Tenglar

Regína Sigurðardóttir.
Regína Sigurðardóttir.

Mál er til komið að stjórnvöld opinberi stefnu sína í málefnum landsbyggðarinnar - og segi okkur umbúðalaust hvort samfélögin á landsbyggðinni eigi sér lífs von. Undanfarin ár hefur niðurskurðarhnífurinn verið á lofti. Hörð atlaga hefur verið gerð að grunnþjónustu hvar sem er í dreifðari byggðum. Síðastliðið haust sýndu íbúar víðs vegar um landið hug sinn í verki er þeir slógu skjaldborgir um heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar í sínum heimabyggðum - til þess að mótmæla harkalegum áformum um niðurskurð á fjárveitingum til þessara stofnana. Sem betur fer var tekið tillit til þessara mótmæla, en bara til eins árs. Nú búa stjórnendur þessara stofnana sig undir aðra atlögu.

...
Meira
Kristinn Bergsveinsson.
Kristinn Bergsveinsson.

Einelti gagnvart börnum og unglingum, og vissulega fullorðnum líka, er ólíðandi óhæfa. Gildir ekki hið sama þegar byggðum sem berjast fyrir tilveru sinni eru meinaðar samgöngubætur? Fólk búsett á höfuðborgarsvæðinu ásamt samtökum umhverfissinna og ráðuneyti umhverfismála leggur þessar byggðir í einelti í nafni náttúruverndar. Er fólkið hér fyrir vestan ekki hluti af náttúrunni? Á það ekki sama rétt á samgöngum og aðrir landsmenn? Hafa líffræðingar enn ekki áttað sig á því, að engu máli skiptir fyrir viðkomu arnarstofnsins þótt vegur sé lagður nálægt hreiðurstæðum eða jafnvel yfir þau? Jú, þeir virðast vera farnir að átta sig á því, að minnsta kosti dr. Þorleifur Eiríksson, forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða.

...
Meira

Fyrir nokkrum dögum sendi Kristinn Bergsveinsson frá Gufudal athugasemdir til Skipulagsstofnunar sem birtar voru hér fyrir neðan. Svar barst Kristni í dag en stofnunin leitaði til Vegagerðarinnar varðandi álit á erindi hans. Svarpóstur Skipulagsstofnunar fer hér á eftir.

...
Meira
29. september 2011

Vegagerð í Gufudalssveit

Það er orðið langt síðan ég setti staf á blogg en nú get ég ekki þagað lengur (þó sumir vildu það kannski). Það sem mér liggur þungt á hjarta núna, og það mjög þungt, er þróun mála í sveitinni minni, Gufudalssveit. Sú stefna sem vegalagning um Gufudalssveitarhluta Reykhólahrepps er þeim sem hana ætlar að taka með einvaldi sínu til ævarandi minkunnar og skammar, innanríkisráðherranum Ögmundi Jónassyni. Mest sátt og vonir eru við láglendisveg yfir Þorskafjörð frá Kinnarstöðum og þaðan út með Þorskafirði gegnum Gröf og Teigsskóg út á Hallsteinsnes, þaðan yfir Djúpafjörð og Gufufjörð í Skálanes. Þá er komið saman við nýjan veg sem nær samfellt yfir Klettsháls en í Múlasveit er enn kafli fyrir Litlanes þar sem á að fara í framkvæmdir á næstunni.

...
Meira
26. september 2011

Vegagerð í Reykhólahreppi

Össur Sig. Stefánsson.
Össur Sig. Stefánsson.

Nýleg ákvörðun innanríkisráðherra að endurgera gamla og úrelta fjallvegi vekur undrun mína. Árið 1993 fékk fjölskyldan spildu undir Ódrjúgshálsi hjá Samúel Zakaríassyni í Djúpadal fyrir sumarhús. Fjaran frá botni Þorskafjarðar og í Grónes er á náttúruminjaskrá og þurfti ég því að sækja um leyfi Náttúruverndarráðs á þeim tíma. Það fékkst með þeim skilyrðum að landið næði ekki að sjó né giljum og enginn vegur yrði lagður. Var því allt efni og búnaður borið niður stíg með ærinni fyrirhöfn.

...
Meira
Kristinn frá Gufudal.
Kristinn frá Gufudal.

Vegagerðin leggur til (veglína A) að í mynni Mjóafjarðar sé vegurinn á 14 m dýpi en í Kjálkafirði á 6 m dýpi. Byggja þarf viðlegukanta fyrir pramma sem flytja efni í fyllingu svo að hægt sé að byggja og brúa. Í Kjálkafirði er Tvíhólmi um 600-700 m innan veglínu Vegagerðarinnar. Þar er dýpi 0 m á fastri fjöru og hægt að keyra út efni og byggja brú á hefðbundinn hátt.

...
Meira
24. september 2011

Skynvillutoppar við Fretvog

Ljótahlíð í Reykhólahreppi þykir afar fögur, segir í pistlinum.
Ljótahlíð í Reykhólahreppi þykir afar fögur, segir í pistlinum.
1 af 2

Allt sem íslenskt er þykir agalega merkilegt. Að minnsta kosti í augum Íslendinga. Þess vegna höldum við hátíðlega dag íslenskrar tungu og dag íslenskrar náttúru. Hvort tveggja fléttast svo saman í alíslenskum örnefnum á alíslenskri náttúru. Mörg örnefnanna er ekki auðvelt að læra við fyrstu heyrn. Ætli maður til dæmis að finna á korti Hnífla þá eru þeir norðan Gjóstu, vestan við Gapuxa, skammt frá Skrauti, norðaustan af Kisu og Klifshagavallakvísl. En þótt örnefni hljómi undarlega í fyrstu verða þau æ eðlilegri með aukinni notkun, eins og Trékyllisvík, Surtsey eða Saurbær.

...
Meira
21. september 2011

Athygli – já takk

Hildur Jakobína Gísladóttir.
Hildur Jakobína Gísladóttir.

Nú stendur yfir evrópsk vitundarvika um athyglisbrest og ofvirkni (ADHD). Þeir sem eru með ADHD eru með frávik í þeim hluta heilans sem stjórnar athygli og virkni. Það þýðir að taugaboð í þeim hluta heilans eru trufluð (taugaþroskaröskun) og því eiga þeir í erfiðleikum með að einbeita sér, eru eirðarlausir og lenda oft í vandræðum. Orsakir ADHD eru af líffræðilegum toga og hafa ekkert að gera með slakt uppeldi foreldra eða lélegar kennsluaðferðir.

...
Meira
18. september 2011

Plan B við leið B

Oddur Guðmundsson.
Oddur Guðmundsson.

Það er góð regla að eiga alltaf til „plan B“ eins og kallað er og Vestfirðingum er eiginlegt að hafa alltaf eitthvað upp á að hlaupa. Þetta á við í vegagerð eins og öllu öðru og á við um „leið B“ eins og aðrar leiðir. Þegar vaðið er yfir okkur með frekju og yfirgangi á skítugum skónum verðum við að finna okkur aðra leið. Það er til ágætis plan B við leið B, að vísu nokkru dýrara en samt örugglega ódýrara en jarðgöng undir Hjallaháls.

...
Meira
Kolbrún Pálsdóttir.
Kolbrún Pálsdóttir.

Nýlega var haldinn fundur hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, þar sem lögð var áhersla á bættar vegasamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum (eins og gert hefur verið a.m.k. sl. 20-30 ár). Fundarmenn lýstu ánægju sinni með frumkvæði og sýndan vilja innanríkisráðherra til að höggva á þann hnút sem skapast hefur vegna uppbyggingar Vestfjarðavegar 60. Einnig lagði Fjórðungsþingið áherslu á að áhrif framkvæmda á samfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum verði í forgangi og hvergi hvikað frá þeim markmiðum að koma á heilsárssamgöngum á láglendisvegi. Sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum vilja að vegurinn fari þvert um Djúpafjörð og Gufufjörð. Vegagerðin hefur lagt til að farin verði svokölluð B-leið, sem þýðir þverun fjarðanna. Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum hafa sent undirskriftalista til ríkisstjórnar með beiðni um bættar vegasamgöngur og þar með að þessir firðir verði þveraðir. Þeir sem leggjast á móti þessum framkvæmdum eru landeigendur, náttúruverndarsamtök og einstakir þingmenn og ráðherrar.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30