Fólk á landsbyggðinni komið í spor músarinnar
Mál er til komið að stjórnvöld opinberi stefnu sína í málefnum landsbyggðarinnar - og segi okkur umbúðalaust hvort samfélögin á landsbyggðinni eigi sér lífs von. Undanfarin ár hefur niðurskurðarhnífurinn verið á lofti. Hörð atlaga hefur verið gerð að grunnþjónustu hvar sem er í dreifðari byggðum. Síðastliðið haust sýndu íbúar víðs vegar um landið hug sinn í verki er þeir slógu skjaldborgir um heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar í sínum heimabyggðum - til þess að mótmæla harkalegum áformum um niðurskurð á fjárveitingum til þessara stofnana. Sem betur fer var tekið tillit til þessara mótmæla, en bara til eins árs. Nú búa stjórnendur þessara stofnana sig undir aðra atlögu.
...Meira