Tenglar

Dreifbýlisfólk verður enn um sinn að sætta sig við úrelta tækni.
Dreifbýlisfólk verður enn um sinn að sætta sig við úrelta tækni.
Svo virðist sem hinn gríðarlegi niðurskurður sem gert er ráð fyrir í tillögum til breytinga á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2009 snerti íbúa Reykhólahrepps lítið með beinum hætti nema í einu tilviki. Gert var ráð fyrir 410 milljón króna framlagi til Fjarskiptasjóðs auk 90 milljón króna sértekna á næsta ári. Samkvæmt tillögunum fellur þessi liður niður, „þannig að líklega er úti um háhraðanettengingar í dreifbýlinu, ef rétt er skilið", segir Jón Jónsson á Kirkjubóli á Strandavefnum. Hugsanlegt er jafnframt að fyrirhuguð lækkun á framlagi til niðurgreiðslu á upphitun íbúðarhúsnæðis geti haft einhver áhrif....
Meira
Ásgerður Þorleifsdóttir og Viktoría Rán Ólafsdóttir, verkefnastj. hjá Atvest.
Ásgerður Þorleifsdóttir og Viktoría Rán Ólafsdóttir, verkefnastj. hjá Atvest.
Nýlega reið Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða á vaðið með verkefni í matartengdri ferðaþjónustu. Ferðamönnum á Vestfjörðum fer stöðugt fjölgandi, en það gefur aukin tækifæri til að kynna matvöru með sérkennum hvers svæðis fyrir sig. „Þannig nýtist hugmyndaflug heimamanna í vöruþróun, hönnun og framsetningu, sem eykur verðmæti vörunnar og sýnileika staðbundinnar matarmenningar svæðisins. Settur hefur verið af stað forverkefnishópur, sem kemur úr röðum vestfirskra matvælaframleiðenda og framreiðenda ásamt Atvest. Samstarfið mun ná til fyrirtækja og einstaklinga í vinnslu á fiski, kjöti, mjólkurafurðum, grænmeti, drykkjarvöru og fleiri afurðum, ásamt verslunum, ferðaþjónustuaðilum og veitingastöðum", segja þær Ásgerður Þorleifsdóttir, Guðrún Eggertsdóttir og Viktoría Rán Ólafsdóttir, verkefnastjórar Atvest, í ítarlegri grein hér á vefnum....
Meira
Sannkallaður jólasvipur er kominn á verslunina Hólakaup á Reykhólum. Þar má finna flest það sem þarf í jólaundirbúninginn, auk jólagjafa af ýmsu tagi, ekki síst handa yngstu kynslóðinni. Í tilboðshillunni kennir ýmissa grasa á sérlega góðu verði: „Maður verður alltaf að hafa eitthvað á tilboði", segir Elísabet Ýr Norðdahl, sem tók við rekstri búðarinnar í byrjun nóvember. „Ég reyni að halda verðinu niðri eins og hægt er", segir hún, „en vörurnar hafa hækkað mjög mikið hjá birgjunum að undanförnu, sumt alveg rosalega mikið. Ég fæ hálfgert áfall þegar ég er að reikna þetta út."...
Meira
Bergsveinn á Gróustöðum sýnir gestum á Ólafsdalshátíð kræklinginn.
Bergsveinn á Gróustöðum sýnir gestum á Ólafsdalshátíð kræklinginn.
„Það þarf mikinn búnað til að hreinsa skelina og segja þeir í Kanada að það þurfi 4000 tonn til þess að reka fullkomna pökkunarstöð. Þessi pökkunarstörf verða í fyrstu í Eyjafirði en hugmyndir eru uppi um að Eyfirðingar flytji verksmiðjuna til Búðardals eða í Króksfjarðarnes því það stefnir í að Vestfirðingar verði stærstir í kræklingarækt innan fárra ára og því yrði best að hafa verksmiðjuna miðsvæðis", segir Jón Örn Pálsson, verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða....
Meira
Sólroði í morgunhúmi. Ljósm. hþm.
Sólroði í morgunhúmi. Ljósm. hþm.
Myndin var tekin á elleftu stundu í morgun. Þá var enn ekki fullbjart af degi á Reykhólum við Breiðafjörð en í suðaustri var sólarglenna sem brá einkennilegum roða á skýin. Þegar kemur fram í desember hlaupa margir undir bagga með himintunglunum í baráttunni við langmyrkur skammdegisins. Jólaseríur af mannavöldum blikna þó í samanburði við aðventuskreytingar almættisins....
Meira
Oddbjarnarsker. Myndin er fengin af vef Breiðafjarðarnefndar. Sjá nánar neðst í meginmáli.
Oddbjarnarsker. Myndin er fengin af vef Breiðafjarðarnefndar. Sjá nánar neðst í meginmáli.
1 af 2
Lokið er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði vegna ársins 2009. Umsóknir að þessu sinni voru 161 og sótt var um styrki samtals að fjárhæð 229 milljónir króna. Úthlutað var 56 styrkjum að fjárhæð samtals 30,4 milljónir króna. Þar af eru veittir 10 styrkir að fjárhæð samtals 6,2 milljónir króna til verkefna á Vestfjarðakjálkanum og í héruðunum kringum Breiðafjörð. Meðal þeirra er hæsti styrkurinn sem veittur var, tvær milljónir króna til endurreisnar Listasafns Samúels í Selárdal við Arnarfjörð. Fornleifafélag Barðstrendinga og Dalamanna (forsvarsmenn Björn Samúelsson og Uggi Ævarsson) fékk kr. 400 þúsund til þess að skrá fornleifar í Oddbjarnarskeri og flétta skráninguna saman við eyjamenningu Breiðafjarðar....
Meira
Elfar Logi Hannesson.
Elfar Logi Hannesson.
Kómedíuleikhúsið á Ísafirði hefur gefið út hljóðbókina Þjóðsögur af Ströndum. Þetta er fjórða hljóðbókin sem leikhúsið gefur út en hinar fyrri eru Þjóðsögur úr Vesturbyggð, Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ og Þjóðsögur úr Bolungarvík. Sú fyrsta er uppseld og aðeins eru örfá eintök eftir af Þjóðsögum úr Ísafjarðarbæ. Hljóðbækurnar hafa hitt í mark enda er hér um að ræða vandaða útgáfu á gömlu góðu íslensku þjóðsögunum....
Meira
Fyrir helgina var lokið við að tengja gsm-senda Vodafone á Hjallahálsi, Klettshálsi og Kleifaheiði. Með tilkomu þeirra batnar samband á fyrrgreindum vegaköflum til muna. Einnig var kveikt á Tetra-sendum á Klettshálsi og Kleifaheiði, en það mun styrkja samband á dauðum svæðum á þessum leiðum. Núna í vikunni verður síðan tengdur gsm-sendir á Mikladal milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar. Sendarnir eru settir upp af Vodafone fyrir Fjarskiptasjóð og eru því öllum símafyrirtækjum opnir....
Meira
Gömul úrklippa úr BB / bb.is.
Gömul úrklippa úr BB / bb.is.
Vestfirska vikublaðið Bæjarins besta (BB) á Ísafirði og fréttavefurinn bb.is standa nú að kjöri Vestfirðings ársins í áttunda sinn. Hér skal minnt á þetta í ljósi þess, sem stundum gleymist, að Reykhólahreppur (Austur-Barðastrandarsýsla) er hluti af Vestfjarðakjálkanum og hluti af svæðinu sem kjörið nær til. Til þess að taka þátt í kosningunni er notað sérstakt form efst á forsíðu bb.is - Veljið Vestfirðing ársins 2008. Kosningin stendur til áramóta....
Meira
Skjöldur Eyfjörð.
Skjöldur Eyfjörð.
Skjöldur Eyfjörð kemur í heimsókn vestur á gamlar slóðir og heldur tónleika í Reykhólakirkju annað kvöld, sunnudagskvöld. Á efnisskránni verða íslensk dægurlög, enskar ballöður og jólalög, allt í ljúfari og fallegri kantinum. „Ég hlakka rosalega til að koma og syngja á staðnum þar sem ég byrjaði að syngja", segir Skjöldur. „Þarna ólst ég upp og fólkið mitt er þarna úr sveitinni. Ég byrjaði að syngja í þessari kirkju þegar ég var lítill og það er ekki heppilegri staður til að halda fyrstu tónleikana en einmitt þar. Ég elskaði að fara í kirkjuna þegar ég var lítill og fór í allar messur og í sunnudagaskólann vegna tónlistarinnar. Þegar ég kem að Reykhólum, þá er ég að koma heim."...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30