Tenglar

Áætlað er að sala á háhraðanettengingum byrji víðast um Vestfjarðakjálkann og þar á meðal í Reykhólahreppi í nóvember. Í þeim áfanga verkefnisins sem á að verða lokið í þeim mánuði eru sveitarfélögin Ísafjarðarbær, Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur og Súðavíkurhreppur. Þetta kemur fram í verkáætlun Símans vegna háhraðanetssamnings við Fjarskiptasjóð. Verkefnið byggist á því markmiði fjarskiptaáætlunar samgönguráðuneytis að gefa öllum landsmönnum sem þess óska kost á háhraðanettengingu.
...
Meira
Ærin Bylgja í fullu fjöri.
Ærin Bylgja í fullu fjöri.
Ærin á myndinni fór á fjall í fyrravor með eitt lamb en um haustið skilaði hún sér ekki af fjalli. Að minnsta kosti skilaði hún sér ekki til eigandans, Indiönu Ólafsdóttur á Reykhólum. Lambið skilaði sér hins vegar en ærin var talin af. Hugsanlega hefði hún orðið afvelta og drepist, eins og stundum hendir sauðfé. Það hafði einmitt hent þessa kind að verða afvelta þegar hún var veturgömul og þá laskaði hún á sér eyrað, eins og sjá má á myndinni. Á sunnudaginn var réttað í Kinnarstaðarétt í Reykhólasveit og þá birtist kindin, sem er auðþekkt á bæjarnúmeri og ekki síður í útliti. „Þarna er Bylgja sem drapst í fyrra", sagði eigandinn við nærstaddan mann.
...
Meira
Þjóðvegurinn í vesturhluta Reykhólahrepps er nánast ófær á köflum, að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins. Helgi Páll Pálmason mjólkurbílstjóri fer þar um flesta daga og segir fjölda fólks hafa lent í vandræðum á leiðinni. Um 80 kílómetrar af leiðinni milli Bjarkalundar og Patreksfjarðar eru malarvegur sem hefur spillst mjög í rigningum að undanförnu. Þá hefur það bæst við að umferðin hefur aukist síðustu daga þar eð siglingar Breiðafjarðarferjunnar Baldurs liggja niðri meðan skipið er í siglingum milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar.
...
Meira
Réttahelgin í Reykhólahreppi hefur sín áhrif. Grettislaug á Reykhólum er opin heldur lengur í dag og á morgun en venjulega eða frá kl. 17 til 22. Sundlaugarvörður áréttar sérstaklega, að meðferð áfengra drykkja er með öllu óheimil á sundlaugarsvæðinu. Laugin verður lokuð á sunnudaginn eins og venjulega samkvæmt vetrartíma. Vegna réttahelgarinnar fellur Sunnudagaskólinn á Reykhólum niður núna á sunnudaginn.
...
Meira
Eggert Björnsson bátasmiður skinnklæddur við nýsmíðina Vinfast í Bátasafninu á Reykhólum.
Eggert Björnsson bátasmiður skinnklæddur við nýsmíðina Vinfast í Bátasafninu á Reykhólum.
Hugmyndir eru uppi um að halda á Reykhólum á komandi vori námskeið í viðgerðum og endursmíði gamalla trébáta. Námskeiðið verði haldið í tengslum við Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum, en að því stendur áhugamannafélag sem starfað hefur í nokkur ár. Frumkvæði að þessu á Magnús Ólafs Hansson, verkefnastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða á Patreksfirði, og efndi hann í fyrrakvöld til símafundar með nokkrum hópi fólks til að ræða þetta mál. Þar var í meirihluta fólk sem stendur að félaginu um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum, þau Hafliði Aðalsteinsson, Eggert Björnsson, Hjalti Hafþórsson og Ásdís Thoroddsen. Einnig Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða á Ísafirði.
...
Meira
„SÍBS-lestin“ byrjar ferð sína um Vestfjarðakjálkann með heimsókn á Reykhóla síðdegis í dag. Starfsemi SÍBS og aðildarfélaga þess verður kynnt í máli og myndum, auk þess sem fólki gefst kostur á því að fá mældan blóðþrýsting, blóðfitu og súrefnismettun að kostnaðarlausu. Á Reykhólum verður SÍBS-lestin á Dvalarheimilinu Barmahlíð kl. 15-17 og eru allir velkomnir. Í henni eru starfsmenn frá aðildarfélögum SÍBS, en þau eru, auk SÍBS-deildanna, Astma- og ofnæmisfélagið, Samtök lungnasjúklinga, og Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir. Mældur verður blóðþrýstingur, súrefnismettun og blóðfita. Kynningarefni liggur frammi, blöð, bæklingar og fræðslumyndir, og ráðgjöf er í boði frá félögunum. Happdrætti SÍBS gefur öllum sem mæta bol í tilefni af 60 ára afmæli happdrættisins.
...
Meira
„Það er bara verið að vinna á fullu. Bleytan hefur reyndar verið að stríða okkur svolítið“, segir Guðmundur Rafn Kristjánsson hjá Vegagerðinni á Ísafirði um lagningu bundins slitlags á nýja veginn um Arnkötludal og Gautsdal milli Stranda og Reykhólahrepps. Guðmundur Rafn er deildarstjóri nýframkvæmda á norðvestursvæði og hefur síðustu dagana verið á vinnusvæðinu á Arnkötludal. Hann segir tilhæfulausan þann orðróm að líkur séu á því að verklokum muni seinka. Allar horfur séu á því að það standist sem áður hefur verið gefið út, að lokið verði við að leggja bundið slitlag á Arnkötludalsveg fyrir lok þessa mánaðar, svo framarlega sem tíðarfarið verði ekki þeim mun blautara og verra.
...
Meira
Rafmagnslaust varð í stutta stund í Reykhólahreppi núna síðdegis. Að sögn starfsmanns Orkubús Vestfjarða má rekja útsláttinn til bilunar í liðavörn í aðveitustöð í Geiradal. Starfsmenn Orkubúsins eru á svæðinu og vinna að því að koma málum í rétt horf. Rafmagn hefur dottið út nokkrum sinnum á svæðinu að undanförnu og alltaf stutt í senn. Talið er að það megi rekja til sömu bilunar.
...
Meira
Árni Sigurpálsson hótelstjóri.
Árni Sigurpálsson hótelstjóri.
„Við höfum opið alveg meðan Þorskafjarðarheiði er opin og að minnsta kosti fram í nóvember", segir Árni Sigurpálsson hótelstjóri í Bjarkalundi í Reykhólasveit. „Síðan verðum við hérna meira og minna um helgar í vetur að dytta að og laga eins og í fyrra og höfum þá opið fyrir þá sem leið eiga um." Liðið sumar var mjög gjöfult hjá Hótel Bjarkalundi eins og víðast hjá ferðaþjónum á Vestfjarðakjálkanum. „Íslendingum sem voru á ferðinni og komu hér fjölgaði verulega milli ára og einhver fjölgun varð á útlendingunum líka", segir Árni.
...
Meira
Frá Fjórðungsþingi 2009. Mynd bb.is.
Frá Fjórðungsþingi 2009. Mynd bb.is.
Fimmtugasta og fjórða Fjórðungsþing Vestfirðinga var haldið á Ísafirði á föstudag og laugardag. Þingið sóttu um 40 fulltrúar frá öllum sveitarfélögum á Vestfjörðum. Helstu umfjöllunarefni þess voru framtíðarsýn og sóknaráætlun fyrir Vestfirði. Í tilefni af 60 ára afmæli Fjórðungssambands Vestfirðinga var þingið að þessu sinni með nokkrum hátíðarbrag og með sérstakri hátíðardagskrá eftir hádegi á föstudag. Þingið samþykkti ítarlega ályktun í mörgum liðum sem ber heitið „Vestfirðir í sókn". Ályktunin er tilvísun í umfjöllun þingsins um sóknaráætlun Vestfjarða og samspil hennar við sóknaráætlun Íslands. Engar kosningar til stjórnar voru á þinginu þetta árið.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30