Tenglar

Jólakveðja frá Vegagerðinni.
Jólakveðja frá Vegagerðinni.
Allar leiðir sem hafa 7 daga þjónustu verða þjónustaðar á jóladag og nýársdag, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þó er miðað við að þjónustu ljúki um hádegi á langleiðum. Á öðrum helgidögum um jól og áramót er stefnt að því að þjónustu ljúki eigi seinna en klukkan 15 á langleiðum....
Meira
Vaðalfjöll, eitt af helstu kennimörkum Reykhólahrepps. Mynd: ÞÓ.
Vaðalfjöll, eitt af helstu kennimörkum Reykhólahrepps. Mynd: ÞÓ.
Fjölgað hefur um þrettán manns í Reykhólahreppi síðasta árið, samkvæmt nýbirtum tölum frá Hagstofu Íslands. Skráðir íbúar í hreppnum voru 266 hinn 1. desember í fyrra en voru 279 hinn 1. desember síðastliðinn. Á sama tímabili hefur íbúum á Reykhólum fjölgað um fjóra eða úr 129 í 133, þannig að heildarfjölgunin í hreppnum er að mestu í dreifbýlinu, þar sem fjölgað hefur um níu manns....
Meira
Merki Almannavarna.
Merki Almannavarna.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vekur athygli á viðvörun frá Veðurstofunni, en gert er ráð fyrir stormi víða um land en þó verður hvassast vestanlands. Einnig mun hlýna nokkuð um allt land ásamt því að gert er ráð fyrir rigningu um mest allt land seinnipartinn í dag og í kvöld. Mikilvægt er að fólk hreinsi vel frá niðurföllum og tryggi að úrkoma og leysingavatn eigi greiða leið í þau. Búast má við að mikið hækki í ám og að einhverjar ár flæði yfir bakka. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru í viðbragðsstöðu ef þörf krefur. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur fólk auk þess til að huga vel að lausum munum, fara varlega og fylgjast vel með fréttum af veðri og færð....
Meira
Vetrarsólhvörf á Reykhólum.
Vetrarsólhvörf á Reykhólum.
Vetrarsólhvörf (vetrarsólstöður) eru í dag. Þá er sólin lægst á lofti á norðurhveli jarðar en síðan tekur daginn að lengja á nýjan leik um eitt hænufet í senn. Að íslenskum tíma voru sólhvörfin að þessu sinni fjórar mínútur yfir klukkan tólf á hádegi. Rétt hádegi eða þegar sólin er í hásuðri og hæst á lofti var litlu síðar eða laust fyrir klukkan hálftvö. Á öðrum og þriðja tímanum gægðist sólin eldbjört til Reykhóla þar sem hún skreiddist með fjallgarðinum upp af Skarðsströndinni. Myndin er tekin kl. 13.13 þegar dagstjarnan lét geislum bregða á litla þorpið á Reykhólum eins og til að minna á bjartari tíma í vændum....
Meira
Hólakaup um nótt í svartasta skammdeginu.
Hólakaup um nótt í svartasta skammdeginu.
Afgreiðslutíminn í versluninni Hólakaupum á Reykhólum yfir jólin og áramótin er frábrugðinn því sem er venjulega, eins og vænta má. Þar má nefna, að einnig er opið á sunnudögum, bæði í dag og milli jóla og nýárs. Á Þorláksmessu er opið fram til kl. 20 og á aðfangadag kl. 9-13. Opið verður eins og hér segir:...
Meira
Myndina tók Árni Geirsson á kaldsömu flugi yfir Gilsfirði. Smellið til að stækka.
Myndina tók Árni Geirsson á kaldsömu flugi yfir Gilsfirði. Smellið til að stækka.
Þótt einungis fáir dagar séu til jóla virðist ekki ljóst hvort jólin við innanverðan Breiðafjörð verði hvít eða rauð, eins og kallað er. Snjór er ekki mjög verulegur en undanfarna daga hefur verið hraglandi af norðaustri öðru hverju og hiti yfirleitt skammt undir frostmarki. Svipað verður líklega á morgun, sunnudag, en síðdegis á mánudag er gert ráð fyrir því að vindur snúist til suðurs með hlýnandi veðri og rigningu. Á þriðjudag, Þorláksmessu, og fram á jóladag er síðan búist við allhvassri suðlægri átt með nokkurra stiga hita og rigningu eða skúrum....
Meira
Iðnaðarráðuneytið er reiðubúið að framlengja Vaxtarsamning Vestfjarða um eitt ár og til skoðunar er að lengja hann til enn lengri tíma, en gildistími samningsins er til ársloka 2008. Samningurinn verður hins vegar með breyttu fyrirkomulagi þar sem eingöngu iðnaðarráðuneytið mun fjármagna hann. Frá þessu var greint á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga fyrir skemmstu en leitað hefur verið álits þeirra aðila sem stóðu að gerð VV um val á verkefnum og ráðstöfun þess fjármagns sem er óráðstafað af eldri samningi. Skrifað var undir samninginn í maí 2005....
Meira
Jóladagatalið á Strandavefnum telur niður dagana til jóla með aðstoð brúðustráksins Tuma og barna í leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík. Þessa dagana hleypur Tumi um fjöll og firnindi að leita uppi jólasveinana. Á vegi hans verða krakkar og þau taka tal saman um jólin og jólaundirbúninginn. Nýtt myndband kemur inn á vefinn á hverjum degi með jólasveini dagsins hverju sinni. Núna þann 19. desember er það Skyrjarmur, sem líklega er þó betur þekktur sem Skyrgámur, og þar með eru fimm dagar til jóla....
Meira
Eins og undanfarin ár er samstarf um matarúthlutun fyrir jólin á milli Rauða krossins, Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar. Á mánudag var byrjað að senda matargjafir út á land. „Matarsendingar út  á land hafa tvöfaldast frá því í fyrra", segir á vef Rauða krossins. „Veruleg aukning er einnig í beiðnum um aðstoð í Reykjavík ... Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja hefur lagt samstarfinu lið með framlögum í vörum, fjármunum, aðstöðu og vinnuframlagi. Er þeim öllum þakkað rausnarlegt framlag sitt til verkefnisins."...
Meira
Hallgrímur Sveinsson, bóndi og útgefandi á Brekku í Dýrafirði.
Hallgrímur Sveinsson, bóndi og útgefandi á Brekku í Dýrafirði.
1 af 3
Bókaútgefandinn vestfirski Hallgrímur Sveinsson á Brekku í Dýrafirði hlaut að þessu sinni 200 þúsund króna framlag úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar í viðurkenningarskyni fyrir bókarkorn sem hann samdi og gaf út á síðasta ári. Kver þetta ber heitið Jón Sigurðsson forseti, lítil sögubók, og mun Hallgrímur bæði hafa dreift því til sölu og gjafa. Þar á meðal sendi hann öllum þingmönnum eintak. Hallgrímur Sveinsson var í áratugi staðarhaldari á Hrafnseyri við Arnarfjörð og hefur flestum öðrum mönnum fremur á síðari árum haldið nafni Jóns forseta, sögu hans og arfleifð á lofti. Fyrir mörgum árum ritaði Hallgrímur og gaf út miklu stærri bók um Jón Sigurðsson, eins konar alþýðlega samantekt, sem út kom bæði á íslensku og ensku og var mjög höfð til gjafa....
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30