Tenglar

Úr Bátasafni Breiðafjarðar á Reykhólum.
Úr Bátasafni Breiðafjarðar á Reykhólum.
Gera verður betur í því að varðveita gömul mannvirki og handverk og miðla til ungra kynslóða. Þetta segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður í samtali við Ríkisútvarpið. Hún vill að verndun húsa og báta heyri undir sama sjóðinn. Margrét segir að síðustu ár hafi verið gert átak í að bjarga bátum, meðal annars með samvinnu sjóminjasafna. Mennta- og menningarmálaráðuneytið er að endurskoða lög um söfn, minjavernd og menningararf og meðal annars hefur verið rætt um bátafriðunarsjóð.
...
Meira
Háskólinn á Bifröst býður upp á rekstrarnám í fjarnámi fyrir konur sem hafa áhuga á að bæta rekstrarþekkingu sína. Máttur kvenna er 11 vikna námskeið sem hefst með vinnuhelgi á Bifröst. Kennsla fer svo fram í fjarnámi og geta þátttakendur hlustað á fyrirlestra á netinu og unnið verkefni hvenær sem þeim hentar. Náminu lýkur með vinnuhelgi og formlegri útskrift. Engar sérstakar forkröfur eru gerðar varðandi fyrra nám.
...
Meira

Leikfélagið Skrugga í Reykhólahreppi var endurvakið núna í haust en félag með sama nafni starfaði í héraðinu á árum áður. Formaður hinnar nýju Skruggu er Sólveig Sigríður Magnúsdóttir, líklega betur þekkt sem Solla Magg. Með henni í stjórn eru Ingibjörg Þór og Björk Stefánsdóttir en varamenn eru sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir og Andrea Björnsdóttir. Eins og ráða mætti af skipan stjórnar eru konur í miklum meirihluta í hinu nývakta leikfélagi. Á stofnfundinn komu fjórtán manns, þrettán konur og einn karl, en það var Gústaf Jökull Ólafsson, oddviti Reykhólahrepps. Síðan hafa fimm manns bæst í félagið, þar af tveir karlar, þannig að nú eru nítján manns í Skruggu.

...
Meira
12. nóvember 2009

Heilsugæslan í Búðardal

Hinar mörgu persónur tveggja leikenda.
Hinar mörgu persónur tveggja leikenda.
1 af 2
Kómedíuleikhúsið á Ísafirði sýnir vestfirska gamanleikinn vinsæla Heilsugæsluna eftir Lýð Árnason lækni í Dalabúð í Búðardal í kvöld, fimmtudagskvöldið 12. nóvember kl. 20.30. Miðasala við innganginn. Öll hlutverkin í leiknum eru í höndum þeirra Elfars Loga Hannessonar frá Bíldudal, sem núna eitt árið var bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar, og Margrétar Sverrisdóttur. Heilsugæslan er hápólitískt leikrit og umfjöllunarefnið brennandi á íslensku þjóðfélagi, ekki síst einmitt núna á erfiðum tímum niðurskurðar. Menningarráð Vestfjarða styrkir Heilsugæsluna.
...
Meira
Síldarréttir, grafinn lax, blandaðir sjávarréttir, hreindýrapaté, sveitapaté, appelsínu-andabringur, villigæsabringur, hrátt hangikjöt og lundi eru forréttirnir á hinu árlega jóla- og villibráðarhlaðborði sem verður núna á laugardagskvöldið (14. nóvember) í Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit. Þá eru ótaldir margvíslegir heitir og kaldir aðalréttir og eftirréttir. Þessu öllu fylgir söngur, glens og gaman. Veislustjóri að þessu sinni verður Óli Sæm spaugari á Patró, forstjóri Vestfirskrar húmorsgreiningar ehf. Alli Ísfjörð og Pálmi sjá síðan um fjörið á þessu elsta sumarhóteli landsins.
...
Meira
Vinnuþing Vatnavina Vestfjarða verður haldið á mánudag og þriðjudag, 16. og 17. nóvember, á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði á Ströndum. Þar munu Vatnavinir kynna frumlegar hugmyndir og skissur af baðstöðum Vatnavina Vestfjarða, sem og annað frumkvöðlastarf og ýmsar pælingar. Þarna mætir breiður hópur fulltrúa fyrirtækja í ferðaþjónustu og sérfræðingar tengdir heilbrigðum lífsstíl. Ráðstefnan er opin öllum. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að koma og fólk er beðið að skrá sig fyrir lok fimmtudags. Mörg áhugaverð erindi verða flutt eins og sjá má af upptalningunni hér fyrir neðan. Meðal þeirra sem erindi flytja er Sólrún Sverrisdóttir á Reykhólum.
...
Meira
Búðardalsdeild Rauða kross Íslands, en undir hana heyrir Reykhólahreppur, gengst í næstu viku fyrir námskeiði í sálrænum stuðningi. Það verður haldið í húsnæði deildarinnar í Búðardal miðvikudagskvöldið 18. nóvember og stendur frá kl. 18 til 22 (sex kennslustundir). Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja rifja upp eða öðlast færni og þekkingu í sálrænum stuðningi. Það er gagnlegt jafnt fyrir almenning, starfsmannahópa, starfsfólk með mannaforráð og sjálfboðaliða Rauða kross Íslands. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kynnist gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum. Þátttakendur læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju.
...
Meira
Frá úthlutun styrkja Menningarráðs á liðnu vori. Ljósm. Ágúst Atlason.
Frá úthlutun styrkja Menningarráðs á liðnu vori. Ljósm. Ágúst Atlason.
Háskólasetur Vestfjarða hefur tekið að sér að gera úttekt á starfsemi Menningarráðs Vestfjarða. Spurningaformið eða könnunin sem tengt er í hér fyrir neðan er liður í þessari úttekt. Könnunin er einkum ætluð þeim sem koma beint að menningarmálum á Vestfjörðum en er vissulega opin öllum þeim sem hafa áhuga á vestfirskum menningarmálum.
...
Meira
Björn Hafberg.
Björn Hafberg.
Björn Hafberg náms- og starfsráðgjafi verður á ferðinni um Reykhólasveit og Strandir á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða í þeirri viku sem nú fer í hönd og heldur námskeið um námstækni og prófkvíða bæði á Reykhólum og Hólmavík. Á Reykhólum verður námskeiðið í Reykhólaskóla á þriðjudag, 10. nóvember, og stendur kl. 18-21. Á Hólmavík verður námskeiðið í Þróunarsetrinu við Höfðagötu á fimmtudag og stendur einnig kl. 18-21. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og ekki þarf að skrá sig fyrirfram. Einnig verður hægt að fá viðtalstíma hjá Birni þessa daga.
...
Meira
Reykhólakirkja.
Reykhólakirkja.
Séra Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur messar á Reykhólum í dag á öðrum tíma en venjulega eða kl. 16. Kór Reykhólaprestakalls leiðir sönginn en Svavar Sigurðsson leikur á orgelið. Fermingarbörnin taka þátt í athöfninni. Eftir messu er kaffi á kirkjuloftinu.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30