Tenglar

1 af 2
Magnús Karel Hannesson hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sendi meðfylgjandi myndir með eftirfarandi skýringum: Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni sendir öðru hverju óþekktar ljósmyndir til sambandsins með von að hér á bæ kannist menn við staðina sem á myndunum erum. Leyfi mér að senda meðfylgjandi tvær myndir af ákaflega vel byggðri brú og spyr: Veit einhver hvar þessi brú stendur eða hefur staðið?
...
Meira
Söfnunargámurinn á Reykhólum ...
Söfnunargámurinn á Reykhólum ...
1 af 2
Sú breyting hefur orðið á fatamóttöku Rauða krossins, að nú tekur hann við öllum fatnaði og vefnaðarvörum og jafnt hvort heldur sem fatnaðurinn er heill eða ekki. Jafnvel er það sem kallast mætti ónýtir fataræflar þegið með þökkum. Líka er tekið á móti vefnaðarvöru eins og gluggatjöldum, rúmfötum, borðdúkum, handklæðum og öðru. Það sem er ekki nýtanlegt sem fatnaður verður endurunnið, segir sr. Óskar Ingi Ingason, formaður Búðardalsdeildar Rauða kross Íslands, en undir hana heyrir Reykhólahreppur. Söfnunargámur fyrir fatnað stendur við björgunarsveitarhúsið rétt á móti gámasvæðinu neðan við þorpið á Reykhólum. Umsjónarmaður fatagámsins á Reykhólum, Guðjón D. Gunnarsson, biður fólk um að ganga betur frá fatnaðinum sem þar er settur en iðulega er gert.
...
Meira
Á næstunni standa Ferðamálasamtök Vestfjarða fyrir vinnufundum með ferðaþjónum og hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu um alla Vestfirði. Markmiðið er að virkja þessa aðila til að leggja sitt af mörkum til að meta stöðu ferðaþjónustu á Vestfjörðum og taka þátt í að móta framtíðarsýn hennar. Fundirnir eru öllum opnir og eru kjörið tækifæri til að hafa áhrif á framtíð ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Fyrsti fundurinn af þessu tagi verður í Bjarkalundi í Reykhólasveit á laugardag, 7. nóvember, og stendur frá kl. 13 til 16.
...
Meira
Dalabyggð auglýsir eftir skólabílstjóra til að annast akstur skólabarna í Saurbæ. Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember. Allar nánari upplýsingar um tilhögun aksturs og greiðslur veitir sveitarstjóri í síma 430 4700. Umsóknir sendist skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal.
...
Meira
Vinafélag Grettislaugar á Reykhólum efnir til bingóskemmtunar í matsal Reykhólaskóla á sunnudag klukkan 14. Þemað á samkomunni er matur og ýmislegt tengt jólum. Vinningar eru veglegir og léttar veitingar verða í boði. Vinir Grettislaugar vonast til að sjá sem flesta komna saman við þetta tækifæri. Tekið er fram að ekki verður hægt að taka við greiðslukortum (debet eða kredit).
...
Meira
Búðardalsdeild Rauða kross Íslands, en Reykhólahreppur heyrir undir hana, óskar eftir sjálfboðaliðum til að gerast heimsóknavinir. Þeirra hlutverk er að veita félagsskap, rjúfa einsemd og félagslega einangrun fólks með heimsóknum á einkaheimili og stofnanir. Undirbúningsnámskeið verður haldið þátttakendum að kostnaðarlausu í húsnæði deildarinnar að Vesturbraut 12 í Búðardal miðvikudaginn 4. nóvember kl. 18. Upplýsingar og skráning á námskeiðin í síma 434 1639 og 844 5858 eða í tölvupósti.
...
Meira
1 af 4
„Að gefnu tilefni sé ég ástæðu til að senda smápistil inn á Reykhólavefinn til að fjalla um tvö atriði, sem athygli mín hefur verið vakin á og tengjast Skógum og okkur sem þar erum að störfum“, segir Böðvar Jónsson í Skógum við Þorskafjörð. Annars vegar segir Böðvar að þess misskilnings virðist hafa gætt, að eigendur Skóga leggi við því bann að fólk af svæðinu fari inn í Hnausaskóg, gangi þar um og njóti gróðursins og skjólsins sem þar er að finna. Hins vegar segir Böðvar að nýlega hafi ákveðinn einstaklingur í sveitinni sett fram við hann snarpa gagnrýni vegna þess að gamli bærinn í Skógum var brenndur á sínum tíma.
...
Meira
Hér má glöggt sjá leið B sem Vegagerðin vill fara. Smellið á til að stækka.
Hér má glöggt sjá leið B sem Vegagerðin vill fara. Smellið á til að stækka.
Vegagerðin hyggst standa við fyrri áform um að nýr þjóðvegur verði lagður um Teigsskóg við Þorskafjörð og þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Vegamálastjóri segir að dómur Hæstaréttar sem féll í fyrradag komi ekki í veg fyrir þessa umdeildu vegarlagningu. Þetta kemur fram á fréttavefnum visir.is í dag. Þar segir einnig:
...
Meira
Jón Jónsson menningarfulltrúi.
Jón Jónsson menningarfulltrúi.
Nú er tæp vika til stefnu til að sækja um styrki til Menningarráðs Vestfjarða við seinni úthlutun á árinu 2009. Þegar eru komnar nokkrar ágætar umsóknir í hús, segir í tilkynningu. Umsóknarfrestur er til 30. október og sækja þarf um styrki til afmarkaðra menningarverkefna á Vestfjörðum. Umsóknir eru bornar saman á samkeppnisgrundvelli, þannig að fara þurfa saman áhugaverð verkefni og góðar umsóknir til að líkur séu á að styrkur fáist. Menningarráð Vestfjarða hefur skilgreint ákveðna áhersluþætti við hverja úthlutun fram að þessu og við seinni úthlutun 2009 verður litið sérstaklega til menningarverkefna sem fela í sér eftirtaldar áherslur:
...
Meira
Séð til Búðardals í fjarska.
Séð til Búðardals í fjarska.
Sveitarstjórn Dalabyggðar mótmælir þeirri forgangsröðun sem kemur fram í fjárlagafrumvarpi ársins 2010 og snýr að jöfnun námskostnaðar vegna búsetu. Um er að ræða um 40% lækkun á milli ára sé tekið tillit til verðlagsbreytinga. Þetta bitnar hart á þeim íbúum landsins sem ekki eiga þess kost að senda börnin sín í framhaldsskóla í heimabyggð. Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á þingmenn að breyta frumvarpinu í meðförum þingsins. Það er ljóst að skera þarf niður til að mæta halla á ríkisbúskapnum en það má ekki verða til þess að auka ójöfnuð. Á Íslandi á að vera jafn réttur til náms óháð efnahag eða búsetu.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30