Tenglar

Jólavaka með tónlist, upplestri og bingói verður í Tjarnarlundi í Saurbæ á morgun, sunnudag, og hefst klukkan 15. Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólasveit gengst fyrir samkomunni en allir eru velkomnir, ungir jafnt sem eldri. Á boðstólum verður kaffi og meðlæti. Aðgangur er ókeypis en bingóspjöldin eru seld....
Meira
Guðmundur H. Ingólfsson.
Guðmundur H. Ingólfsson.
1 af 3
Á stjórnarfundi í Krabbameinsfélagi Breiðfirðinga, sem haldinn var í Búðardal í gær, afhenti Jóna Valgerður Kristjánsdóttir félaginu kr. 75.000 að gjöf til minningar um eiginmann sinn, Guðmund H. Ingólfsson, sem lést úr krabbameini árið 2000. Guðmundur hefði orðið 75 ára hinn 6. október sl. hefði honum enst aldur. Jafnframt færði Jóna Valgerður félaginu þakkir fyrir að hafa gefið út jólakort með vatnslitamyndum, sem Grétar Þ. Hjaltason listmálari málaði og gaf félaginu til minningar um Guðmund heitinn. Kortin eru til sölu hjá öllu stjórnarfólki Krabbameinsfélags Breiðfirðinga, en stjórnin er þannig skipuð:...
Meira
Á fullveldishátíð Reykhólaskóla, sem var haldin í íþróttahúsinu föstudagskvöldið 28. nóvember, var breytt út af vananum og sköpuð kaffihúsastemning, sem heppnaðist mjög vel. Eins og fyrri ár var foreldrafélagið með kaffisölu og gátu gestir því gætt sér á gómsætu kaffibrauði undir skemmtiatriðum nemenda. Krakkarnir í 1. og 2. bekk klæddu sig upp sem bakarar og sungu piparkökusönginn góða með kennarann sinn, Ástu Sjöfn, í broddi fylkingar. Krakkarnir í 3.-5. bekk fluttu frumsamin ljóð við góðan orðstír. Nemendur 6.- 8. bekkja léku Herramennina skemmtilegu og nemendur í 9.-10. bekk stjórnuðu spurningakeppni ásamt því að kynna atriðin. Kvöldinu lauk með því að hljómsveitin „Smámæltu rassálfarnir" sem skipuð er strákum úr 9. og 10. bekk spilaði þrjú lög við góðar undirtektir gesta....
Meira
Hætt hefur verið við að leggja niður svæðisútvarpsstöðvarnar á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Fyrir síðustu helgi var tilkynnt að rekstri þeirra yrði hætt um áramótin. Fram kemur í tilkynningu frá Páli Magnússyni útvarpsstjóra, að síðustu daga hafi fjölmargir hollvinir svæðissendinganna hvatt til þess að ekki verði gripið til þessara sparnaðaraðgerða þrátt fyrir erfiða rekstrarstöðu RÚV. Ljóst sé að hlustendur á landsbyggðinni telja svæðissendingarnar veigamikinn þátt í þjónustu fyrirtækisins....
Meira
Þang- og þaraflutningaskipið Karlsey við bryggju í Karlsey.
Þang- og þaraflutningaskipið Karlsey við bryggju í Karlsey.
1 af 2
Þaraböð eru lítið þekkt hérlendis þótt þau séu í boði víða annars staðar í heiminum. Nú styttist hins vegar í að fólk geti skellt sér í þarabað hér á landi. Hugmyndina hafa þær Sólrún Sverrisdóttir og Svanhildur Sigurðardóttir á Reykhólum þróað, en nóg er af þaranum þar í kring. Þær fóru að gera tilraunir á eigin skinni, í bókstaflegri merkingu, með því að setja þaramjöl frá Þörungaverksmiðjunni í hitaveituvatn í heitum potti. Útkoman var, eins og Sólrún orðar það, algjör sæla....
Meira
Þeir sem hafa í hyggju að hlaða bálkesti til þess að kveikja í þeim á gamlárskvöld eða á þrettándanum, eða ætla að sækja um leyfi til sölu flugelda og til flugeldasýninga yfir hátíðarnar, skulu sækja um slík leyfi fyrir 6. desember. Vegna umsóknar um brennu, flugeldasýningu eða sölu flugelda skal tilgreina lögráða ábyrgðarmann og leggja fram vottorð frá vátryggingafélagi um ábyrgðartryggingu. Með umsókn um stóra brennu (sjá neðar) og sölu flugelda skal fylgja skriflegt starfsleyfi heilbrigðiseftirlits....
Meira
Þorleifi Eiríkssyni (til vinstri á myndinni) sýnt beinið.
Þorleifi Eiríkssyni (til vinstri á myndinni) sýnt beinið.
Hagnaður varð af rekstri Náttúrustofu Vestfjarða á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi stofunnar fyrir árið 2007, sem lagður var fyrir bæjaryfirvöld í Ísafjarðarbæ í gær. Rekstrargjöld námu 45,6 milljónum króna á móti 31,7 milljónum 2006. Rekstrartekjur voru 48,2 milljónir en voru 31 milljón árið 2006. Athyglisvert má telja, að opinber stofnun af þessu tagi skuli skila hagnaði. Þar til á síðasta ári sá Bolungarvíkurkaupstaður einn um rekstur Náttúrustofunnar en þá komu Súðavíkurhreppur og Ísafjarðarbær einnig að rekstrinum....
Meira
Karri í kjarri.
Karri í kjarri.
Rjúpnaveiðitímanum lauk núna um mánaðamótin. Að þessu sinni stóð hann allan nóvembermánuð fjóra daga vikunnar og voru veiðidagarnir því átján eins og á síðasta ári. Hlutfall unga í veiðinni er svipað og þegar rjúpan er í uppsveiflu, að sögn Ólafs K. Nielsen, fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun. Ólafur hefur aldursgreint vængi rjúpna sem veiðimenn hafa sent stofnuninni. Nú þegar hafa tæplega 900 vængir verið greindir og er ungahlutfallið 77%. Flestir vængir hafa borist frá Norðausturlandi, eða 436, og þar er ungahlutfallið 76%. Næst koma Vestfirðir með 254 vængi og þar er ungahlutfallið 82%. Mun færri vængir hafa borist frá öðrum landsvæðum....
Meira
Litlibær í Skötufirði.
Litlibær í Skötufirði.
Námskeið ætlað húsasmiðum og öðrum sem áhuga hafa á viðhaldi gamalla mannvirkja verður haldið á Patreksfirði í lok þessarar viku eða föstudagskvöldið 5. desember og laugardaginn 6. desember. Á námskeiðinu verður fjallað um undirstöður og burðarvirki eldri timburhúsa og farið yfir frágang bæði utanhúss og innan. Skoðuð verða gömul hús sem hefur verið gert við og hús sem þarfnast viðgerða. Einnig verður farið yfir undirbúning viðgerða og sögu og þróun húsbygginga á Íslandi. Tilgangur námskeiðsins er m.a. að efla þekkingu í heimahéraði á endurbótum gamalla húsa....
Meira
30. nóvember 2008

Vestfirðingar standi saman

Þorgeir Pálsson frkvstj. Atvest. Ljósm. bb.is.
Þorgeir Pálsson frkvstj. Atvest. Ljósm. bb.is.
1 af 2

„Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða kemur nú fram undir nýju merki. Merkið er tákn fyrir þær breytingar sem hafa fylgt í kjölfar stefnumótunar félagsins, sem hófst snemma í vor. Starfsmenn og stjórn Atvest hafa unnið að gagnrýnni naflaskoðun, endurhugsað hlutverk og markmið félagsins og sameinast um nýja framtíðarsýn. Sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar hafa tekið þessum breytingum vel og stutt þá hugsun sem þær tákna", segir Þorgeir Pálsson, frkvstj. Atvest, í grein hér á vefnum undir fyrirsögninni Breytingar!

Lokaorðin eru þessi: „Um leið og Atvest þakkar Vestfirðingum góðar og sérlega jákvæðar viðtökur við nýjum áherslum og breytingum, skorum við á Vestfirðinga, sveitarstjórnir, fyrirtæki og einstaklinga að standa saman í því verkefni að koma í veg fyrir að kreppan verði stærsta afsökun síðari tíma fyrir enn frekara svelti og aðgerðaleysi gagnvart atvinnu- og menningarlífi á Vestfjörðum!"

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30