Vegagerð á tveimur hæðum?
Niðurstaða Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra varðandi Vestfjarðaveg 60 veldur miklum vonbrigðum. Það má sjá af viðbrögðum heimamanna, sem við höfum séð síðustu dægrin. Í raun felur tillaga ráðherrans í sér að farið skuli með veginn í Gufudalssveitinni um hálsana, Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Það er sú leið sem heimamönnum hugnast síst. Ljóst er að vegagerð um hálsana leysir ekki samgönguvandann á þessum slóðum. Markmið vegagerðarinnar hlýtur þó að vera sú að færa vegamál á þessu svæði eins og annars staðar í landinu inn á 21. öldina. Það er samdóma álit heimamanna sem gleggst þekkja til, að tillaga ráðherrans geri það ekki.
...Meira