13. desember 2008
Háhraðatengingar í dreifbýli væntanlega slegnar af
Svo virðist sem hinn gríðarlegi niðurskurður sem gert er ráð fyrir í tillögum til breytinga á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2009 snerti íbúa Reykhólahrepps lítið með beinum hætti nema í einu tilviki. Gert var ráð fyrir 410 milljón króna framlagi til Fjarskiptasjóðs auk 90 milljón króna sértekna á næsta ári. Samkvæmt tillögunum fellur þessi liður niður, „þannig að líklega er úti um háhraðanettengingar í dreifbýlinu, ef rétt er skilið", segir Jón Jónsson á Kirkjubóli á Strandavefnum. Hugsanlegt er jafnframt að fyrirhuguð lækkun á framlagi til niðurgreiðslu á upphitun íbúðarhúsnæðis geti haft einhver áhrif....
Meira
Meira