Tenglar

Allfornar hjólbörur (sjá meginmál).
Allfornar hjólbörur (sjá meginmál).
Vinnuskóli verður starfandi hjá Reykhólahreppi í sumar frá 8. júní til 18. júlí. Rétt til vinnu hafa unglingar fæddir á árunum 1993-96. Helstu verkefni verða sem fyrr garðsláttur og hreinsun opinna svæða, lítils háttar viðhaldsverkefni og annað tilfallandi. Flokksstjóri verður Jón Kjartansson eins og í fyrra.
...
Meira
Frá upptökum á Heiðinni í Króksfjarðarnesi í fyrra.
Frá upptökum á Heiðinni í Króksfjarðarnesi í fyrra.
Heiðin, kvikmynd Einars Þórs Gunnlaugssonar frá Hvilft, verður sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Sjanghæ sem stendur frá 13. til 21. júní. Þetta er stærsta kvikmyndahátíð í Kína og er nú haldin í tólfta sinn. Það er ekki nóg að komast í gegnum valnefnd hátíðarinnar til að komast þar að. Myndirnar þurfa auk þess að komast í gegnum tvær ritskoðunarnefndir, annars vegar borgarritskoðunina í Sjanghæ og hins vegar kvikmyndaritskoðun Kína í Peking.
...
Meira
Snemma í síðasta mánuði skoraði Byggðarráð Dalabyggðar á vegamálastjóra að bjóða hið fyrsta út framkvæmdir við endurbætur á veginum um Laxárdal, sem er þjóðleið milli Dala og Stranda og „ekki boðlegur eins og ástand hans er í dag“, eins og sagði í áskorun ráðsins. Nú hefur Vegagerðin boðið út endurgerð á 3,6 km kafla á Laxárdalsvegi frá slitlagsenda við Höskuldsstaði rétt austur fyrir Leiðólfsstaði. Verkinu skal að fullu lokið í nóvemberlok. Tilboð verða opnuð 26. maí.
...
Meira
Síðasti afgreiðsludagur fyrir árlega sumarlokun Héraðsbókasafns Reykhólahrepps verður á þriðjudaginn og verður þá opið kl. 16-18 eins og venjulega. Kennararnir Ásta Sjöfn og Kolfinna Ýr sem hafa umsjón með safninu hvetja alla sem eru með bækur í láni til að skila þeim og nota jafnframt tækifærið að taka bækur fyrir sumarið. Síðan er vonast til að allir sjáist hressir og kátir á nýjan leik að hausti í stærra húsnæði sem safninu hefur hlotnast í gamla íþróttasalnum í Reykhólaskóla.
...
Meira
Kort úr grunni Landmælinga Íslands.
Kort úr grunni Landmælinga Íslands.
Í fundarboði sem dreift hefur verið vegna aðalfundar Fornleifafélags Barðstrendinga og Dalamanna hefur dagsetning hans misritast. Fundurinn verður þriðjudaginn 19. maí en ekki á miðvikudag eins og þar stendur. Hann verður haldinn í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og hefst kl. 20. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mun Þorvaldur Friðriksson fornleifafræðingur og fréttamaður á Ríkisútvarpinu flytja erindi um keltnesk menningaráhrif við Breiðafjörð og í Dölum að fornu og nýju.
...
Meira
Af vef Kvennakirkjunnar.
Af vef Kvennakirkjunnar.
Hópur úr Kvennakirkjunni er í heimsókn í Reykhólaprestakalli núna um helgina og gistir á heimavist Reykhólaskóla. Fyrir hádegi í dag voru umræður um ábyrgð á eigin heilsu og lífshamingju. Eftir hádegið verður farið í vettvangsferð og síðan verður sungin messa í Reykhólakirkju kl. 17. Kvennakirkjan sem stofnuð var árið 1993 er sjálfstæður hópur sem starfar innan íslensku þjóðkirkjunnar og byggir starf sitt á kvennaguðfræði.
...
Meira
Smellið á kortin til að stækka þau.
Smellið á kortin til að stækka þau.
1 af 2
Sú ákvörðun Skipulagsstofnunar, að vegagerð milli Eiðs í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði við mörk Reykhólahrepps að vestanverðu skuli háð umhverfismati „... setur í uppnám og frestar fyrirsjáanlega bráðnauðsynlegum vegabótum á leið sem löngu er tímabært að sé lagfærð. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar þess að fullkomin óvissa ríkir um aðra vegagerð á þessum vegi, það er á leiðinni frá Þorskafirði að Skálanesi, með þverunum Gufufjarðar og Djúpafjarðar“, segir í bréfi sem Einar K. Guðfinnsson alþingismaður hefur ritað vegamálastjóra, en ásamt honum undirritar Ásbjörn Óttarsson alþingismaður bréfið.
...
Meira
Gilsfjörður - hlið Vestfjarða.
Gilsfjörður - hlið Vestfjarða.
Samkvæmt nýrri könnun Ferðamálastofu um ferðaáform Íslendinga innanlands má búast við líflegu ferðasumri innanlands í ár. Þar kemur fram að níu Íslendingar af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar, sem er hærra hlutfall en fyrri kannanir Ferðamálastofu hafa sýnt. Flestum finnast Vestfirðir það svæði sem sé mest spennandi til ferðalaga. Rúmlega 60% ætla eingöngu að ferðast innanlands, tæplega helmingur ætlar að eyða fleiri gistinóttum á ferðalögum innanlands í sumar en á síðasta ári og tveir þriðju ætla að fara að minnsta kosti þrjár ferðir.
...
Meira
Grettislaug.
Grettislaug.
Vegna árlegs vorviðhalds verður Grettislaug á Reykhólum lokuð næstu tvær vikurnar. Stefnt er að því að laugin verði opnuð á nýjan leik fyrir hvítasunnuhelgi eða föstudaginn 29. maí. Nánar verður auglýst síðar hvenær dagsins hún verður opin í sumar.
...
Meira
Aðalsteinn Valdimarsson á Bátasafni Breiðafjarðar á Reykhólum.
Aðalsteinn Valdimarsson á Bátasafni Breiðafjarðar á Reykhólum.
Starfsfólki og stjórnendum safna, setra og sögusýninga hefur verið boðið á stefnumót í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í kvöld og á morgun. Allt áhugafólk um safnastarf og sögutengda ferðaþjónustu er einnig velkomið. Hugmyndin er að þarna hittist fólk sem vinnur að þróun og uppbyggingu safna, setra og sýninga á Vestfjörðum, kynnist hvert öðru og beri saman bækur sínar, skiptist á reynslu og skoðunum, segi frá verkefnum sem verið er að vinna að og ræði um sameiginleg hagsmunamál og frekari möguleika til eflingar þessarar starfsemi.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30