Tenglar

13. september 2011

Vegagerð á tveimur hæðum?

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.

Niðurstaða Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra varðandi Vestfjarðaveg 60 veldur miklum vonbrigðum. Það má sjá af viðbrögðum heimamanna, sem við höfum séð síðustu dægrin. Í raun felur tillaga ráðherrans í sér að farið skuli með veginn í Gufudalssveitinni um hálsana, Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Það er sú leið sem heimamönnum hugnast síst. Ljóst er að vegagerð um hálsana leysir ekki samgönguvandann á þessum slóðum. Markmið vegagerðarinnar hlýtur þó að vera sú að færa vegamál á þessu svæði eins og annars staðar í landinu inn á 21. öldina. Það er samdóma álit heimamanna sem gleggst þekkja til, að tillaga ráðherrans geri það ekki.

...
Meira
Pétur Bjarnason.
Pétur Bjarnason.
1 af 4

Líklega þarf ekki að fjölyrða um ófremdarástandið sem Vestur-Barðstrendingar hafa búið við í vegamálum áratugum saman, svo oft sem um það er rætt og ritað. En lítið annað gerist. Ég viðurkenni að ég gladdist mjög þegar Ögmundur Jónasson tilkynnti, eftir ferð sína vestur í sumar, að nú myndi hann beita sér fyrir „ásættanlegri“ lausn og úrbótum. Þeim mun sárara var að hlusta á það í fréttum RÚV á föstudag að leysa ætti málið með því að þæfast sömu fjallvegina og fyrr og fara leið sem hafnað hefur verið æ ofan í æ af okkur sem eigum að aka þessa vegi og forsvarsmönnum sveitarfélaganna. Þetta er köld vatnsgusa framan í okkur og mun herða hnútana í deilum um þessi mál frekar en leysa þá.

...
Meira
Hrefna Jónsdóttir.
Hrefna Jónsdóttir.

„Leið A hefur töluvert minni áhrif á umhverfið en leið B. Við getum ekki leyft okkur að líta framhjá umhverfisþáttunum. Ef við göngum of nærri náttúrunni verður lítið sem ekkert eftir fyrir komandi kynslóðir. Það verður að hugsa út í framtíðina þegar farið er í svona stór verkefni. Það verður að hugsa um samfélagið í heild“, segir Hrefna Jónsdóttir um kosti í vegamálum í Reykhólahreppi sem hafa verið umræðuefni og deiluefni árum saman.

...
Meira
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Í gúrkutíð sumarsins hófst duggunarlítil umræða um landbúnaðarmál. Ekkert er undan því að kvarta að menn hefji máls á því sem þeir telja brýnt, nema að því leytinu að í umræðunni var öllum hlutum snúið á haus. Þannig var það sem síst skyldi gert tortryggilegt og ósanngjörnum vopnum því beitt gegn íslenskum landbúnaði. Tilefni þessa greinarkorns er að bregðast við því.

...
Meira
5. júlí 2011

Áskorun á Vegagerðina

Kristinn frá Gufudal.
Kristinn frá Gufudal.

Áður hef ég rökstutt ítarlega þá skoðun varðandi leiðarval í Reykhólahreppi, að vegfylling skuli gerð yfir Þorskafjörð, Djúpafjörð og Gufufjörð. Að mínu áliti ber Vegagerðinni að athuga veglínu í flæðarmáli neðan sjávarbakka við Þorskafjörð í landi Þórisstaða, Grafar og Hallsteinsness. Þar eru víða gróðurlitlir melar og klettar í um 30-40 m hæð yfir sjó. Sú leið er á náttúruminjaskrá eins og flestar fjörur við Breiðafjörð. Má þar nefna veginn í friðlandi í Vatnsfirði og veg í umhverfismati um Kjálkafjörð og Mjóafjörð.

...
Meira
13. apríl 2011

Teigsskógur og leið B

Gunnlaugur Pétursson.
Gunnlaugur Pétursson.

Þórólfur Halldórsson skrifaði nýlega pistil á Reykhólavefinn og á bb.is um leið B og það gerði einnig Úlfar B. Thoroddsen, sem telur „óbilgjarna afstöðu landeigenda á Hallsteinsnesi“ hafa staðið í vegi fyrir þessari leið. Þetta sama álit kemur fram í fréttaskýringu í Morgunblaðinu þann 8. apríl, þar sem ekki er hægt að skilja annað en að eingöngu „landeigendur hafi staðið í vegi fyrir leið B“. Þar stendur einnig að „Hæstréttur hafi ógilt úrskurð umhverfisráðherra vegna galla í umhverfismati. Þetta hvort tveggja er auðvitað ekki rétt eins og sést hér að neðan. Það var ekki umhverfismatið sem féll í Héraðsdómi og í Hæstarétti vegna galla, heldur úrskurður fyrrverandi umhverfisráðherra í kjölfar þess. Þess má geta að bæði dómstig voru fjölskipuð, 3 dómarar í Héraðsdómi og 5 í Hæstarétti, og enginn þeirra skilaði sératkvæði.

...
Meira
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.

Umræðan um Vestfjarðaveg 60 í Gufudalssveitinni hefur þegar sannað gildi sitt. Frumvarp okkar Ásbjörns Óttarssonar og Gunnars Braga Sveinssonar sem mælt hefur verið fyrir á Alþingi gerir ráð fyrir að lögfest verði svo kölluð B-leið. Það er að vegur verði lagður út með Þorskafirði vestanverðum, þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar, frá Hallsteinsnesi, að Grónesi og yfir á Melanes, innan til við Skálanes á milli Djúpafjarðar og Kollafjarðar. Þessi leið er vel undirbúin og ef Alþingi samþykkir, er ljóst að hægt er af tæknilegum ástæðum að hefjast mjög fljótt handa við framkvæmdir. Um eitt þúsund Vestfirðingar hafa nú hvatt okkur þingmenn til þess að styðja við þessa leið. Um hana hefur verið víðtæk samstaða heimamanna, þar með talið sveitarstjórnarmanna.

...
Meira
Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.

Langt seilist fyrrverandi sýslumaður Barðstrendinga, Þórólfur Halldórsson, í svari við grein minni um um vegamál á Vestfjörðum, þegar hann fullyrðir að „alþingismaður í Norðvesturkjördæmi skuli nú kjósa að tali máli sérhagsmuna aðstandenda eyðibýlanna Grafar og Hallsteinsness gegn leið B sem fer um hlaðið hjá þeim, og gera lítið úr áralangri baráttu íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum.“ Hafi sýslumaðurinn fylgst með málflutningi mínum og blaðaskrifum ætti honum að vera ljóst að þessi ummæli standast enga skoðun.

...
Meira
5. apríl 2011

Leið B takk – núna

Þórólfur Halldórsson.
Þórólfur Halldórsson.

Allar götur frá því fyrir árið 2000 hafa sveitarstjórnarmenn og íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum sem einn maður barist fyrir vegabótum á Vestfjarðavegi nr. 60 milli Bjarkalundar og Flókalundar. Fram að þessu hefur hið pólitíska litróf engu skipt. Það er því miður ef þetta gríðarlega hagsmunamál er nú að færast í flokkspólitísk hjólför.

...
Meira
Eyvindur Magnússon.
Eyvindur Magnússon.

Í framhaldi af grein Guðrúnar Eggertsdóttur, verkefnastjóra AtVest, sem birt er á vef Byggðastofnunar, var ég beðinn um að skrifa um okkar reynslu hér á Reykhólum af því sem grein hennar fjallar um. Hólakaup er í grunninn matvöruverslun / söluturn en með sýnishorn af gjafavöru og ritföngum og auk þess olíuvörur og eldsneytissjálfsala. Við höfum rekið þessa verslun í tæpt ár, þannig að ágæt reynsla er komin á þetta. Sem betur fer höfðum við töluverða reynslu í þessu því annars hefði útkoman orðið önnur.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30