Framlög í hugmyndabanka þorrablótsins óskast
Meira
„Mér fannst ánægjulegt að sjá frétt um skynsamlegar rannsóknir sem verið er að stunda á Tálknafirði. Þar er verið að rannsaka hvort ekki sé gott að ala saman bláskel og þorsk. Þetta er að vísu ekkert nýtt. Sameldi eða fjöleldi hefur verið stundað víða um heim í einhverjum mæli - og með ýmsum tegundum. Ég hef átt samtöl og umræður við fjölda vísindamanna um þessi mál - bæði evrópska og vestanhafs", segir dr. Þorleifur Ágústsson lífeðlisfræðingur, verkefnastjóri hjá Matís á Ísafirði.
...Eins dauði er annars brauð, segir máltækið, og það á vissulega við um beitukónginn á Breiðafirði, sem nýtur þess nú að síld hefur verið að drepast þar í stórum stíl, eins og segir á vef Ríkisútvarpsins í gær. Sjávarrannsóknarsetrið Vör í Ólafsvík annast rannsóknir á beitukóngi á Breiðafirði en veiðar á honum eru hvergi annars staðar stundaðar hér við land. Erla Björg Örnólfsdóttir, forstöðumaður Varar, segir aldrei nóg af beitukóngi. Hann hafi staðið undir allt frá 600 til 1000 tonna veiði á ári.
...Á nýliðnu ári var úrkoma á landinu mest að tiltölu við Breiðafjörð og víða á Vestfjörðum. Úrkoma var nærri meðallagi norðanlands og austan en yfir meðallagi um sunnan- og vestanvert landið. Þetta kemur fram í bráðabirgðayfirliti Veðurstofu Íslands um veðurfarið á árinu 2008. Árið byrjaði með mikilli úrkomutíð en þurrviðrasamt var framan af sumri. Mikið rigndi síðan í september. Hiti var óvenjulegur um sunnan- og vestanvert land í mánuðunum maí til júlí. Í Stykkishólmi er það einungis í maí til júlí 1933 sem var hlýrra en nú. Þar hefur verið mælt í yfir 160 ár.
...