Tenglar

Íbúar á Vestfjörðum töldust 7.363 núna hinn 1. desember og hafði þá fækkað um 11 manns frá 1. desember 2008, sem er um 0,15% fækkun. Hlutfallsleg fækkun á landinu í heild milli ára er talsvert meiri og nemur um 0,7%. Nokkra athygli vekur að erlendum ríkisborgurum fjölgar lítillega á Vestfjörðum á meðan þeim fækkar á landsvísu og á sama tíma fækkar lítillega íbúum með íslenskt ríkisfang á Vestfjörðum en fjölgar á landsvísu. Þegar á heildina er litið virðist sem mikið til hafi hægt á þeirri neikvæðu íbúaþróun á Vestfjörðum sem staðið hefur nær látlaust frá miðjum níunda áratug nýliðinnar aldar.
...
Meira
Séð yfir Berufjörð til Reykjanesfjalls. Mynd: Þórarinn Ólafsson.
Séð yfir Berufjörð til Reykjanesfjalls. Mynd: Þórarinn Ólafsson.
Árbók Barðastrandarsýslu kom út nú fyrir jólin í 20. sinn. Í bókinni er að finna mikinn fróðleik um Barðastrandarsýslu. Þær greinar sem birtast í Árbók Barðastrandarsýslu birtast fæstar annars staðar. Allar tengjast þær sýslunni þannig að þetta er kærkomið efni fyrir alla þá sem hafa áhuga á sögu og þjóðlegum fróðleik. Árbókin á erindi inn á hvert heimili í héraðinu og einnig hjá þeim sem eru ættaðir þaðan.
...
Meira
Þó að jólasveinarnir séu byrjaðir að tínast einn á dag til baka upp í Vaðalfjöll eru langflestir ennþá niðri í byggð. Aldrei er að vita nema einhverjir þeirra heilsi upp á mannskapinn á jólaballi sem Kvenfélagið Katla heldur fyrir börnin í íþróttahúsinu á Reykhólum á morgun, sunnudaginn 27. desember, þriðja í jólum. Skemmtunin byrjar kl. 14 og má víst áreiðanlega búast við söng og dansi og leikjum og öðru sem tilheyrir á jólaballi.
...
Meira
Vaðalfjöll í Reykhólasveit milli Berufjarðar og Þorskafjarðar, upp af Bjarkalundi annars vegar og Skógum í Þorskafirði hins vegar, eru eitthvert sérkennilegasta kennileiti héraðsins. Þetta eru í rauninni tveir samvaxnir gígtappar sem eftir standa þegar veikari jarðlög hafa veðrast utan af þeim. Þó að tilsýndar megi ef til vill virðast undarlegt er auðvelt að ganga þarna upp og njóta útsýnisins sem er óviðjafnanlegt. Hæðin er 509 metrar yfir sjávarmáli. Myndina tók Óskar Steingrímsson í hallri birtu skammdegissólar en máninn bíður þess álengdar að leysa hana af hólmi.
...
Meira
Nú síðdegis á aðfangadag stefnir í illviðri og ofankomu um norðvestanvert landið. Í ljósi þess hvernig lítur út með færð á morgun, jóladag, hefur messunni sem þá átti að vera í Gufudal verið aflýst. Að sögn Vegagerðarinnar er ekki gert ráð fyrir mokstri á Vestfjarðavegi vestan Bjarkalundar á morgun eins og nú horfir.
...
Meira
Vestfirska forlagið efnir til jólagetraunar sem felst í því að svara tíu spurningum. Dregið verður úr réttum svörum og fá hinir heppnu fimm þúsund krónur í sinn hlut. Skilafrestur er til áramóta. Hægt er að senda svörin hvort heldur er í bréfpósti eða í netpósti og eru til þess ýmsar leiðir. Í fyrsta lagi er hægt að nálgast frumgerð getraunarinnar hér á pdf-formi og prenta hana út. Í öðru lagi er hægt að afrita spurningarnar hérna fyrir neðan og prenta þær út og senda með svörum í bréfpósti. Í þriðja lagi er hægt að afrita spurningarnar hérna fyrir neðan annað hvort inn í ritvinnsluskjal eða beint inn í póstforrit og skrifa svörin í tölvunni og senda síðan í netpósti. Minnt skal á, að Bókatíðindi 2009 sem ættu að vera til á flestum heimilum geta verið gagnleg þegar leitað er að svörum.
...
Meira
Opið er til kl. 19 í versluninni Hólakaupum á Reykhólum í dag, Þorláksmessu, en á morgun, aðfangadag, er opið kl. 11-13. Framvegis verður verslunin opnuð kl. 11 á morgnana sex daga vikunnar en ekki kl. 9 á virkum dögum eins og verið hefur.
...
Meira
Úr kirkjunni í Garpsdal við Gilsfjörð.
Úr kirkjunni í Garpsdal við Gilsfjörð.
Messur verða víða í Reykhólaprestakalli um jólin. Á aðfangadag kl. 16 verður guðsþjónusta á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum og hátíðarhelgistund á aðfangadagskvöld kl. 22.30 í Reykhólakirkju. Á jóladag verður messa í Garpsdalskirkju kl. 17 en messunni í Gufudal hefur verið aflýst*). Annan jóladag verður messa í Staðarhólskirkju í Saurbæ kl. 15 og síðan í Skarðskirkju á Skarðsströnd kl. 17. Prestur er sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, organisti er Svavar Sigurðsson og félagar úr kór Reykhólaprestakalls syngja.
...
Meira
Ilmurinn er indæll og bragðið eftir því.
Ilmurinn er indæll og bragðið eftir því.
Ekki verður brugðið frá hinni árlegu og vinsælu hefð Reykhóladeildar Lionsklúbbsins að halda skötuveislu á Þorláksmessu. Vonast er til þess að sem allra flestir komi í veisluna sem verður í Reykhólaskóla og hefst kl. 12 á hádegi. Verðið er það sama og í fyrra eða kr. 1.800 á mann. Ekki er hér aðeins um það að ræða að gæða sér á ljúffengri skötunni - að vísu er smekkur fólks í því efni eitthvað misjafn - heldur líka að hitta kunningjana. Og síðast en ekki síst er hér um að ræða eina af fjáröflunarleiðum Lionsdeildarinnar, sem veitir fjármunum sínum til ýmissa samfélagsmála í heimabyggð á hverju ári.
...
Meira
Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árið 2010 var samþykkt eftir síðari umræðu í sveitarstjórn í fyrradag. Gert er ráð fyrir tæplega tólf milljóna króna afgangi þegar aðalsjóður og B-hluta fyrirtæki eru tekin saman í samstæðureikningi. Stefnt er að því að heildarskuldir og skuldbindingar Dalabyggðar verði áfram undir 60% af heildartekjum sveitarfélagsins á ársgrundvelli. Fyrri umræða þriggja ára áætlunar fór einnig fram og gefur hún fyrirheit um áframhaldandi heilbrigðan rekstur sveitarfélagsins. Langtímaskuldir lækka og handbært fé frá rekstri eykst, sem aftur gefur meira svigrúm til frekari framkvæmda í sveitarfélaginu. Hlutfall Jöfnunarsjóðs í tekjum Dalabyggðar hefur farið minnkandi undanfarin ár.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30