Tenglar

Líklega hafa flestir margt þarfara að iðja en liggja á netinu, eins og það er kallað. Ýmsir líta þó öðru hverju inn á vef Reykhólahrepps og renna yfir fréttirnar í miðdálkinum á forsíðunni. Þar standa nú sex fréttir hverju sinni en voru fimm til skamms tíma. Þegar ný frétt kemur efst hverfur sú neðsta af forsíðunni. Því er þessi pistill skrifaður einmitt núna, að í gær og fyrradag voru birtar samtals níu fréttir. Þegar slíkt gerist eru fréttir fljótar að hverfa niður.
...
Meira
Úlfar B. Thoroddsen.
Úlfar B. Thoroddsen.

Það var góð grein sem Kristinn Bergsveinsson frá Gufudal birti á vefjunum reykholar.is og bb.is fyrir skömmu og ber yfirskriftina: Um vegamál í Gufudalssveit fyrr og nú. Rekur hann í stuttu máli samgöngumál Gufudalssveitar frá 1950 fram til þessa. Þeim fer ört fækkandi sem vita hvað íbúar þeirrar sveitar og annarra bjuggu við í samgöngum fyrr á tímum. Sem betur fer hafa samgöngur batnað nokkuð í Gufudalssveit á 60 árum. Samt vantar verulega á að þær teljist sambærilegar við það, sem flestir landsmenn búa nú við í þeim efnum og telja til sjálfsagðra lífsþæginda. Það slæma og ótrúlega varðandi samgöngur í Gufudalssveit felst í því, að enn sér alls ekki til lands varðandi áformaðar, brýnar endurbætur í þeim efnum. Dregnar voru upp þrjár veglínur til skoðunar en tvær voru lagðar til hliðar.

...
Meira
18. mars 2011

Siðferði og internetið

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir.
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir.

Eru umgengnisreglur sem við höfum komið okkur saman um í hinu daglega lífi ekki notaðar þegar kemur að hegðun eða skrifum á hinu svokallaða interneti? Gerum við okkur ekki nógu vel grein fyrir jákvæðum og neikvæðum eiginleikum netsins? Fólk verður að gera sér grein fyrir því að þau skrif sem það sendir frá sér í netheima, bæði í gegnum fésbókina, bloggsíður eða heimasíður, eru opinber skrif sem koma fyrir augu margra. Íbúar Reykhólahrepps ættu að taka sér til fyrirmyndar gott siðferði þegar kemur að opinberum skrifum.

...
Meira
13. mars 2011

Ólafsdalsfélagið

Ólafsdalur í Gilsfirði er meðal merkustu sögu- og minjastaða við Breiðafjörð. Þar hóf fyrsti bændaskóli landsins starfsemi í júní árið 1880 og var starfræktur til ársins 1907 undir stjórn frumkvöðulsins og hugsjónamannsins Torfa Bjarnasonar og Guðlaugar Zakaríasdóttur. Í Ólafsdal var mikið brautryðjendastarf unnið, ekki síst á verklega sviðinu. Merkar jarðræktarminjar í Ólafsdal frá tímum Ólafsdalsskólans eru enn að mestu óraskaðar og í búnaðarsögulegu tilliti afar merkilegar.

...
Meira
Eyjólfur Ingvi Bjarnason.
Eyjólfur Ingvi Bjarnason.

Miklar breytingar hafa átt sér stað í innlendum mjólkuriðnaði á síðustu árum. Nýverið bárust fréttir um að mjólkurlager á Ísafirði hefði verið aflagður og mjólkurvörum nú dreift úr Reykjavík tvisvar í viku. Einnig var staða mjólkurbússtjóra í Búðardal og á Ísafirði lögð niður og sameinuð stöðu mjólkurbústjóra á Egilsstöðum með aðsetur í Reykjavík. Að sögn forstjóra eru breytingarnar í þágu hagræðingar og til að styrkja rekstur minnstu mjólkursamlaganna. Upphaf allra þessara breytinga má rekja til sameiningar flestra mjólkursamlaga landsins í rekstrarfélagið Mjólkursamsöluna ehf.
 

...
Meira
Kristinn frá Gufudal.
Kristinn frá Gufudal.

Vegur vestur í Gufudalssveit opnaðist árið 1950. Í tuttugu og fimm ár var sá vegur þannig, að hann lokaðist oft strax þegar fyrst gerði verulega snjóa og var síðan lokaður fram til vors. Kaupfélag Króksfjarðar bjargaði bændum með því að opna verslun á Skálanesi árið 1954. Mjög lítill samgangur var úr Gufudalssveit yfir veturinn, enda oft kaldir og snjóþungir vetur á þeim árum.

...
Meira
Kristinn Bergsveinsson.
Kristinn Bergsveinsson.

Undirritaður lagði fram tillögu um að fela sveitarstjórn að þrýsta á að hafist verði handa að brúa Þorskafjörð milli Kinnarstaða og Þórisstaða, samkvæmt áfanga I og svæðisskipulagi. Tillagan var felld með 9 atkvæðum gegn 5. Nefni hér lítið dæmi um sparnað í skólaakstri hreppsins - og reikni svo hver fyrir sig sem þarna fer um.

...
Meira
14. febrúar 2011

Staðreyndir um ferðakostnað

Þorgeir Pálsson.
Þorgeir Pálsson.
Nýlega birtist umfjöllun á heimasíðu bb.is, sem jafnframt birtist á vef Reykhólahrepps, um ferðakostnað atvest í minni tíð sem framkvæmdastjóri. Þrátt fyrir að staðreyndavillur hefðu læðst með í grein BB, þá vil ég engu að síður þakka BB fyrir að hefja máls á þessu, því þar með gafst kærkomið tækifæri til að stuðla að upplýstri umræðu um starfsemi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, atvest. Og ég geng út frá að það hafi líka verið tilgangur BB með greininni; að stuðla að upplýstri umræðu um félagið og starfsemi þess.
...
Meira
Að stækka tjaldstæðið við sundlaugina á Reykhólum er alveg númer eitt, enda heyrir maður alltaf á öllum tjaldsvæðum landsins hvað svæðið sé fallegt en ekki hægt að vera þarna í tjaldi í stórum hópum, hvað þá smærri hópum. Því hvet ég íþróttafélagið Aftureldingu til að taka að sér tjaldsvæðið og stækka og skapa þar eitt til tvö launuð störf hjá félaginu yfir hásumarið og hreppurinn þarf þá ekki að fara í samkeppni við einstaklinga í þessari þjónustu.
...
Meira
28. janúar 2011

Grunnur að góðum hugmyndum

Frá Reykhólum. Mynd: Árni Geirsson.
Frá Reykhólum. Mynd: Árni Geirsson.
Í framhaldi af umræðu hér á vefnum fyrir stuttu sendi Guðbjartur Ágústsson rekstrarstjóri eftirfarandi hugleiðingar ásamt skýringarmyndum: Mig langar að senda ykkur litla teikningu, sem ég vinn mikið með í fyrirtækinu sem ég rek. Þetta er grunnur að öllum góðum hugmyndum. Síðan er gott að skrifa hjá sér hvernig ætlast er til að fá innkomuna. Ég sendi líka litla formúlu sem ég nota.
...
Meira

Atburðadagatal

« Aprl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30