðinga hefur fært Krabbameinsfélagi Íslands að gjöf 26 tommu LCD-sjónvarp af gerðinni Finlux til notkunar í íbúðum fyrir krabbameinssjúka sem þurfa að dvelja í Reykjavík til lækninga og fyrir aðstandendur þeirra. Tækið er í íbúð 205 að Rauðarárstíg 33 í Reykjavík, en þar eru íbúðir sem ætlaðar eru til afnota fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra af landsbyggðinni meðan á meðferð stendur. Krabbameinsfélag Íslands á þar átta íbúðir með öðrum samtökum, svo sem Rauða krossi Íslands.
...
Meira
Einar Örn Thorlacius.
Einar Örn Thorlacius.
Fram kemur í námsvísi Símenntunarstöðvarinnar á Vesturlandi, að fyrirhugað er að Einar Örn Thorlacius lögfræðingur og fyrrverandi sveitarstjóri Reykhólahrepps haldi námskeið í framsögn og ræðumennsku í Auðarskóla í Búðardal í byrjun febrúar. Kennd verður framkoma í ræðustól og hvernig bæta megi framsögn og öryggi. Gert er ráð fyrir að þetta taki tvö kvöld, mánudagskvöldin 1. og 8. febrúar kl. 20-22. Verðið er aðeins 5.900 kr. fyrir bæði kvöldin. Þetta er þó háð því að átta manns að lágmarki skrái sig á námskeiðið. Ef svo margir á Reykhólasvæðinu myndu skrá sig kemur vel til greina að halda sérstakt námskeið á Reykhólum.
...
Meira
Þorrablótið í Reykhólahreppi 2010 verður haldið í íþróttahúsinu á Reykhólum laugardagskvöldið 23. janúar, fyrsta laugardaginn í þorra. Á borðum verður úrvals þorramatur að hætti Árna í Bjarkalundi en hljómsveitin Vítamín sér um fjörið. Húsið verður opnað kl. 20 en borðhald hefst kl. 20.30. Aldurstakmark er 16 ár. Forsala miða verður í anddyri íþróttahússins fimmtudaginn 21. janúar kl. 18-20.
...
Meira
Búast má við rafmagnstruflunum bæði á norðanverðum og sunnanverðum Vestfjörðum milli klukkan 2 og 4 í nótt, aðfaranótt miðvikudagsins 13. janúar, vegna prófana á varnarbúnaði hjá Orkubúi Vestfjarða. Um er að ræða búnað sem ætlað er að draga úr straumleysi við útleysingu Vesturlínu. Prófunin er gerð í samstarfi við Landsnet og tengist hún einnig áætlaðri endurnýjun á vélum í Mjólkárvirkjun.
...
Meira
Alls sáust ellefu tegundir á fjórum talningarsvæðum í austurhluta Reykhólahrepps við árlega vetrartalningu fugla sem fram fór um allt land sunnudaginn 27. desember. Talninguna í Reykhólahreppi önnuðust þeir Tómas Sigurgeirsson og Jón Atli Játvarðarson, sem báðir eru þrautreyndir í þeim efnum. Mest sást af æðarfugli og hélt hann sig aðallega í Gilsfirðinum. Mikið var af snjótittlingum á Reykhólasvæðinu. Tvo músarrindla bar fyrir augu, eina branduglu og eina toppönd. Mest var fjölbreytnin á Reykhólasvæðinu og þar sáust líka flestir fuglar.
...
Meira
Verðskrár Orkubús Vestfjarða hækkuðu um áramótin um sex til tíu prósent að jafnaði. Gildir það um rafmagnssölu, raforkudreifingu og hitaveitur. Ástæðurnar eru einkum verðlagshækkanir, tíu prósent hækkun á flutningsgjaldskrá Landsnets á liðnu hausti og hækkun á rafmagnsverði Landsvirkjunar núna um nýliðin áramót. Einnig hafa framkvæmdir við endurbætur og stækkun Mjólkárvirkjunar nokkur áhrif en þó lítil.
...
Meira
Skriðuland í Saurbæ.
Skriðuland í Saurbæ.
Hinn hefðbundni konuhittingur á Skriðulandi í Saurbæ er annan þriðjudag í hverjum mánuði yfir veturinn. Janúarhittingurinn er þannig annað kvöld, þriðjudagskvöldið 12. janúar. Hann hefst að venju kl. 20 og stendur eins lengi og hentar. Léttar veitingar í boði. Konur hafi með sér einhverja handavinnu. Karlar eru líka velkomnir með handavinnu þó að ekki hafi borið mikið á þeim á þessum samverustundum hingað til.
...
Meira
Mjólkárvirkjun. Mynd af vef OV.
Mjólkárvirkjun. Mynd af vef OV.
Orkubú Vestfjarða hefur gert samning um kaup á vélbúnaði fyrir nýja 1,15 MW virkjun sem verður við Borgarhvilftarvatn fyrir ofan Mjólkárvirkjun og verður þessi nýja virkjun hluti af Mjólkárvirkjun. Stefnt er að útboði framkvæmda vegna þessarar nýju virkjunar á fyrstu mánuðum þessa árs og er reiknað með að hún komist í rekstur undir lok þessa árs. Þá hefur verið tekin ákvörðun um endurnýjun 5,7 MW vélar í Mjólkárvirkjun með nýrri 7 MW vél. Þær framkvæmdir eru fyrirhugaðar árið 2011 og reiknað með gangsetningu nýju vélarinnar í vetrarbyrjun 2011.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30