Tenglar

Þjóðfræðistofa á Ströndum efnir í dag, laugardag kl. 13, til þjóðfræðiþings, útgáfuhófs og menningardagskrár undir heitinu Jólaspjall Þjóðfræðistofu. Auk þess að miðla af rannsóknum verður leikin tónlist, sýndar kvikmyndir og haldið upp á nýjar útgáfur. Þá munu höfundar lesa upp úr nýútgefnum bókum. Samkoman verður í Bragganum á Hólmavík en Café Riis býður upp á létt jólahlaðborð á vægu verði.
...
Meira
Alþingi samþykkti í dag lög um að landið verði um áramótin eitt skattumdæmi. Hins vegar verði fimm skattstofur á landinu auk skrifstofu ríkisskattstjóra. Þar af verði ein skattstofa á höfuðborgarsvæðinu og fjórar á landsbyggðinni, það er á Vesturlandi/Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi. Frumvarpið var samþykkt með 21 atkvæði stjórnarliða en 12 þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu atkvæði gegn því.
...
Meira
Flugvél í lendingu á Reykhólum.
Flugvél í lendingu á Reykhólum.
Arnór Magnússon hefur verið ráðinn umdæmisstjóri Flugstoða (áður Flugmálastjórnar) á Vestfjörðum frá komandi áramótum. Arnór starfaði hjá stofnuninni frá 1984 til 2007 og vann þá í flugturninum á Ísafirði. Í sumar kom hann svo inn í afleysingar og er nú orðinn umdæmisstjóri. Hann segir nýja stafið leggjast vel í sig, enda sé hann á heimavelli þótt hann hafi ekki verið þarna megin við borðið áður.
...
Meira
17. desember 2009

Auður kemur í Dalina

Vilborg Davíðsdóttir.
Vilborg Davíðsdóttir.
Sögufélag Dalamanna, Lionsklúbburinn og Dalabyggð standa fyrir söguvöku og bókarkynningu í Auðarskóla í Búðardal kl. 20 í kvöld, fimmtudag. Þar mun Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur flytja erindi um Auði djúpúðgu, landnámskonu í Dölum og ættmóður Laxdæla, og lesa úr nýrri skáldsögu sinni um hana. Sagan sem ber heitið Auður er ein af fimm bókum sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2009 í flokki fagurbókmennta. Bókin er þroskasaga mikilhæfrar konu á víkingaöld, tímum mikils umróts og átaka.
...
Meira
Skólakrakkar. Mynd: Fréttablaðið.
Skólakrakkar. Mynd: Fréttablaðið.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tillögur sem gera myndu sveitarfélögunum kleift að svara hagræðingarkröfu innan grunnskólanna á næstu tveimur skólaárum. Leiðin sem talin er vænlegust felur í sér skerðingu á kennslu sem nemur þremur til fimm stundum á viku að hámarki. Tillögurnar fela í sér að heimilað verði að stytta kennslutíma á viku, að heimilað verði að færa til kennslumagn á milli tímabila og að skólaárið verði stytt úr 180 dögum í 170 daga. Hagræðingarkrafan er 3,5 milljarðar króna á ári en hver þessara leiða myndi spara um 1,5 milljarða.
...
Meira
Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda mótmælir fyrirhuguðum breytingum á skipulagi Stjórnarráðsins, sem fela í sér að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Ályktun þessa efnis var samþykkt í gær. Stjórnin telur afar óskynsamlegt að ætla sér að fara fram með þetta mál nú af tveimur meginástæðum.
...
Meira
Bálhvasst var á vígsludeginum og úðastróka lagði yfir nýja veginn. Ljósmynd: Framkvæmdafréttir.
Bálhvasst var á vígsludeginum og úðastróka lagði yfir nýja veginn. Ljósmynd: Framkvæmdafréttir.
Nýi vegurinn um Gautsdal milli Reykhólahrepps og Strandasýslu liggur nálægt gljúfurbarmi þar sem Gautsdalsá fellur í fossi. Þegar vindurinn nær sér vel upp í gljúfrinu í vestanátt er hætt við að hann feyki upp vatnsstrók sem leggst yfir veginn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var á vígsludegi vegarins. „Það er ekki laust við að menn hafi áhyggjur af afleiðingunum er svona ástand skapast í frosti. Þá gæti myndast þarna hættulegt svell þar sem vegurinn er í nokkurri brekku. Reyndar hefur verið bent á að þíða fylgi gjarnan vestanátt á þessum slóðum og að áin sé vatnslítil í frosti. Engu að síður er ljóst að vel þarf að fylgjast með þessu svæði í svona veðurfari“, segir í nýjum Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar.
...
Meira
Samgönguráðherra klippir með aðstoð vegamálastjóra.
Samgönguráðherra klippir með aðstoð vegamálastjóra.
Í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar fjallar ritstjóri blaðsins um nafngift nýja vegarins um Arnkötludal og Gautsdal: „Þegar nýr vegur á milli Hólmavíkur og Reykhólasveitar var boðinn út snemma árs 2007 hét útboðið „Tröllatunguvegur (605), Vestfjarðavegur - Djúpvegur“ en þá lá vegarslóði með þessu nafni og númeri á svipuðum slóðum. Síðar var farið að tala um veg um Arnkötludal og svo var ákveðið að láta Djúpveg (61) liggja um þessa leið. Á vígsluskærum ráðherra var plata sem á var letrað „Djúpvegur (61) um Arnkötludal“. Gallinn við þetta nafn er sá að aðeins eystri helmingur vegarins er í Arnkötludal. Í daglegu máli er helst talað um veghluta þegar rætt er um færð og veður. Þá þarf vísunin að vera skýr og auðskiljanleg.
...
Meira
Engilbert Ingvarsson.
Engilbert Ingvarsson.
Daginn þegar fyrsti jólasveinninn kom til byggða byrjaði jóladagatal Strandagaldurs á vefnum strandir.is. Um er að ræða myndskeið þar sem Strandamenn á öllum aldri greina frá jólaminningum sínum. Engilbert Ingvarsson reið á vaðið á laugardaginn. Hann er fæddur og uppalinn á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp og bjó fyrstu ár ævi sinnnar í gömlum torfbæ í Unaðsdal. Hann lýsir því meðal annars hvernig faðir hans gerði mót fyrir smákökubaksturinn úr blikki utan af sykurkössum og hvernig annar undirbúningur fyrir jólin fór fram, svo sem gerð jólaskrautsins. Hann segir líka frá eftirminnilegri jólagjöf sem hann fékk á þessum árum, sauðsvörtum sokkum sem náðu upp á lærin.
...
Meira
Lágfóta gæðir sér á eggi. Ljósmynd: Jón Jónsson / strandir.is.
Lágfóta gæðir sér á eggi. Ljósmynd: Jón Jónsson / strandir.is.
Stjórnvöld hafa fallið frá áformum sínum um að hætta að endurgreiða sveitarfélögum framlag til veiðimanna vegna veiða á ref. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að 17 milljónum króna verði varið til þessara endurgreiðslna á næsta ári. Nefndin hvetur umhverfisráðherra til að skipa nefnd hið fyrsta til að fara heildstætt yfir þennan málaflokk í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30