14. nóvember 2009
Gömul hús og gamlir bátar heyri undir sama sjóð
Gera verður betur í því að varðveita gömul mannvirki og handverk og miðla til ungra kynslóða. Þetta segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður í samtali við Ríkisútvarpið. Hún vill að verndun húsa og báta heyri undir sama sjóðinn. Margrét segir að síðustu ár hafi verið gert átak í að bjarga bátum, meðal annars með samvinnu sjóminjasafna. Mennta- og menningarmálaráðuneytið er að endurskoða lög um söfn, minjavernd og menningararf og meðal annars hefur verið rætt um bátafriðunarsjóð.
...
Meira
...
Meira