27. desember 2009
Hlutfallslega fjölgar mest í Reykhólahreppi
Íbúar á Vestfjörðum töldust 7.363 núna hinn 1. desember og hafði þá fækkað um 11 manns frá 1. desember 2008, sem er um 0,15% fækkun. Hlutfallsleg fækkun á landinu í heild milli ára er talsvert meiri og nemur um 0,7%. Nokkra athygli vekur að erlendum ríkisborgurum fjölgar lítillega á Vestfjörðum á meðan þeim fækkar á landsvísu og á sama tíma fækkar lítillega íbúum með íslenskt ríkisfang á Vestfjörðum en fjölgar á landsvísu. Þegar á heildina er litið virðist sem mikið til hafi hægt á þeirri neikvæðu íbúaþróun á Vestfjörðum sem staðið hefur nær látlaust frá miðjum níunda áratug nýliðinnar aldar.
...
Meira
...
Meira