Tenglar

Námskeið fyrir þá sem nota tölvur á skapandi hátt í starfi eða til heimilisnota verður haldið á Hólmavík í vetur og hefst það núna á fimmtudagskvöldið. Athygli er vakin á því, að hægt er að halda námskeiðið á einni helgi annars staðar á svæðinu ef næg þátttaka fæst (8 manns). Á námskeiðinu verður farið í brot af því besta sem skrifstofupakkinn Office 2007 hefur að bjóða. Náminu á Hólmavík verður skipt í stuttar lotur annan fimmtudag í hverjum mánuði þar sem kenndur verður einn efnisþáttur hvert kvöld, svo sem að búa til glærur, búa til dagatöl, prenta á límmiða og umslög, setja upp jólakort, vinna með töflur og fleira sem forritin bjóða.
...
Meira
Þörungaverksmiðjan í Karlsey. Ljósmynd: Árni Geirsson.
Þörungaverksmiðjan í Karlsey. Ljósmynd: Árni Geirsson.
Bæta þarf við 15-20 störfum í Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum gangi áform um vinnslu mjöls úr þara og þangi eftir. Tilraunasending fer fljótlega utan til Frakklands, en Frakkar eru langt komnir með að vinna náttúrlegt sýklalyf úr þara. Verksmiðjan hefur keypt nýtt skip, Fossá ÞH, sem mun leysa gömlu Karlseyna af hólmi.
...
Meira
Dóra á Skriðulandi ...
Dóra á Skriðulandi ...
1 af 2
Konuhittingur verður á Skriðulandi í Saurbæ á þriðjudagskvöld. Þar með verður þráðurinn tekinn upp á nýjan leik eftir að hann féll niður þegar sauðburðurinn hófst og aðrar vorannir tóku allan tíma fólks. Hittingurinn byrjar kl. 20 og stendur eins lengi og hentar. Konur hafi með sér einhverja handavinnu. Karlar mega koma þrátt fyrir nafnið á hittingnum enda hafi þeir líka með sér handavinnu og einbeiti sér að henni. Léttar veitingar verða í boði. Reikna má með því að hittingar af þessu tagi verði á Skriðulandi fyrsta þriðjudaginn í mánuði í vetur nema annað verði tilkynnt.
...
Meira
Nýi vegurinn um Arnkötludal, sem Vegagerðin hefur ákveðið að nefna Tunguheiði, var opnaður fyrir umferð klukkan 16 í dag, eftir því sem fram kemur á vefnum bb.is á Ísafirði, en formleg vígsla fer fram síðar. Á vef Vegagerðarinnar var einnig núna í kvöld sett inn tilkynning þessa efnis. Þetta virðist hafa borið nokkuð brátt að, því að í gær þegar spurst var fyrir hjá Vegagerðinni, í tengslum við færðina á Þorskafjarðarheiði, hvenær nýi vegurinn yrði opnaður, fengust þau svör að það væri ekki vitað. Á stöðugt uppfærðu korti Vegagerðarinnar er vegurinn merktur með hálkublettum en greiðfær að öðru leyti.
...
Meira
Vegurinn um Þorskafjarðarheiði er þungfær en mun samt vera þokkalega jeppafær, segir Sigurður Mar Óskarsson hjá Vegagerðinni á Ísafirði. Hann segir að heiðin verði ekki rudd meira. Að gefnu tilefni ítrekar Vegagerðin að nýi vegurinn um Tunguheiði (Arnkötludal) er enn lokaður allri umferð og verður það fyrst um sinn þótt verktakinn hafi lokið við að leggja klæðningu á veginn.
...
Meira
28. september 2009

Raunfærnimat á Reykhólum

Fundur til kynningar á raunfærnimati verður haldinn í Reykhólaskóla kl. 16 á morgun, þriðjudag. Björn Hafberg náms- og starfsráðgjafi kynnir matið, en hér er um að ræða mat á starfsreynslu til styttingar á námi í átt til sveinsprófs. Raunfærnimat hentar þeim sem hófu einhvern tímann iðnnám eða hafa starfað lengi í iðngrein og vilja ljúka námi á sem fljótlegastan hátt. Fyrir fundinn eða frá kl. 13 býður Björn einstaklingsviðtöl og má panta tíma í síma 899 0883.
...
Meira
Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur.
Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur.
1 af 10
Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur er að undirbúa að skoða á ný möguleika á virkjun í þverun Gilsfjarðar með innlendum og erlendum samstarfsaðilum. Árið 1992 lét hann sænska fyrirtækið Vattenfall AB kanna tæknilega möguleika og hagkvæmni í virkjun sjávarfalla í þverun Gilsfjarðar í samstarfi við Stefán bróður sinn, sem þá var oddviti Reykhólahrepps. Á þeim tíma og miðað við aðra virkjunarkosti í fallvötnum og jarðhita reyndist þetta ekki hagkvæm virkjun. Jón kveðst nú hafa haft samband við Þorgeir Pálsson, framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, um samvinnu um samtímis könnun á virkjun sjávarfalla í þverun Mjóafjarðar, að því er fram kemur í grein sem hann sendi vefnum til birtingar.
...
Meira
28. september 2009

Sameinaðir stöndum vér

Hægri og vinstri sameinaðir á ný.
Hægri og vinstri sameinaðir á ný.
Skórinn sem hér var auglýst eftir um daginn kom í leitirnar í skólanum, þökk sé Hönnu, segir Gulla á Gróustöðum. Vegna þess að margir hafa spurt hana frétta af skónum finnst henni við eiga að þetta sé tilkynnt hér á vefnum. Eða eins og hún segir: „Hægri og vinstri sameinaðir á ný og farnir að skokka sem aldrei fyrr.“
...
Meira
Tuttugu og einn hundur og nokkru fleira fólk úr Björgunarhundasveit Íslands (BHSÍ) er þessa dagana við æfingar í Reykhólasveit. Þetta er þriggja daga lota sem stendur frá föstudegi til sunnudags og þarna er samankomið fólk og hundar úr öllum landshlutum. Meðal þeirra sem taka þátt í æfingunum er Bríet Arnardóttir, stjórnarmaður í BHSÍ. „Það gekk alveg rosalega vel í gær í hagléljum og öllu saman og hundarnir stóðu sig vel", sagði hún í þann mund sem hópurinn var að tygja sig út í morgun. Veður var afspyrnuslæmt í nótt og í morgun, bálhvasst og dynjandi haglhryðjur öðru hverju. Bríet sagði að hvorki hundar né fólk létu veðrið á sig fá og svaraði því umsvifalaust játandi þegar hún var spurð hvort hundi væri út sigandi.
...
Meira
Fyrirhugað er að halda námskeið í „Heimavinnslu mjólkurafurða með áherslu á ostagerð“ á Reykhólum eða Hólmavík mánudaginn 19. október. Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa á heimavinnslu mjólkurafurða, t.d. ferðaþjónum, heimilum, frumkvöðlum og kúabændum. Ekki er búið að ákveða á hvorum staðnum námskeiðið verður en það fer eftir því hvaðan flestar skráningarnar koma. Á þessum tímapunkti er Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða að kanna áhuga fólks á námskeiðinu og biður áhugasama um að setja sig í samband við starfsmenn félagsins.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30