Tenglar

Samkvæmt spá Veðurstofunnar og almennum horfum í héraði ætti að viðra vel á brennugesti við Sladdanaust neðan við Reykhólaþorp í kvöld, en kveikt verður í kestinum klukkan hálfníu. Hitinn er og verður nálægt frostmarki eða þar rétt fyrir neðan, hægur austlægur vindur og kannski smávegis él á stangli. Seint í kvöld og um miðnættið þegar skoteldagleðin er allra mest gerir Veðurstofan ráð fyrir því að létt hafi til, þannig að flugeldar ættu ekki að hverfa í skýjamóðu....
Meira
Torkennilegt Lionsfólk ...
Torkennilegt Lionsfólk ...
1 af 3
Fjóla Benediktsdóttir á Tindum í Geiradal hefur tekið mikinn fjölda skemmtilegra mynda sem hún vistar á vefsíðu sem kallast einfaldlega Myndasíða Fjólu. Þar getur að líta svipmyndir af fólki og viðburðum í héraðinu og ýmsu fleiru - en sjón er sögu ríkari. Meðal þess nýjasta á vefnum hjá Fjólu má nefna myndir sem hún tók á hátíðarhlaðborði í Bjarkalundi fyrir stuttu og myndir sem hún tók í ferð Lionsfólks í héraðinu til Írlands fyrr í vetur. Myndirnar þrjár sem hér fylgja eru sýnishorn úr þeirri syrpu....
Meira
Björgunarsveitin Heimamenn í Reykhólahreppi selur flugelda sér til fjáröflunar í björgunarsveitarhúsinu við Suðurbraut á Reykhólum kl. 13-22 í dag, þriðjudag, og kl. 13-16 á morgun, gamlársdag. Brenna verður 20.30 á gamlárskvöld við Sladdanaust við veginn niður að Þörungaverksmiðju, á sama stað og í fyrra....
Meira
Líkt og víðar um hátíðarnar er afgreiðslutíminn hjá útibúi Sparisjóðs Vestfirðinga í Króksfjarðarnesi með öðrum hætti en venjulega. Afgreiðslan sem að jafnaði er á hreppsskrifstofunni á Reykhólum á miðvikudögum verður þar kl. 9-11 í dag, þriðjudaginn 30. desember, og þá verður farið á dvalarheimilið Barmahlíð. Ekki verður farið í Þörungaverksmiðjuna að þessu sinni. Á morgun, gamlársdag, verður útibúið í Króksfjarðarnesi opið kl. 9-12 og síðan 2. janúar kl. 13-16....
Meira
Bókasafn Reykhólahrepps í húsakynnum Grunnskólans á Reykhólum er að jafnaði opið kl. 16-18 á þriðjudögum nema yfir sumarið. Í dag er safnið þó lokað en verður síðan opið á ný eins og venjulega á þrettándanum, þriðjudaginn 6. janúar. Þá er um að gera að líta inn og kíkja á jólabækur sem komnar eru og annan bókakost sem þar er að finna....
Meira
Stjórnvöld hafa sett á fót upplýsingamiðstöð vegna efnahagsástandsins á Íslandi. Forsætis- og utanríkisráðuneyti unnu að undirbúningi miðstöðvarinnar en fleiri ráðuneyti koma að efnisöflun og símaþjónustu. Markmiðið er að einfalda aðgengi almennings að upplýsingum um hvað eina sem viðvíkur efnahagsástandinu. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir, að mikilvægt sé að sem flestir viti hvar hægt er að leita heildstæðra upplýsinga um efnahagsvandann og úrræði fyrir einstaklinga og fyrirtæki....
Meira
Skrifstofuhús hreppsins við Maríutröð.
Skrifstofuhús hreppsins við Maríutröð.
Skrifstofa Reykhólahrepps verður lokuð föstudaginn 2. janúar. Hún verður opin eins og venjulega á morgun, þriðjudag 30. desember, og síðan verður hún opin á ný mánudaginn 5. janúar 2009....
Meira
Leiðin milli Flókalundar og Bjarkalundar er 124 km eða þrefalt maraþon.
Leiðin milli Flókalundar og Bjarkalundar er 124 km eða þrefalt maraþon.
1 af 3
Stefnt er að því að „haustlitahlaupið" milli Flókalundar og Bjarkalundar verði árlegur viðburður, en efnt var til þess í fyrsta sinn á nýliðnu hausti. Enda þótt fegurð sé afstætt hugtak mun ýmsum þykja sem fegurð náttúrunnar sé óvíða meiri en í mildilegu og samt fjölskrúðugu landslaginu á þessari leið. Milli Flókalundar og Bjarkalundar eru 124 km*), þar af eru réttir 100 km**) í Austur-Barðastrandarsýslu, sem Reykhólahreppur í núverandi mynd spannar alla. Mörkin eru við Skiptá í Kjálkafirði (sjá kortið), en þaðan eru 24 km vestur að Flókalundi. Fullt maraþonhlaup er liðlega 42 km, þannig að haustlitahlaupið við norðanverðan Breiðafjörð er nánast þrefalt lengra. Hins vegar yrðu eflaust skemmri vegalengdir í boði eftir hentugleikum hvers og eins, t.d. 10 km, hálfmaraþon (21,1 km) og heilt maraþon (42,2 km)....
Meira
99 vestfirskar þjóðsögur.
99 vestfirskar þjóðsögur.
Í jólabókaflóði þessa árs eru 99 vestfirskar þjóðsögur, 3. heftið, sem Finnbogi Hermannsson rithöfundur og fyrrverandi fréttamaður á Ísafirði tók saman að þessu sinni, söluhæsta bókin hjá Vestfirska forlaginu, að sögn Hallgríms Sveinssonar, bónda og bókaútgefanda á Brekku í Dýrafirði. Strandamenn í blíðu og stríðu, 100 gamansögur af Strandamönnum, sem Strandamaðurinn Kristjón Kormákur Guðjónsson tók saman, fylgir henni þó fast eftir. „Greinilegt er á þessu að Vestfirðingar og aðrir þeir sem kaupa Bækurnar að vestan vilja halda uppi gamanmálum", segir Hallgrímur, „og verður það að teljast skiljanlegt í skammdeginu og miðað við þá alvörutíma sem við lifum nú um stundir."...
Meira
Hrefna kynnir Heilsurjóðrið sitt.
Hrefna kynnir Heilsurjóðrið sitt.
1 af 4
Nokkru fyrir jólin lauk á Reykhólum námskeiðinu Vaxtarsprotar, sem staðið hafði í þrjá mánuði undir leiðsögn Viktoríu Ránar Ólafsdóttur, verkefnisstjóra hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða (Atvest). Vaxtarsprotar eru stuðningsverkefni sem hefur það markmið að hvetja til fjölbreytni í atvinnusköpun í sveitum og styðja við hana. Þátttakendur komu með hugmyndir sínar og gerðu viðskiptaáætlanir um þær. Viðfangsefnin voru mjög fjölbreytt, meðal annars á sviði matvælaiðnaðar, heilsueflingar, verkfærasmíði og ferðaþjónustu, eins og hér verður lítillega rakið nánar (þátttakendur og hugmyndir þeirra):...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30