18. nóvember 2009
Strandsvæði - sóknarfæri fyrir vestfirsk samfélög
Annar fundurinn í fjögurra funda röð um nýtingaráætlun fyrir strandsvæði við Vestfirði verður haldinn í íþróttahúsinu á Reykhólum á föstudagsmorgun, 20. nóvember kl. 10. Fyrsti fundurinn verður á veitingastaðnum Malarkaffi á Drangsnesi annað kvöld. Val fyrsta fundarstaðar er ekki tilviljun, segir í tilkynningu um fundina. „Hér er hrint af stað verkefni, hinu fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, þar sem sjónum er beint að nýtingu strandsvæðisins og því er viðeigandi að sá fundur sé haldinn á fjörukambi við mynni Steingrímsfjarðar.“ Þessir fundir eru öllum opnir sem áhuga hafa.
...
Meira
...
Meira