Tenglar

Árið 2009 er fyrsta heila árið sem hinum nýja vef Reykhólahrepps er haldið úti, en hann var opnaður vorið 2008. Á hinu nýliðna ári voru heimsóknir á vefinn alls 99.845 og flettingar 348.643 samkvæmt vefmælingu Google Analytics. Þannig vantar ekki nema um hálft annað hundrað upp á hundrað þúsund heimsóknir á árinu. Fréttir sem settar voru í fréttadálkinn eru 528 og atburðir í dagatali nokkuð á annað hundrað. Fundargerðir hreppsnefndar Reykhólahrepps og undirnefnda hans sem settar voru á vefinn eru 36. Þar fyrir utan eru tilkynningar, aðsent efni, myndasyrpur og sitthvað fleira.

...
Meira
Áramótabrenna og flugeldasýning í umsjá Björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reykhólahreppi verða á ruslasvæðinu neðan við þorpið á Reykhólum og hefjast kl. 20.30 á gamlárskvöld. Veðurspáin fyrir kvöldið við innanverðan Breiðafjörð er með besta móti. Eins og nú horfir er gert ráð fyrir hægri vestlægri átt, hóflega skýjuðu og hita um eða yfir frostmarki. Svo vill til að jólatunglið að þessu sinni verður einmitt fullt í kvöld. Þá verður einnig deildarmyrkvi á tungli. Þó að myrkvinn leggist aðeins yfir um átta prósent af tunglinu verður hann sýnilegur ef ský byrgja ekki sjón.
...
Meira
Slysavarnafélagið Landsbjörg brýnir fyrir fólki að kynna sér allar leiðbeiningar sem fylgja flugeldavörum og nota bæði hanska og flugeldagleraugu þegar skotið er upp, segir í tilkynningu frá félaginu. Mörg alvarleg slys hafa orðið vegna flugelda á liðnum árum og mörg þeirra vegna þess að hlífðargleraugu hafa ekki verið notuð. Lögreglan minnir jafnframt á nokkur atriði úr reglugerð um skotelda. Þar segir meðal annars að á því tímabili sem almenn notkun skotelda er leyfð, frá 28. desember til 6. janúar, er meðferð þeirra þó alltaf bönnuð frá miðnætti til kl. 9 að morgni, að nýársnótt undanskilinni.
...
Meira
Öll börn sem fæðast hérlendis á hinu nýja ári 2010 fá heimaprjónaða húfu að gjöf frá Kvenfélagasambandi Íslands. Markmiðið með þessu verkefni er að vekja athygli á gjöfulu starfi kvenfélaga og einnig til að minnast þess að á næsta ári verða 80 ár liðin frá því að kvenfélög landsins mynduðu með sér samband, Kvenfélagasamband Íslands. Með þessu vilja konurnar jafnframt senda góða og hlýja kveðju til nýrra þjóðfélagsþegna og foreldra þeirra. Gera má ráð fyrir að um fimm þúsund börn fæðist hérlendis á árinu. Það kemur í hlut ljósmæðra að afhenda foreldrum húfurnar.
...
Meira
Núna um áramótin verða átta heilbrigðisstofnanir að einni undir nafninu Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Ein af stofnununum í þessum samruna er Heilsugæslustöðin Búðardal, sem meðal annars þjónar Reykhólahreppi. Hinar sjö eru Heilbrigðisstofnunin Akranesi, Sankti Franciskusspítalinn Stykkishólmi, Heilsugæslustöðin Borgarnesi, Heilsugæslustöðin Grundarfirði, Heilsugæslustöðin Ólafsvík, Heilbrigðisstofnunin Hólmavík og Heilbrigðisstofnunin Hvammstanga.
...
Meira
Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reykhólahreppi verður í björgunarsveitarhúsinu við Suðurbraut á Reykhólum í dag, miðvikudag kl. 13-22, og á morgun, gamlársdag kl. 13-16.
...
Meira
Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum við Gilsfjörð með eldiskrækling.
Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum við Gilsfjörð með eldiskrækling.
Ræktun á bláskel (kræklingi) getur skilað 1.500 tonna framleiðslu á næstu árum og 6.000 tonnum eftir sex ár. Til að það megi verða þurfa ræktunarmenn þó að spýta rækilega í lófana. Bláskelin er eftirsótt á Evrópumarkaði og þessi framleiðsla gæti skilað tveimur milljörðum í útflutningstekjur á ári og skapað 175 störf við ræktun og fullvinnslu. Sautján fyrirtæki stunda bláskeljarækt hér við land. Flest eru að stíga fyrstu skrefin, önnur eru tilbúin að fara út í alvöru framleiðslu og eitt fyrirtæki hefur lokið fullri fjármögnum og hafið útflutning.
...
Meira
Harmónikudansleikur fyrir alla fjölskylduna verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík laugardagskvöldið 2. janúar frá kl. 20 til 23. Vegna þess að þetta er dansleikur fyrir alla fjölskylduna er tilvalið fyrir ömmur og afa og foreldra að kenna börnunum sporin. Dragspilið þenja Guðbjartur Björgvinsson, Ásdís Jónsdóttir og jafnvel fleiri og gestaundirleikarar eru einnig velkomnir. Veitingasala verður á staðnum en áfengisneysla er að sjálfsögðu óheimil. Miðaverð er 1.500 kr. fyrir 16 ára og eldri, 500 kr. fyrir 12-15 ára og ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára. Posi á staðnum.
...
Meira
29. desember 2009

Jólaball Lions í Búðardal

Jólaball Lionsklúbbs Búðardals verður haldið í Dalabúð í kvöld, þriðjudag 29. desember, og hefst kl. 17. Þeir sem eiga afgang af jólabakkelsinu mega alveg koma með það og setja í púkkið, en boðið verður upp á heitt súkkulaði. Reykhóladeild Lions er hluti af Lionsklúbbi Búðardals.
...
Meira
Reykhólar.
Reykhólar.
Fólki hefur fjölgað jafnt og þétt í Reykhólahreppi og á Reykhólum síðustu árin. Jafnframt eru konur í sveitarfélaginu nú orðnar nánast eins margar og karlar en þar hefur jafnan hallað nokkuð á konurnar. Fjölgað hefur um þrettán manns í Reykhólahreppi síðasta árið, samkvæmt nýbirtum bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands. Skráðir íbúar í hreppnum voru 279 hinn 1. desember í fyrra en voru 292 núna hinn 1. desember.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30