Tenglar

Minjar manns og náttúru á Selströnd. Sögusmiðjan / www.vestfirdir.is
Minjar manns og náttúru á Selströnd. Sögusmiðjan / www.vestfirdir.is
Núna er fyrri hluti kosningarinnar um Strandamann ársins 2009 á fréttavefnum strandir.is að baki. Fjölmargar tilnefningar bárust en í seinni umferð er kosið á milli þeirra þriggja sem flestar tilnefningar fengu. Þeir sem koma til greina sem Strandamenn ársins 2009 eru áhöfnin á Grímsey ST-2 á Drangsnesi, Ingibjörg Valgeirsdóttir frá Árnesi í Trékyllisvík og Sigurður Atlason á Hólmavík. Ítarlega umfjöllun um þá þrjá aðila sem eftir standa má sjá hér á vefnum strandir.is ásamt örstuttum sýnishornum af ummælum fólksins sem sendi inn tilnefningar. Þar er líka hægt að kjósa á milli þessara þriggja aðila.
...
Meira
„Þetta var góður og gagnlegur fundur“, segir Flosi Eiríksson, formaður samstarfsnefndar sem fjallar um sameiningarkosti sveitarfélaga, um opinn fund um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem haldinn var á Ísafirði fyrir helgina í samvinnu Fjórðungssambands Vestfirðinga, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Fundurinn var einnig haldinn gegnum fjarfundabúnað á Patreksfirði og Reykhólum.
...
Meira
Bæjarhreppur rauður. Mynd unnin af vef Landmælinga (lmi).
Bæjarhreppur rauður. Mynd unnin af vef Landmælinga (lmi).
Bæjarhreppur á Ströndum mun tilheyra Norðurlandi vestra en ekki Vestfjörðum, samkvæmt þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Þessi breyting varðar svæðaskiptingu sem notuð verður til grundvallar við gerð sóknaráætlana fyrir einstök landsvæði, en þær eru hluti af byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar. Að öðru leyti breytist landafræðin ekki á þessu svæði, ef svo má að orði komast. Bæjarhreppur er allur sunnan Bitrufjarðar og þess vegna ekki á sjálfum Vestfjarðakjálkanum eins og hann er venjulega skilgreindur.
...
Meira
Ráðstefna undir heitinu Stefnumót við konur verður haldin á Ísafirði 20. febrúar, en þar verður leitað leiða til að efla vestfirskar konur til atvinnusköpunar. Þessi ráðstefna er hluti af starfi Fagráðs Atvest um konur og atvinnulíf á Vestfjörðum, sem starfað hefur síðan í haust. Í fagráðinu eiga sæti þær Birna Lárusdóttir (formaður bæjarráðs í Ísafjarðarbæ), Berglind Hallgrímsdóttir (Nýsköpunarmiðstöð Íslands), Guðfinna Bjarnadóttir (fyrrverandi rektor og alþingismaður), Inga Karlsdóttir (útibússtjóri Landsbankans á Ísafirði) og Þóranna Jónsdóttir (Auður Capital).
...
Meira
Flokksráðsfundur Vinstri grænna skorar á stjórn og þingflokk VG að endurskoða áform um sameiningu atvinnuvegaráðuneyta. Í frumvarpi sem ríkisstjórnin hyggst innan tíðar leggja fyrir Alþingi verður kveðið á um sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins í eitt. Í ályktun flokksráðsins segir, að á næstu árum muni grunnatvinnuvegir þjóðarinnar, svo sem landbúnaður og sjávarútvegur, skipta verulegu máli við endurmótun íslensks atvinnulífs „eftir sviðna jörð frjálshyggjunnar og græðgisvæðingu undanfarinna ára“.
...
Meira
Dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum.
Dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum.
Það verður í ýmis horn að líta hjá séra Elínu Hrund Kristjánsdóttur sóknarpresti á Reykhólum í dag, sunnudaginn 17. janúar. Klukkan 11 verður sunnudagaskólinn í Reykhólakirkju. Messa verður á Reykhólum kl. 13.30 og athygli vakin á breyttum messutíma. Síðan er helgistund á dvalarheimilinu Barmahlíð kl. 14.30. Kór Reykhólaprestakalls leiðir sönginn en orgelleikari er Svavar Sigurðsson. Hin fjögur fræknu fermingarbörn aðstoða við allar athafnirnar.
...
Meira
Ýmis verkefni eru í gangi hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða (Atvest). „Mestmegnis erum við að vinna í áframhaldi á verkefnum sem hafin eru og má þar nefna þróunarverkefnið Veislu að vestan, sem tengist matartengdri ferðaþjónustu til að vekja athygli á vestfirskum matvælum. Markmiðið er að auka sýnileika og veltu þeirra fyrirtækja sem vinna með vestfirskt hráefni. Þetta verkefni hefur gengið mjög vel og telur nú yfir 30 þátttakendur. Við erum að skoða stofnun tilraunaeldhúss á Tálknafirði sem næsta skref í þróun þessa verkefnis. Þess má geta, að hafið er verkefni um sams konar tilraunaeldhús að Núpi í Dýrafirði, undir stjórn staðarhaldara þar", segir Þorgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Atvest.
...
Meira
Þverun í mynni Þorskafjarðar.
Þverun í mynni Þorskafjarðar.
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða vinnur nú ásamt Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Orkubúi Vestfjarða og Bjarna M. Jónssyni að stofnun Vesturorku, félags sem tengist möguleikum á nýtingu sjávarfalla á Vestfjörðum. Tilgangur félagsins verður m.a. smíði og rekstur raforkuvera sem nota endurnýjanlega orkugjafa. Eins og fram hefur komið hefur að undanförnu verið unnið að því að kanna möguleika á Vestfjörðum á því að virkja sjávarföll. Athugunin er liður í meistaraverkefni Bjarna M. Jónssonar í Haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. „Þetta er mjög spennandi verkefni og við erum að vinna að því núna að koma félaginu á legg“, segir Þorgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Atvest.
...
Meira
Björn Samúelsson hjá Eyjasiglingu á Reykhólum við stýrið á báti sínum.
Björn Samúelsson hjá Eyjasiglingu á Reykhólum við stýrið á báti sínum.
Stjórnarfundur hjá Ferðamálasamtökum Vestfjarða er haldinn á Hólmavík í dag. Stjórn samtakanna skipar fólk úr öllum héruðum Vestfjarðakjálkans og heldur hún fundi minnst einu sinni í mánuði. Oftast eru það símafundir en með nýja veginum um Arnkötludal (Þröskulda) gefst stjórnarmönnum frekar tækifæri á að hittast yfir veturinn þar sem nú orðið er aðeins um tveggja og hálfs tíma akstur fyrir flesta að mæta. Á fundinum í dag verður einkum fjallað ásamt forstöðumanni Markaðsstofu Vestfjarða um áform í markaðsmálum fjórðungsins, um komandi aðalfund sem verður á Núpi í Dýrafirði í apríl og um nefndarvinnu vegna gönguleiða á Vestfjörðum.
...
Meira
Jón Jónsson á Kirkjubóli, menningarfulltrúi Vestfjarða.
Jón Jónsson á Kirkjubóli, menningarfulltrúi Vestfjarða.
„Ég er sannfærður um að þetta verði skemmtilegt ár. Mér heyrist á fólki í þessum geira að það ætli að halda fullum dampi þetta árið“, segir Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða, aðspurður hvernig komandi ár í vestfirskri menningu líti út. Að sögn Jóns var síðasta ár feikilega öflugt menningarlega séð og mikið um að vera. Segist hann bjartsýnn á að árið 2010 verði einnig öflugt. „Það eru þó ýmis merki þess að erfiðara verði að ná inn peningum vegna menningarstarfsins í ár en við eigum eftir að sjá til hvernig það þróast. Opinberir aðilar eru að draga saman og það er miklu erfiðara að eiga við einkaaðila sem hafa undanfarin ár stutt dyggilega við menningarstarf.“
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30