Tenglar

Safnið á leið í réttina. Mynd: Sauðfjársetur á Ströndum.
Safnið á leið í réttina. Mynd: Sauðfjársetur á Ströndum.
Réttað verður í Króksfjarðarnesi eftir leitir í Gilsfirði og Geiradal 19. september (fyrri leit) og 3. október (seinni leit). Leitað er og réttað samdægurs. Um Þorskafjörð, Vaðalfjöll og Borgarland verður leitað 19. september (fyrri leit) og réttað í Kinnarstaðarétt daginn eftir kl. 11. Seinni leit á þessu svæði er 3. október. Á Reykjanesi verður leitað 18. september (fyrri leit) og 4. október (seinni leit) og dregið sundur samdægurs á Grund og Stað.
...
Meira
Hægri skórinn saknar bróður síns.
Hægri skórinn saknar bróður síns.
Eftir ballið á Reykhóladeginum tapaðist vinstri skór, rauður og ekki ólíkur Converse-skónum, fyrir þá sem vita hvað það er. Það merkilega við þennan skó er að hann er meira en 20 ára gamall og fer því að flokkast sem forngripur. Möggu og Gullu á Gróustöðum þætti mjög vænt um það ef einhver vissi af ferðum vinstri skósins. Fundarlaun eru ómetanlegt þakklæti. Á myndinni er hægri skórinn, en þeir eru að sjálfsögðu mjög líkir.
...
Meira
Áhugaverð frásögn ljósmyndarans Matt Willen (á ensku) um heimsókn að Reykhólum ásamt allmörgum myndum. Hann spjallar meðal annars við Eygló Kristjánsdóttur en kemur að öðru leyti víða við. Slóðin inn á þessa umfjöllun er hér.
...
Meira
Reykhóladagurinn 2009. Myndir Þ.Ó.
Reykhóladagurinn 2009. Myndir Þ.Ó.
1 af 8
Reykhóladagurinn sem haldinn er síðasta laugardaginn í ágúst hefur fest sig í sessi á síðustu árum og þátttakan verður stöðugt meiri. Að þessu sinni hófst dagskráin með tveimur viðburðum um morguninn. Annars vegar fóru nemendur úr Reykhólaskóla á móti nemendum Hólmavíkurskóla upp á Arnkötludal þar sem skipst var á vinakveðjum. Á sama tíma var Björn Samúelsson leiðsögumaður í gönguferð á Geitafell og tóku tíu manns þátt í þeirri ferð. Síðdegis var samfelld skemmtidagskrá við Hlunnindasýninguna þar sem allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi, svo sem hestaferðir, gamlar dráttarvélar, bátasýningu og hoppukastala. Á sveitamarkaðinum kenndi ýmissa grasa, ef svo má segja.
...
Meira
Skriðuland í Saurbæ.
Skriðuland í Saurbæ.
Í framhaldi af samtali við Sigurð Atlason, formann Ferðamálasamtaka Vestfjarða („Gengur ekki að loka um miðjan ágúst“) vill Dóróthea í Skriðulandi taka fram, að verslunin og veitingastaðurinn Skriðuland í Saurbæ eru með opið frá níu á morgnana til tíu á kvöldin fram eftir hausti. „Ennþá er á ferðinni mikið af bæði erlendum og innlendum ferðamönnum, miklu meira en undanfarin ár, og það er nauðsynlegt að veita þeim þjónustu. Fyrir nú utan það að Breiðafjarðarferjan Baldur verður fjarri góðu gamni í tvær vikur í seinni hluta þessa mánaðar vegna afleysingasiglinga til Vestmannaeyja og þá verður miklu meiri umferð hér í gegn“, segir Dóróthea.
...
Meira
Skipst á vinakveðjum á Arnkötludalsvegi á laugardag. Ljósm. Þórarinn Ólafsson.
Skipst á vinakveðjum á Arnkötludalsvegi á laugardag. Ljósm. Þórarinn Ólafsson.
Byrjað verður eftir helgi að leggja klæðningu á Arnkötludalsveg en með honum hverfur síðasti ómalbikaði kaflinn á leiðinni milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Verktakinn segir fátt geta komið í veg fyrir að vegurinn verði opnaður fyrir mánaðamót. Vestfirðingar fagna í dag vígslu Mjóafjarðarbrúar í Ísafjarðardjúpi en með henni losna þeir við síðustu malarkaflana á Djúpvegi. Kristján Möller samgönguráðherra klippir nú klukkan tvö á borðann á þessari tignarlegu stálbogabrú en athöfnin markar einhver mestu þáttaskil í samgöngumálum Vestfirðinga. Vígsluathöfnin verður á sjálfri brúnni. Eftir athöfnina verður boðið upp á veitingar í Reykjanesi.
...
Meira
Spurningakeppnin sem beðið var eftir fór fram á föstudagskvöld í íþróttasal Reykhólaskóla. Sex lið kepptu og voru smávægilegar mannabreytingar í liðunum frá því sem áformað var. Spyrill var Einar Örn Thorlacius fyrrverandi sveitarstjóri í Reykhólahreppi, stiga- og siðgæðisvörður var sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir en dómari var Eyjólfur Ingi frá Ásgarði í Dölum. Í úrslitarimmunni sigruðu þeir Rip, Rap og Rup en þeir heita að réttu lagi Gauti Karlsson, Ásbjörn Egilsson og Bragi Jónsson. Þeir sigruðu lið Hólakaupa með eins stigs mun en það lið skipuðu þau Elísabet Ýr Norðdahl, Arnór Ragnarsson og Indiana Ólafsdóttir.
...
Meira
Sigurður Atlason, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
Sigurður Atlason, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
„Það er að mínu mati reginhneyksli hvernig ástatt er fyrir ferðaþjónustunni á Vestfjörðum“, segir Sigurður Atlason, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða, þegar hann er spurður út í harðorða grein Rúnars Karlssonar sem birtist á fréttavefnum bb.is á Ísafirði. „Þegar um er að ræða fyrirtæki í þjónustugreinum, hvort sem við erum að tala um grunnþjónustu eins og mat eða afþreyingu eins og bátsferðir og söfn, þá ætti enginn að komast upp með að fleyta eingöngu rjómann ofan af ferðaþjónustunni og hafa ekki úthald í að klára allavega það tímabil sem við höfum verið að fjalla um undanfarin mörg ár. Það þarf að lengja ferðaþjónustutímabilið og það er alveg ljóst að það gengur ekki að loka um miðjan ágúst eða opna staði þegar liðið er á júnímánuð. Þetta er málefni sem Ferðamálasamtökin geta raunar kannski lítið gert í annað en að reyna að ná til aðila innan samtakanna“, segir Sigurður.
...
Meira
Ingólfur, Jóhanna og Ingibjörg á beinu brautinni fyrir ofan Seljanes.
Ingólfur, Jóhanna og Ingibjörg á beinu brautinni fyrir ofan Seljanes.
1 af 2
Ingólfur Sveinsson læknir og langhlaupari hljóp Haustlitahlaupið við Breiðafjörð bæði á föstudag og laugardag. Fyrri daginn hljóp hann frá Vattarnesi að Múla í Kollafirði en seinni daginn innan frá Kollabúðum í Þorskafirði að Reykhólum. Hvor áfanginn var 21 km eða því sem næst hálft maraþon. Seinni daginn hafði Ingólfur félagsskap frá Bjarkalundi því að leiðina þaðan og til Reykhóla hlupu með honum þær Ingibjörg K. Jakobsdóttir og Jóhanna Fríða Dalkvist. Sú vegalengd er nálægt því að vera fjórtán og hálfur kílómetri.
...
Meira
Stefnumót á Ströndum 2009. Ljósmyndir: Ágúst G. Atlason.
Stefnumót á Ströndum 2009. Ljósmyndir: Ágúst G. Atlason.
1 af 12
Atvinnu- og menningarsýningin Stefnumót á Ströndum var opnuð í gær á Hólmavík við hátíðlega athöfn, en hún stendur síðan fram til 15. september. Mikið var um dýrðir, en yfir 60 aðilar á Ströndum taka þátt í sýningunni, fyrirtæki, stofnanir og félög. Hefur mikil vinna verið lögð í að setja upp sýningarbása í félagsheimilinu á Hólmavík þar sem Strandamenn kynna allt það besta sem þeir hafa upp á að bjóða í atvinnulífi, menningarstarfi og mannlífi, á fjölbreyttan og fróðlegan máta. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem er verndari sýningarinnar, hélt hátíðarræðuna í tilefni dagsins. Einnig fluttu heimamenn á öllum aldri tónlistaratriði á hátíðardagskránni, kveðnar voru lausavísur og lesin vinakveðja úr Reykhólahreppi. Einnig hélt Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ræðu.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30