Tenglar

Sveitarstjórn Dalabyggðar undrast þá leið sem farin var við úthlutun 1000 m.kr. aukaframlags Jöfnunarsjóðs vegna ársins 2009. Hafi markmiðin með breyttum úthlutunarreglum verið að mæta þeim áföllum sem sveitarfélögin urðu fyrir árið 2009 er ljóst að þau hafa ekki náðst. Mörg sveitarfélög þar sem hlutdeild Jöfnunarsjóðs í tekjum er yfir 50% fá þannig minna aukaframlag í ár en á síðasta ári. Á sama tíma dragast almenn framlög Jöfnunarsjóðs saman um allt að 10%.
...
Meira
Samkvæmt áætlun ráðuneytis sveitarstjórnarmála fær Reykhólahreppur fimm milljónir króna í sinn hlut við úthlutun á aukaframlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir þetta ár. Ísafjarðarbær fær hæsta framlagið af öllum sveitarfélögum landsins eða 92 milljónir. Þar á eftir fylgja Skagafjörður og Norðurþing með ríflega tuttugu milljónum minna. Hjá vestfirskum sveitarfélögum kemur næstmest í hlut Vesturbyggðar eða  41,5 milljónir króna. Í hlut Strandabyggðar koma 14,9 milljónir, Tálknafjarðarhrepps 11,4 milljónir, Bolungarvíkurkaupstaðar 10,2 milljónir, Reykhólahrepps 5 milljónir eins og áður segir, Súðavíkurhrepps 3,4 milljónir, Kaldrananeshrepps 900 þúsund krónur, Árneshrepps 8 þúsund krónur og Bæjarhrepps ekkert.
...
Meira
Á kortinu má glöggt sjá leið B sem ekki verður farin. Smellið til að stækka.
Á kortinu má glöggt sjá leið B sem ekki verður farin. Smellið til að stækka.
Hæstiréttur felldi í gær úr gildi úrskurð Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, um að leyfa vegagerð í Teigsskógi í Reykhólahreppi. Var dómurinn staðfesting á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur fyrir ári. Forsenda dómsins var að umhverfisráðherra hefði ekki verið heimilt að byggja úrskurð sinn um mat á umhverfisáhrifum á því hvaða áhrif lagning vegarins hefði á umferðaröryggi. Þar væri um að ræða ávinning af framkvæmdinni sjálfri, en ekki hluta af umhverfisáhrifum hennar.
...
Meira
Gilsfjörður. Mynd: Árni Geirsson.
Gilsfjörður. Mynd: Árni Geirsson.
„Virkjun Gilsfjarðar er sáraeinföld tæknilega og getum við þar lært af Írum. Stór hluti raforku þeirra er framleiddur með brennslu sem erfitt er að aðlaga sveiflum í notkun. Í Wicklow-fjöllum er manngerð skál á fjallstoppi. Neðar í fjallinu er tjörn. Þegar lægð er í rafmagnsnotkun er dælt úr tjörninni í skálina og á álagstímum er vatninu hleypt til baka í gegnum virkjun. Sjávarfallastraumurinn yrði nýttur til dælingar eingöngu.“
...
Meira
Sveitarstjórnarmenn í Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppi og Reykhólahreppi sitja núna með morgninum fund með samgöngunefnd Alþingis og Kristjáni L. Möller samgönguráðherra. Umræðuefnið er fyrirhugaður niðurskurður á vetrarþjónustu Vegagerðarinnar og fækkun ferða Baldurs yfir Breiðafjörð. Að þeim fundi loknum er síðan fundur sveitarstjórnarmannanna með þingmönnum kjördæmisins.
...
Meira
„Kassinn er tómur og það er boðaður niðurskurður í vetrarþjónustu um tíu til tuttugu prósent", segir Ingvi Árnason, deildarstjóri viðhalds og þjónustu á Norðvestursvæði hjá Vegagerðinni. Ingvi segir útfærslu samdráttarins algjörlega eftir en verið sé að vinna í henni í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar þessa dagana. Hins vegar segi það sig sjálft að þetta þýði í reynd tuttugu til þrjátíu prósenta samdrátt í þjónustu almennt, þótt augljóslega sé ekki hægt að skera jafnmikið niður alls staðar. Það sé þó ljóst að minna fjármagn sé til snjómoksturs á þessum vetri en áður, sem gæti komið illa við Vestfirðinga.
...
Meira
Grjóthrun í Hólshreppi.
Grjóthrun í Hólshreppi.
Rokkað verður í Dölum á föstudagskvöld þegar saman koma í Dalabúð í Búðardal nokkrar af ferskustu og skemmtilegustu hljómsveitunum á Íslandi í dag. Gleðin hefst kl. 20 og stendur svo lengi sem þarf. Það kostar ekkert inn en dagskipanin er að skemmta sér og vera glaður. Hljómsveitirnar sem halda uppi stuðinu eru Dr. Gunni, Retro Stefson, FM Belfast, Rass, Agent Fresco, Reykjavík!, Grjóthrun í Hólshreppi og Black Sheep. Allar hljómsveitirnar fá greitt í dilkum og sviðakjömmum eins og hver maður torgar.
...
Meira
Jólaboðarnir eru snemma á ferðinni sumir hverjir. Hið árlega jóla- og villibráðarhlaðborð í Hótel Bjarkalundi verður laugardagskvöldin 14. og 21. nóvember og verður með svipuðu sniði og verið hefur. Í fyrra var það líka haldið með viku millibili á sama tíma í nóvember við góðar undirtektir. Æskilegt er að borð séu pöntuð með góðum fyrirvara.
...
Meira
Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur auglýst eftir styrkumsóknum í verkefnið Vöruþróun á Vestfjörðum. Þar er um að ræða stuðningsverkefni sem ætlað er starfandi fyrirtækjum á Vestfjörðum sem vilja vinna að nýsköpun, vexti eða umbótum í starfsemi sinni. Markmið verkefnisins er að treysta afkomu starfandi fyrirtækja með því að efla nýsköpun og að veita aðstoð og fjárhagslegan stuðning allt að þremur milljónum króna til einstakra verkefna við að þróa þjónustu eða vöru og koma henni á markað.
...
Meira
Guðrúnarlaug hin nýja í Sælingsdal. Mynd: Vefur Dalabyggðar.
Guðrúnarlaug hin nýja í Sælingsdal. Mynd: Vefur Dalabyggðar.
Guðrúnarlaug að Laugum í Sælingsdal í Dalasýslu, sem um er getið í Laxdæla sögu, hefur verið hlaðin upp á nýjan leik og verður framvegis opin almenningi. Hún verður vígð fyrsta vetrardag, laugardaginn (nema hvað?) 24. október kl. 12 á hádegi. Laugin hefur verið lokuð í 140 ár eftir að hún varð undir skriðu. Hún er kennd við Guðrúnu Ósvífursdóttur, eina af helstu persónum Laxdæla sögu. Guðrún, Bolli Þorleiksson og Kjartan Ólafsson eru þekktasti ástarþríhyrningur íslenskra bókmennta. Dalabyggð hefur nú látið endurhlaða þessa ríflega þúsund ára gömlu laug rétt þar hjá sem hún var upphaflega. Laugin verður opin almenningi um næstu helgi eftir að hafa verið lokuð í bráðum hálfa aðra öld.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30