Tenglar

Skrifstofu Reykhólahrepps var lokað núna um hádegið og verður hún lokuð það sem eftir lifir dags. Ástæðan er sú að strengur var grafinn í sundur og þess vegna er starfsfólk tölvusambandslaust og símasambandslaust og nánast verklaust. Væntanlega verður þetta komið í lag þegar skrifstofutími hefst á mánudagsmorgun.
...
Meira
„En það verkefni sem nú er tvímælalaust brýnast á Vestfjörðum og sem þolir bókstaflega enga bið er sjálfur Vestfjarðavegur, nr. 60, þjóðleiðin frá aðalþjóðvegakerfinu og um Austur- og Vestur-Barðastrandarsýslu. Þar er hins vegar aðra og sorglegri sögu að segja. Í sem stystu máli þá grúfir yfir þeim málum algjör óvissa og stöðnun. Þar er þó um að ræða verkefni sem má fullyrða sé hvað brýnast í vegamálum í landinu. Vegir á þessum slóðum eru einfaldlega ekki nokkrum manni bjóðandi. Þeir standa í vegi fyrir allri uppbyggingu á öllum sunnanverðum Vestfjörðum, hvort sem það er um að ræða á sviði atvinnulífsins, nýsköpunar eða sjálfsagðra mannlegra samskipta. Þetta er einfaldlega ástand sem er ekki hægt að una við.“
...
Meira
Nýi vegurinn um Gautsdal og Arnkötludal var í dag opnaður formlega við hátíðlega athöfn við Þröskulda þar sem hann liggur hæst. Með tilkomu þessa vegar hefur leiðin milli Reykjavíkur og Hólmavíkur og norðursvæðis Vestfjarða verið stytt um 42 km. Kristján L. Möller samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri klipptu á borða og afhjúpuðu um leið skjöld í tilefni þeirra tímamóta að bundið slitlag er nú á allri leiðinni milli Reykjavíkur og Ísafjarðar og reyndar alveg til Bolungarvíkur. Það blés hressilega en vegagerðarfólk, heimamenn og aðrir gestir sem voru fjölmennir létu það ekki á sig fá. Horfið var þó frá því að strengja borðann yfir veginn svo sem hefð er fyrir sökum þess að Kári lét heldur ófriðlega.
...
Meira
Góðir grannar hittust í Arnkötludal í haust.
Góðir grannar hittust í Arnkötludal í haust.
Vegurinn um Arnkötludal verður opnaður formlega kl. 15 á morgun, miðvikudag, þótt meira en hálf önnur vika sé liðin frá því að hann var opnaður fyrir umferð. Til stóð að gera þetta á föstudag en því var frestað sakir veðurs. Við athöfnina mun Kristján L. Möller samgönguráðherra klippa á borða til merkis um formlega opnun vegarins auk þess sem hann afhjúpar skjöld í tilefni þess að nú er hægt að aka á bundnu slitlagi milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Athöfnin fer fram þar sem vegurinn er hæstur í Arnkötludal en hugsanlegt er að hún verði færð niður undir vegamótin nær Hólmavík verði veður ekki þokkalegt uppi. Að athöfninni lokinni verður gestum boðið í samsæti í Félagsheimilinu á Hólmavík.
...
Meira
 Baldur kemur til Flateyjar. Myndin er fengin af vef Sæferða.
Baldur kemur til Flateyjar. Myndin er fengin af vef Sæferða.
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga og fastanefnd sambandsins um samgöngumál (samgöngunefnd) skora á yfirvöld samgöngumála að tryggja áframhaldandi daglegar ferjusiglingar yfir Breiðafjörð milli Stykkishólms og Brjánslækjar. Breiðafjarðarferjan Baldur hefur gegnt lykilhlutverki í því að tryggja heilsárs samgöngur við sunnanverða Vestfirði í áratugi. Þetta kemur fram í upphafi ályktunar stjórnar og samgöngunefndar FV sem gerð var í dag. Síðan segir:
...
Meira
„Paneer“, indverskur ferskostur búinn til. Hér er verið að hleypa ostinum með sítrónusafa.
„Paneer“, indverskur ferskostur búinn til. Hér er verið að hleypa ostinum með sítrónusafa.
1 af 5
Minnt er á námskeiðið í heimavinnslu mjólkurafurða, sem ætti að freista allra verðandi snillinga í eldhúsinu. Hægt er að kaupa mjólk úti í búð og nota venjuleg heimilisáhöld í framleiðslunni og því getur hver sem er nýtt sé þessa þekkingu. Skráningarfrestur er að renna út. Enn vantar örlítið upp á lágmarks þátttakendafjölda. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér.
...
Meira
Endurmenntun Háskóla Íslands hefur auglýst þrjú menningartengd námskeið sem kennd verða í gegnum fjarfundabúnað. Námskeiðin bjóðast í fjarfundi á Hólmavík og Reykhólum ef næg þátttaka fæst og búnaður er laus til afnota. Á tveimur þeirra fjallar Einar Kárason rithöfundur um Íslendingasögur en hann er kunnur fyrir að segja skemmtilega frá og gefa sögunum aukið og jafnvel nýtt líf. Á hinu þriðja fjallar Jón Björnsson um Jakobsveginn svokallaða.
...
Meira
Vegna fæðingarorlofs vantar starfsmann í fullt starf á Stubbadeild, sem er yngsta deildin á Leikskólanum Hólabæ á Reykhólum. Starfið er laust frá næstu áramótum og verður ráðið til eins árs.
...
Meira
Til stóð að vígja nýja veginn um Arnkötludal og Gautsdal síðdegis á morgun en vegna þess að þá er spáð vitlausu veðri hefur vígslunni verið frestað. Hún verður kl. 15 á miðvikudaginn í næstu viku, svo framarlega sem veðrið verður ekki eins slæmt og útlit er fyrir á morgun, eins og segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Athöfnin fer fram þar sem vegurinn liggur hæst.
...
Meira
Eggert Björnsson og Vinfastur.
Eggert Björnsson og Vinfastur.
Félag áhugamanna um bátasafn á Reykhólum boðar til aðalfundar félagsins sunnudaginn 11. október kl. 14 í Konnakoti, húsnæði Barðstrendingafélagsins að Hverfisgötu 105 í Reykjavík, 2. hæð. Á dagskránni eru venjuleg aðalfundarstörf, kosning stjórnar og önnur mál. Nýir áhugasamir félagar eru velkomnir.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30