Tenglar

Stefán Gíslason.
Stefán Gíslason.

Helsta ástæða þess að ég gef kost á mér til Stjórnlagaþings er umhyggja mín fyrir íslenskri náttúru og komandi kynslóðum. Ég vil sem sagt að hagsmuna íslenskrar náttúru og komandi kynslóða verði verði vel gætt í nýrri stjórnarskrá í samræmi við hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Þessi áhersla mín felur m.a. í sér, að í stjórnarskránni verði kveðið skýrt að orði um að náttúruauðlindir Íslands séu óframseljanleg sameign þjóðarinnar. Þar þarf einnig að koma fram að sjálfbær þróun sé leiðarljós í stjórnun landsins og ákvarðanatöku.

...
Meira
Reynir Grétarsson.
Reynir Grétarsson.

Ég myndi segja að endurskoðun stjórnarskrárinnar sé ekki eitt af mikilvægustu úrlausnarefnunum núna. Þjóðin er í ákveðnu uppnámi eftir hrunið og í slíku ástandi eiga menn helst ekki að taka stórar ákvarðanir. Ég er einn af þeim sem eru íhaldssamir þegar kemur að stjórnarskránni. Ég er lögfræðingur og mér sýnist þeir að jafnaði vilja fara varlegar en aðrir í breytingar. Sennilega er það af því að þeir átta sig á því hve vandasamt verk það er. Ég get alveg tekið undir það sem Sigurður Líndal segir, að það sé mikilvægara að menn fari eftir núgildandi stjórnarskrá en að breyta henni.

...
Meira
23. nóvember 2010

Hreindýr á Vestfirði

Magnús Ólafs Hansson.
Magnús Ólafs Hansson.

Árið 2009 sóttu 3.265 einstaklingar um hreindýraveiðileyfi en til úthlutunar voru 1.333 leyfi. Tæplega 2.000 veiðimenn fengu sem sagt ekki leyfi til hreindýraveiða þá. Árið 2010 sóttu 3800 manns leyfi til hreindýraveiða en úthlutað var 1272 veiðileyfum, 2528 manns fengu þ.a.l. ekki leyfi. Vegna hruns efnahagslífsins hér á landi er afar brýnt að styrkja og skapa ný störf og þá ekki síst á landsbyggðinni. Fjölgun hreindýra er einföld, auðveld og arðsöm aðgerð. Tekjur af hreindýraveiðileyfum voru 106,4 milljónir króna árið 2008. Af þessari fjárhæð renna 92.1 milljónir króna til landeigenda og sveitarfélaga í felligjöld og arðgreiðslur. Þá er rétt að benda á að verulega hefur dregið úr sauðfjárrækt á Vestfjörðum, grasnytjar og land er því ekki nýtt sem skyldi.

...
Meira
Guðjón Dalkvist Gunnarsson.
Guðjón Dalkvist Gunnarsson.

Við sem erum fædd á fyrri hluta síðustu aldar höfum lifað miklar breytingar og flestar til bóta. Sumar þeirra verður maður var við, þegar þær gerast, aðrar skynjar maður síðar, þegar litið er til baka. Yfirleitt gerðist þróunin þannig, að hún hófst í Reykjavík með skattpeningum allra landsmanna og breiddist síðan út, eftir efnum og ástæðum (vegir, útvarp og margt margt fleira). Um þetta var einhver þegjandi sátt, þó mörgum leiddist að borga í áratugi án þess að njóta þjónustunnar. Þegar fór að líða á öldina fóru að heyrast raddir, sem ekki töldu landsbyggðina eiga neinn rétt - þeir geta bara flutt suður. Þessar raddir voru hjáróma í fyrstu en fljótlega tóku fleiri og sterkari undir.

...
Meira
16. nóvember 2010

KJÖRDÆMASKIPAN

Gunnar Þórðarson.
Gunnar Þórðarson.

Er ástæða til að breyta stjórnarskrá og gera Ísland að einu kjördæmi? Mun það auka lýðræði og réttlæti í samfélaginu? Núverandi stjórnarskrá gefur nokkuð svigrúm til að jafna atkvæðisrétt milli landshluta og spurning hvort ekki er nóg að gert. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir að hægt sé að breyta mörkum kjördæma með lagasetningu ásamt því að hnika til fjölda þingmanna í hverju kjördæmi til jöfnunar. Að auki getur landskjörstjórn fært þingsæti milli kjördæma ef fjöldi á kjörskrá eru helmingi færri í einu kjördæmi en öðru í því skyni að jafna vægi atkvæða á landinu. Er lýðræðinu og réttlætinu fullnægt með því?

...
Meira
Bergljót T. Gunnlaugsdóttir.
Bergljót T. Gunnlaugsdóttir.

Í samanteknum niðurstöðum frá nýafstöðnum þjóðfundi er talað um að stjórnarskráin eigi að tiltaka að auðlindir landsins séu sameign þjóðar og einnig er vernd þjóðarhagsmuna sem sameiginlegt markmið. Í 40. grein stjórnarskrár lýðveldisins stendur: Ekki má heldur taka lán, er skulbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.  Og í 21. grein segir: Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.

...
Meira
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.

Meginniðurstaða Endurskoðunarnefndarinnar kemur fram í eftirfarandi orðum í niðurstöðukafla skýrslunnar: „Meirihluti starfshópsins telur rétt að gerðir verði samningar um nýtingu aflaheimilda og þannig gengið formlega frá því að auðlindinni sé ráðstafað af ríkinu gegn gjaldi og að eignarréttur ríkisins sé skýr. Samningarnir skulu m.a. fela í sér ákvæði um réttindi og skyldur samningsaðila, kröfur til þeirra sem fá slíka samninga, tímalengd og framlengingu samninga, gjaldtöku, aðilaskipti, ráðstöfun aflahlutdeilda sem ekki eru nýttar, meðferð sjávarafla o.fl.“ Hér er skýrt kveðið að orði. Starfshópurinn gerir það að tillögu sinni að byggt verði á aflamarks- og aflahlutdeildarkerfi og að aflaheimildum sé ráðstafað með formlegum samningi til langs tíma, þar sem gert sé ráð fyrir að samningarnir verði framlengdir, nema því aðeins að um skýlaus samningsbrot verði að ræða.

...
Meira
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Efnahagshrunið sem varð 2008 er vissulega mikið og þungbært áfall fyrir þjóðina, en það er ekkert einsdæmi. Áður hafa orðið stór áföll sem landsmenn urðu að axla og vinna sig út úr með þolinmæði og þrautseigju. Að þessu sinni eru óvenjulega hörð átök um það hverjir eigi að greiða kostnaðinn af hruninu. Stór hópur skuldara telur sig ekki eiga að borga skuld sína. Því er borið við að gengisfelling íslensku krónunnar og verðbólgan hafi hækkað skuldirnar langt umfram það sem eðlilegt geti talist og forsendur hafi af þeim sökum brostið.
...
Meira
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Það liggur fyrir að ekki eru uppi áform um að lækka húshitunar- og rafmagnskostnað á hinum svokölluðu köldu svæðum. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ítrekaði það nú 6. júlí í Ríkisútvarpinu. Tilefnið var að Samtök sveitarfélaga hafa með réttu vakið athygli á því hversu mjög hefur hallað á ógæfuhliðina upp á síðkastið. Húshitunarkostnaður fer vaxandi og lætur nú æ meira fyrir sér finna í buddum fólksins sem býr á þeim svæðum þar sem orkukostnaður er hæstur.
...
Meira
Sigurður Atlason.
Sigurður Atlason.

Í dag eru 26 ár frá því að Ferðamálasamtök Vestfjarða voru stofnuð. Það var þann 21. júní árið 1984 sem boðað var til stofnfundar samtakanna af undirbúningsnefnd sem starfað hafði saman frá því fyrr um vorið. Stofnfundurinn var haldinn á Hótel Ísafirði og á fundinn voru mættir um 30 manns víðsvegar af Vestfjörðum. Reynir Adolfsson setti þennan fyrsta fund samtakanna og bauð alla velkomna og fól síðan Úlfari Ágústssyni fundarstjórn. Á fundinn var einnig mættur Birgir Þorgilsson, þáverandi markaðsstjóri Ferðamálaráðs sem flutti erindi um stöðu ferðamála á Íslandi. Í máli hans kom meðal annars fram að ferðaþjónusta skipaði stóraukinn sess í atvinnumálum Íslendinga auk þess sem hann kom inn á þá alkunnu staðreynd að góðar samgöngur væri forsenda fyrir ferðaþjónustu og hvatti Íslendinga til að ferðast um landið. Einnig nefndi hann í erindi sínu þennan dag árið 1984 að stöðug aukning hefði verið á komu erlendra ferðamanna til landsins undanfarin ár og að á árinu áður hefðu verið seldar um 700.000 gistinætur og velta ferðaþjónustunnar hefði verið um 2,9 milljarðar króna.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30