Tenglar

Magnús Ólafs Hansson.
Magnús Ólafs Hansson.
Stefnt er að því að gera samstarf Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða (Atvest), Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps markvissara og samræma það og tengja starfið einnig sérstaklega við Reykhólahrepp. Gerður hefur verið samningur milli Atvest og sveitarfélaganna í Vestur-Barðastrandarsýslu þess efnis, að Magnús Ólafs Hansson, sem áður var starfsmaður sveitarfélaganna, verður starfsmaður Atvest. Um er að ræða stöðugildi sem sveitarfélögin hafa aðgang að til atvinnumálaverkefna....
Meira
Ferðamálasamtök Vestfjarða (FMSV) hafa sent frá sér ályktanir þar sem mótmælt er niðurskurði í fjárlagavinnunni sem nú stendur yfir og beinist að málefnum ferðaþjónustu og Vestfjarðakjálkans. „Það er áberandi niðurskurður til verkefna í fjórðungnum sem hefur verið haft mikið fyrir að skapa undanfarin misseri", segir á fréttavefnum strandir.is. „Á Vestfjörðum urðu íbúar aldrei varir við þensluna en þurftu engu að síður að taka á sig niðurskurð þegar hann var boðaður til að slá á hana fyrir um ári síðan og svo aftur núna þegar góðærið svokallaða er frá."...
Meira
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða minnir á að nú er að hefjast sá tími að hinir ýmsu sjóðir auglýsi styrkfé sitt til úthlutunar, auk þess sem Impra á Nýsköpunarmiðstöð er að fara af stað með verkefni. Á þessum tímapunkti er mikilvægt, segir í tilkynningu frá Atvest, að þeir sem hafa hug á því að sækja um styrkfé skilgreini vel hvað á að sækja um og hafi skýr markmið með þeirri vinnu sem fyrirhuguð er. Atvest hefur í gegnum árin veitt aðstoð við yfirlestur, útfærslu og aðra ráðgjöf við styrkumsóknir og í sumum tilfellum hefur félagið unnið umsóknina í heild sinni í samstarfi við frumkvöðla eða fyrirtæki....
Meira
Reykhólakirkja. Myndin er tekin á bláfölu síðdegi 16. desember 2008.
Reykhólakirkja. Myndin er tekin á bláfölu síðdegi 16. desember 2008.
Aðventukvöld verður í Reykhólakirkju kl. 21 í kvöld, þriðjudag, eins og fram kemur í atburðadagatalinu efst í hægri dálki hér á vefnum. Þar hafa jafnframt verið settar inn upplýsingar um helgihald í Reykhólaprestakalli um jólin. Guðsþjónusta verður á dvalarheimilinu Barmahlíð síðdegis á aðfangadag og í Reykhólakirkju seint á aðfangadagskvöld. Á jóladag verða guðsþjónustur í Gufudal og Garpsdal og á annan í jólum að Staðarhóli í Saurbæ og á Skarði á Skarðsströnd. Nánari upplýsingar birtast með því að smella á dagsetningarnar á dagatalinu....
Meira
Peningaseðill frá tímum þegar hundrað krónur íslenskar þóttu mikið fé.
Peningaseðill frá tímum þegar hundrað krónur íslenskar þóttu mikið fé.
Útsvarsprósenta í Reykhólahreppi fyrir árið 2009 var á fundi hreppsnefndar sl. fimmtudag ákveðin 13,03% - „með fyrirvara um breytingu til hækkunar vegna frétta um hugsanlega heimild til þess", eins og segir í bókun. Sveitarfélög hafa lengi haft lítils háttar svigrúm hvað útsvarsprósentu varðar. Síðustu sjö ár hefur leyfilegt lágmark verið 11,24% en leyfilegt hámark 13,03%. Langflest sveitarfélög landsins og þar á meðal Reykhólahreppur hafa nýtt sér efri mörkin....
Meira
Impra og Ferðamálastofa óska eftir umsóknum um þátttöku í Krásum, sem er fræðslu- og þróunarverkefni í svæðisbundinni matargerð. Í verkefninu verður boðið upp á fræðslu auk faglegs og fjárhagslegs stuðnings við þróun og sölu matvæla. Þátttaka er opin einstaklingum og litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni, svo og samstarfshópum einstaklinga og lítilla fyrirtækja, sem óska eftir að vinna saman við þróun á matvörum. Matvörurnar þurfa að vera ákveðin nýjung en hafa um leið sterka skírskotun til viðkomandi svæða eða menningar. Verkefnin þurfa einnig að vera í sterkum tengslum við ferðaþjónustu, t.d. með sölu beint til ferðamanna, á sveitahótelum og gististöðum eða á veitingahúsum á landsbyggðinni....
Meira
Tölur 15. ágúst - 14. desember.
Tölur 15. ágúst - 14. desember.
Teljari hjá Google Analytics hefur mælt umferð um Reykhólavefinn síðustu fjóra mánuði. Á þeim tíma - frá og með 15. ágúst til og með 14. desember - eru heimsóknir á vefinn 22.923. Flettingar eru 96.280 eða 4,2 að meðaltali í hverri heimsókn. Með flettingum er átt við þann fjölda undirsíðna á vefnum sem heimsækjandi skoðar hverju sinni. Heimsóknir á dag eru 188 að meðaltali og flettingar á dag 789 að meðaltali á þessu tímabili. Tíminn sem heimsækjendur eru inni á vefnum hverju sinni er að meðaltali 2 mínútur og 42 sekúndur. Taka má fram, að vinna í umsjónarkerfi vefjarins kemur ekki fram í þessum mælingum....
Meira
Björn Samúelsson á Reykhólum siglir með farþega um Breiðafjörð.
Björn Samúelsson á Reykhólum siglir með farþega um Breiðafjörð.
Vefsíða Breiðafjarðarfléttunnar (www.flettan.is) hefur verið opnuð. „Þó að enn megi margt færa til betri vegar er hún komin á það stig að ég tel að við ættum ekki að bíða lengur með að kynna hana. Enska útgáfan fer í loftið fljótlega og síðan bætum við inn efni eftir því sem það berst, því að síðan verður í sífelldri endurskoðun á næstu vikum", segir Ingibjörg Þórhallsdóttir, verkefnisstjóri. Jafnframt biður hún um ábendingar varðandi það sem betur mætti fara á vefnum eða rangt mætti telja....
Meira
Upplýsingaskrifstofa ferðafólks á Reykhólum er væntanlega meðal hinna stöndugri sinnar tegundar hérlendis. Síðustu misserin hafa borist í netfang hennar tugir pósta þar sem tilkynnt er um stórvinninga af ýmsu tagi, sem henni hafi fallið í skaut, flesta upp á eina milljón dollara eða eina milljón evra hvern. Þar sem bókhaldið er ekki í mjög góðu lagi liggja heildartölur ekki fyrir. Fyrir utan þetta hafa skrifstofunni borist nokkur hjálparköll frá Nígeríu, þar sem óskað er eftir aðstoð við að endurheimta gríðarlega fjármuni úr ýmiss konar gíslingu gegn ríkulegu endurgjaldi....
Meira
Hólatröð 1-3 á Reykhólum. Í baksýn eru prestshúsið og læknishúsið gamla.
Hólatröð 1-3 á Reykhólum. Í baksýn eru prestshúsið og læknishúsið gamla.
1 af 7
Fyrri íbúðin í nýja parhúsinu að Hólatröð 1-3 á Reykhólum var afhent Reykhólahreppi fyrir stuttu og fór strax í útleigu. Hólatröð er nýr götustúfur samhliða vestasta hluta Hellisbrautar að ofanverðu, eins og glöggt má sjá á myndunum. Byggjandi hússins er fyrirtækið Þrjú ehf., sem er í eigu þeirra Bjarka Þórs Magnússonar og Eyglóar Kristjánsdóttur á Reykhólum. Reykhólahreppur keypti íbúðina að Hólatröð 1 (austurhluti hússins) rúmlega fokhelda á 15,7 milljónir króna en viðbótarsamningur um að fullgera íbúðina með grófjafnaðri lóð hljóðar upp á 6,2 milljónir, þannig að heildarverðið er 21,9 milljónir. Eftir er að ljúka húsinu að utan og bílskúr er ekki alveg tilbúinn ennþá....
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30