Nýtt: Dálkur fyrir smáauglýsingar og fleira smálegt
Meira
Svæðisútvarp Vestfjarða á Ísafirði verður lagt niður um áramót og sama gildir um svæðisstöðvarnar á Akureyri og Egilsstöðum. Þetta er liður í sparnaðaraðgerðum Ríkisútvarpsins sem kynntar voru í dag. Þrátt fyrir þetta er haft eftir Óðni Jónssyni fréttastjóra RÚV í samtali við mbl.is, að ekki sé hægt að líta svo á, að verið sé allt að því að leggja svæðisútvörpin niður, heldur þvert á móti. Verið sé að hætta með svæðisbundnar útsendingar, en fólkinu sem verði eftir verði ætlað að setja inn fréttir á landsrásir RÚV. Hvað sem þessari túlkun fréttastjórans líður, þá blasir við, að Svæðisútvarp Vestfjarða verður lagt niður. Horfið verður til þess sem var fyrir stofnun þess, en þá var um árabil starfandi fréttamaður á Ísafirði, sem annaðist einnig dagskrárgerð.
...Eins og fram kemur í fréttinni hér á undan hefur verið ákveðið að fresta samningi vegna háhraðatenginga í dreifbýli og þá jafnframt framkvæmdum við verkefnið. Í frétt á vefnum bb.is á Ísafirði, sem ber yfirskriftina Stjórnvöld hafa margsvikið landsbyggðina, segir að menningarfulltrúi Vestfjarða, Jón Jónsson á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð, sé ósáttur við þessa frestun á „mikilvægustu aðgerð í byggðamálum síðustu ára sem landsbyggðin hafi verið margsvikin um".
Kristján Möller samgönguráðherra segir lengingu gildistíma útboðanna vera sameiginlega ákvörðun samgönguráðuneytisins og Símans, sem átti lægsta tilboðið. Ráðherra segir verkefnið ekki í hættu en framkvæmdatíminn sé þó óljós. Þegar tilboð voru opnuð í byrjun september sagði ráðherrann að framkvæmdir myndu taka eitt ár.