Tenglar

Svona eru innleggskassarnir.
Svona eru innleggskassarnir.
1 af 2
Hugmyndabankastjórnin fyrir þorrablótið í Reykhólahreppi 2009 hefur tekið til starfa. Óskað er eftir framlögum af ýmsu tagi, svo sem gamanvísum, bröndurum, grínsögum, auglýsingum og hverju öðru skemmtilegu sem fólki dettur í hug. Þeir sem sótt hafa blótin á liðnum árum og áratugum ættu svo sem að vita eftir hverju er leitað. Útibú hugmyndabankans eru tvö, annað í versluninni Hólakaupum og hitt í Sparisjóðnum í Nesi. Þar hefur verið komið upp kössum sem minna einna helst á hraðbanka nema hvað ekki er hægt að taka út úr þeim heldur aðeins leggja inn. Framlög þurfa að hafa borist fyrir föstudag 16. janúar. Innistæðunnar verður svo notið sameiginlega á blótinu þegar þar að kemur....
Meira
Þörungaverksmiðjan í Karlsey. Ljósmynd Árni Geirsson.
Þörungaverksmiðjan í Karlsey. Ljósmynd Árni Geirsson.
1 af 2
Stjórn Þörungaverksmiðjunnar hf. á Reykhólum boðar til aukafundar hluthafa í fyrirtækinu á þriðjudaginn í næstu viku (sjá mynd nr. 2 - smellið á til að stækka). Á dagskránni verður meðal annars aðkoma bandaríska fyrirtækisins FMC Corporation að rekstrinum. Einnig eru á dagskránni kosning og skipun stjórnarformanns og formleg skipun framkvæmdastjóra Þörungaverksmiðjunnar, auk annarra mála sem kunna að verða borin upp....
Meira
Tóti við afgreiðsluborðið í fiskbúðinni.
Tóti við afgreiðsluborðið í fiskbúðinni.
1 af 2
Þórarinn Þorsteinsson (Tóti Þorsteins) frá Reykhólum er kominn í land og farinn afgreiða í fiskbúð á ný - eftir hálfrar aldar hlé. Hann hefur verið sjómaður að ævistarfi en tók sjópokann sinn heim í nýliðnum desember og selur nú fisk í staðinn fyrir að veiða hann. Síðast vann Tóti í fiskbúð þegar hann var þrettán og fjórtán ára eða fyrir um hálfri öld. Þá afgreiddi hann í fiskbúðinni hjá Halldóri Sigurðssyni í Vesturbænum í Reykjavík og vafði nætursöltuðum flökum og hausaðri ýsu inn í dagblöð fyrir kaupendur eins og þá tíðkaðist. Það var áður en sellófan og plastpokar riðu yfir Ísland....
Meira
Leyfileg efri mörk útsvarsprósentu hafa nú verið hækkuð. Flest sveitarfélög landsins nýta sér það og veitir ekki af. Einn reyndasti endurskoðandi landsins, Sveinn Jónsson, hvetur til þess í grein í Fréttablaðinu í dag, að lögum um skattlagningu einkahlutafélaga verði breytt, því að núverandi fyrirkomulag gagnist fyrst og fremst hátekjufólki og stuðli að misrétti í þjóðfélaginu. Afleiðing núgildandi laga um skattgreiðslur hlutafélaga og einkahlutafélaga sé sú, að sveitarfélög fái minni skatttekjur en ella væri. Nú sé verið að hækka útsvarsprósentuna og þannig sé hinn almenni launþegi að taka á sig verulegan hluta af eftirgjöfinni til sérréttindahópsins....
Meira
3. janúar 2009

Hvert erum við að stefna?

Dr. Þorleifur Ágústsson, lífeðlisfræðingur á Ísafirði.
Dr. Þorleifur Ágústsson, lífeðlisfræðingur á Ísafirði.

„Mér fannst ánægjulegt að sjá frétt um skynsamlegar rannsóknir sem verið er að stunda á Tálknafirði. Þar er verið að rannsaka hvort ekki sé gott að ala saman bláskel og þorsk. Þetta er að vísu ekkert nýtt. Sameldi eða fjöleldi hefur verið stundað víða um heim í einhverjum mæli - og með ýmsum tegundum. Ég hef átt samtöl og umræður við fjölda vísindamanna um þessi mál - bæði evrópska og vestanhafs", segir dr. Þorleifur Ágústsson lífeðlisfræðingur, verkefnastjóri hjá Matís á Ísafirði.

...
Meira
Beitukóngur.
Beitukóngur.
1 af 3

Eins dauði er annars brauð, segir máltækið, og það á vissulega við um beitukónginn á Breiðafirði, sem nýtur þess nú að síld hefur verið að drepast þar í stórum stíl, eins og segir á vef Ríkisútvarpsins í gær. Sjávarrannsóknarsetrið Vör í Ólafsvík annast rannsóknir á beitukóngi á Breiðafirði en veiðar á honum eru hvergi annars staðar stundaðar hér við land. Erla Björg Örnólfsdóttir, forstöðumaður Varar, segir aldrei nóg af beitukóngi. Hann hafi staðið undir allt frá 600 til 1000 tonna veiði á ári.

...
Meira
Kræklingur í fjöru.
Kræklingur í fjöru.
1 af 2
Tilraunir með kræklingseldi og þorskeldi í Tálknafirði ganga vel og nýtur hvor tegundin hinnar. Nokkuð vantar þó á að slíkt eldi geti orðið arðbær atvinnugrein, sagði á vef Svæðisútvarps Vestfjarða í gær. Þar kom fram að þorskurinn í eldiskvíunum í Tálknafirði hafi fengið sinn hátíðamat eins og aðrir og ekki fari á milli mála að hann kunni vel að meta jólasíldina. Kræklingur sem er í eldi við hliðina þrífst líka vel, en verið er að gera tilraun með að ala þessar tvær ólíku tegundir í hálfgerðu sambýli og eiga þær að njóta góðs hvor af annarri....
Meira
Seglbáturinn Vinfastur sem getið er í fréttinni. Mynd: HÞM.
Seglbáturinn Vinfastur sem getið er í fréttinni. Mynd: HÞM.
Reykhólamenn eru búnir að ákveða tímasetningu Bátadaganna á nýja árinu. Að þessu sinni verða þeir helgina 11. og 12. júlí. Farið verður á ennþá óvissum fjölda súðbyrðinga frá höfninni á Stað á Reykjanesi á laugardagsmorgni og komið við í eyjum á leiðinni til Flateyjar, þar sem gist verður um nóttina. Að Bátadögum stendur sami hópurinn sem undanfarin ár hefur unnið að uppbyggingu Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum (sjá ítarefni í fréttum sem tengt er við hér fyrir neðan). Vonast er til þess að sem flestir sem hafa yfir súðbyrtum sjófærum trébátum að ráða, gömlum sem nýjum, komi og verði með í ferðinni...
Meira
Séð frá Reykhólum yfir Breiðafjörð til Snæfellsjökuls í byrjun ágúst 2008. Mynd: HÞM.
Séð frá Reykhólum yfir Breiðafjörð til Snæfellsjökuls í byrjun ágúst 2008. Mynd: HÞM.

Á nýliðnu ári var úrkoma á landinu mest að tiltölu við Breiðafjörð og víða á Vestfjörðum. Úrkoma var nærri meðallagi norðanlands og austan en yfir meðallagi um sunnan- og vestanvert landið. Þetta kemur fram í bráðabirgðayfirliti Veðurstofu Íslands um veðurfarið á árinu 2008. Árið byrjaði með mikilli úrkomutíð en þurrviðrasamt var framan af sumri. Mikið rigndi síðan í september. Hiti var óvenjulegur um sunnan- og vestanvert land í mánuðunum maí til júlí. Í Stykkishólmi er það einungis í maí til júlí 1933 sem var hlýrra en nú. Þar hefur verið mælt í yfir 160 ár.

...
Meira
Tumi og branduglan.
Tumi og branduglan.
1 af 9
Við áramót er venja að líta yfir farinn veg. Hér á vef Reykhólahrepps er það gert með því að skoða svipmyndir frá liðnu ári, auk þess sem hér fyrir neðan er stiklað á stóru um vefinn sjálfan. Tíndar hafa verið saman allmargar myndir sem ýmsir hafa tekið og við ýmis tækifæri. Allar eiga myndirnar það sammerkt að hafa verið teknar á árinu sem er að kveðja og hafa birst hér á vefnum með einum eða öðrum hætti. Margar hafa fylgt fréttum, aðrar eru í myndasyrpunum sem öðru hverju eru settar í ljósmyndasafnið og enn aðrar eru úr myndasöfnum sem tengd eru hér á vefnum (sjá í valmyndinni til vinstri: Ljósmyndir > Myndasyrpur / Ýmis myndasöfn). Nýjasta myndasyrpan þar er einmitt sú sem hér um ræðir og ber yfirskriftina Svipmyndir ársins 2008....
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30