24. september 2009
Háhraðanettengingar í Reykhólahreppi í nóvember
Áætlað er að sala á háhraðanettengingum byrji víðast um Vestfjarðakjálkann og þar á meðal í Reykhólahreppi í nóvember. Í þeim áfanga verkefnisins sem á að verða lokið í þeim mánuði eru sveitarfélögin Ísafjarðarbær, Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur og Súðavíkurhreppur. Þetta kemur fram í verkáætlun Símans vegna háhraðanetssamnings við Fjarskiptasjóð. Verkefnið byggist á því markmiði fjarskiptaáætlunar samgönguráðuneytis að gefa öllum landsmönnum sem þess óska kost á háhraðanettengingu.
...
Meira
...
Meira