Hallgrímur Sveinsson, bóndi og útgefandi á Brekku í Dýrafirði.
Jón Sigurðsson forseti. Lítil sögubók.
„Lýðhvöt að vestan.“
Bókaútgefandinn vestfirski Hallgrímur Sveinsson á Brekku í Dýrafirði hlaut að þessu sinni 200 þúsund króna framlag úr sjóðnum
Gjöf Jóns Sigurðssonar í viðurkenningarskyni fyrir bókarkorn sem hann samdi og gaf út á síðasta ári. Kver þetta ber heitið
Jón Sigurðsson forseti, lítil sögubók, og mun Hallgrímur bæði hafa dreift því til sölu og gjafa. Þar á meðal sendi hann öllum þingmönnum eintak. Hallgrímur Sveinsson var í áratugi staðarhaldari á Hrafnseyri við Arnarfjörð og hefur flestum öðrum mönnum fremur á síðari árum haldið nafni Jóns forseta, sögu hans og arfleifð á lofti. Fyrir mörgum árum ritaði Hallgrímur og gaf út miklu stærri bók um Jón Sigurðsson, eins konar alþýðlega samantekt, sem út kom bæði á íslensku og ensku og var mjög höfð til gjafa....
Meira