Tenglar

Hér inn á vefinn hefur nú verið settur dálkur fyrir smáauglýsingar og annað smálegt sem fólk vill koma á framfæri við náungann. Inn í þennan dálk er farið með því að smella á Smáauglýsingar í valmyndinni hér til vinstri. Þetta er gert til reynslu fyrst um sinn til að sjá hvort einhverjir vilja notfæra sér þjónustu af þessu tagi. Reynslan sker síðan úr um framhaldið. Leiðbeiningar eru í inngangsorðum efst í dálkinum....
Meira
Með Eyjasiglingu á Reykhólum út í Breiðafjarðareyjar.
Með Eyjasiglingu á Reykhólum út í Breiðafjarðareyjar.
Birt hefur verið skýrsla um niðurstöður könnunar sem gerð var meðal ferðafólks sem lagði leið sína um Vestfjarðakjálkann á nýliðnu sumri. Lagður var fyrir ferðamenn spurningalisti þar sem meðal annars var spurt um ástæður fyrir komunni vestur, hvernig upplýsinga var aflað og hvernig þær nýttust, um þjónustu á Vestfjörðum sem ferðafólk nýtti sér og hversu ánægt það var með hana, sem og ánægju með ferðina í heild. Könnunin gefur mynd af því hverju ferðamenn hafa helst áhuga á að kynnast eða upplifa á ferð sinni um Vestfirði og hvar þeir eru líklegir til að leita sér upplýsinga. Þá er reynt að leiða í ljós hvaða þættir hafa helst áhrif á ánægju ferðafólksins....
Meira
Mbl. 29. okt. 1989. Smellið á til að stækka og lesa.
Mbl. 29. okt. 1989. Smellið á til að stækka og lesa.

Svæðisútvarp Vestfjarða á Ísafirði verður lagt niður um áramót og sama gildir um svæðisstöðvarnar á Akureyri og Egilsstöðum. Þetta er liður í sparnaðaraðgerðum Ríkisútvarpsins sem kynntar voru í dag. Þrátt fyrir þetta er haft eftir Óðni Jónssyni fréttastjóra RÚV í samtali við mbl.is, að ekki sé hægt að líta svo á, að verið sé allt að því að leggja svæðisútvörpin niður, heldur þvert á móti. Verið sé að hætta með svæðisbundnar útsendingar, en fólkinu sem verði eftir verði ætlað að setja inn fréttir á landsrásir RÚV. Hvað sem þessari túlkun fréttastjórans líður, þá blasir við, að Svæðisútvarp Vestfjarða verður lagt niður. Horfið verður til þess sem var fyrir stofnun þess, en þá var um árabil starfandi fréttamaður á Ísafirði, sem annaðist einnig dagskrárgerð.

...
Meira
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða ásamt aðilum frá ferðaþjónustunni, verslunum, veitingahúsum, framleiðendum og bændum hefur að undanförnu unnið að verkefni er snýr að matvælaframleiðslu í fjórðungnum og matartengdri ferðaþjónustu. Eitt af markmiðum verkefnisins er að gera vestfirsk matvæli sýnileg og aðgengileg fyrir bæði heimamenn og ferðamenn. Hannað verður vörumerki sem mun einkenna vestfiskar afurðir og mun verða notað í allri kynningu og markaðssetningu. Svipuð verkefni hafa áður verið unnin hérlendis. Dæmi um slíkt er Matarkistan Skagafjörður....
Meira
Til skoðunar er að framlengja samning ríkisins um Breiðafjarðarferjuna Baldur vegna fyrirsjáanlegra tafa á framkvæmdum við Vestfjarðaveg í Gufudalssveit og Vatnsfirði. Fyrir nokkru féll dómur þar sem felldur var úr gildi hluti úrskurðar umhverfisráðherra um vegagerð í Gufudalssveit. Þess vegna liggur ekki fyrir hvar endanlegt vegastæði verður og á meðan er ekki hægt að bjóða verkið út eða hefja framkvæmdir. Líka er óljóst um áformaða vegagerð í Vatnsfirði....
Meira
Fullveldishátíð Reykhólaskóla verður haldin í íþróttahúsinu á Reykhólum á morgun, föstudaginn 28. nóvember, og hefst kl. 20. Aðgangseyrir að hátíðinni er 350 krónur. Foreldrafélagið verður með kaffisölu. Allir eru velkomnir og bæði nemendur og kennarar Reykhólaskóla vonast til að sjá sem flesta....
Meira
Jón á Kirkjubóli.
Jón á Kirkjubóli.
1 af 2

Eins og fram kemur í fréttinni hér á undan hefur verið ákveðið að fresta samningi vegna háhraðatenginga í dreifbýli og þá jafnframt framkvæmdum við verkefnið. Í frétt á vefnum bb.is á Ísafirði, sem ber yfirskriftina Stjórnvöld hafa margsvikið landsbyggðina, segir að menningarfulltrúi Vestfjarða, Jón Jónsson á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð, sé ósáttur við þessa frestun á „mikilvægustu aðgerð í byggðamálum síðustu ára sem landsbyggðin hafi verið margsvikin um".

Kristján Möller samgönguráðherra segir lengingu gildistíma útboðanna vera sameiginlega ákvörðun samgönguráðuneytisins og Símans, sem átti lægsta tilboðið. Ráðherra segir verkefnið ekki í hættu en framkvæmdatíminn sé þó óljós. Þegar tilboð voru opnuð í byrjun september sagði ráðherrann að framkvæmdir myndu taka eitt ár.

...
Meira
Tilboð sem bárust í útboði háhraðanetsambands á landsbyggðinni voru opnuð í byrjun september en nú hefur verið ákveðið að framlengja gildistíma útboðsins til 20. janúar. Ástæðan er það ástand sem nú ríkir í efnahagsmálum. Vonir eru sagðar standa til þess að samningar um framkvæmd verkefnisins megi takast áður en hinn framlengdi gildistími tilboðanna rennur út. Hins vegar er ljóst, að því mun seinka vegna þessarar tafar....
Meira
Námskeið um fjármál heimilanna verður haldið annað kvöld, miðvikudagskvöld, í Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði og jafnframt með fjarfundabúnaði á Patreksfirði og Hólmavík. Fjallað verður um þætti eins og greiðslubyrði lána, greiðsluerfiðleika, verðbólgu, sparnað og heimilisbókhald. Námskeiðið hefst kl. 18 og stendur til kl. 21. Kennari er Henný Hinz, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands....
Meira
Mynd úr vefmyndavél Arnarsetursins á liðnu sumri.
Mynd úr vefmyndavél Arnarsetursins á liðnu sumri.
1 af 4
Við síðari úthlutun þessa árs á styrkjum Menningarráðs Vestfjarða hlaut Arnarsetur Íslands í Reykhólasveit kr. 700.000 til hönnunar og undirbúnings sýningar. Af öðrum styrkjum má nefna, að Fornleifafélag Barðstrendinga og Dalamanna fékk kr. 100.000 til verkefnisins Kuml í Berufirði - rafræn miðlun. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði á föstudag. Alls voru veittir 52 styrkir að upphæð samtals 17,4 milljónir og voru einstakir verkefnastyrkir á bilinu frá 50 þúsund krónum og upp í eina. Nokkrir aðilar fengu styrki til tveggja verkefna....
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30