Tenglar

23. mars 2011

Aðgát skal höfð ...

„Sá sem birtir ummæli á opinberum vettvangi ber ábyrgð á því að það sem látið er uppskátt virði rétt annarra til friðhelgi um lífshætti sína og einkahagi. Þessi friðhelgi nær [...] til persónu viðkomandi - æru, heimilis og fjölskyldu ... [...] Kjörnum fulltrúa getur vissulega sviðið undan skömmum um sitt sveitarfélag en hann getur ekki brugðist við með sama hætti og ef ráðist er á hann persónulega.“
...
Meira
Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir.
Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir.
1 af 3
Glímukappinn Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir á Erpsstöðum í Dölum var útnefnd Íþróttamaður ársins 2010 hjá Ungmennasambandi Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) á ársþingi þess sem haldið var á Reykhólum í fyrrakvöld. Þetta er annað árið í röð sem hún hlýtur titilinn. Afar mjótt var á munum í kjörinu. Guðbjört Lóa fékk 42 stig en Sturlaugur Eyjólfsson fjallgönguþjarkur á Brunná í Saurbæ fékk 41 stig. Hvað aldur varðar er öllu meira bil á milli þeirra eða liðlega 53 ár.
...
Meira
Úlfar B. Thoroddsen.
Úlfar B. Thoroddsen.
Nýr vegur samkvæmt B-leið er hagsmunamál fyrir alla vegfarendur sem leið eiga um svæðið. Hagsmunirnir felast í góðum og öruggum vegi til framtíðar. Hagsmunirnir felast í vegi um láglendið með þeim kostum fyrir vegfarendur sem slík staðsetning býður umfram veg yfir tvær heiðar ásamt farartálmum og hættum, sem fylgja hæð og halla. Fjallvegir eru þegar of margir á Vestfjörðum. [...] Baráttan fyrir vegi samkvæmt B-leiðinni og stuðningur snýst um góðan kost gegn slæmum, um öryggi gegn óvissu, um að sneiða hjá hættum sem fylgja fjallvegum. Eiga andsnúin sjónarmið þröngra sérhagsmuna að ráða ferðinni?
...
Meira
Barðstrendingafélagið í Reykjavík stendur annað kvöld fyrir hagyrðingakvöldi í bækistöð sinni, Konnakoti við Hverfisgötu. Í Konnakoti er stöðugt félagsstarf af ýmsu tagi, meðal annars Opið hús mánaðarlega, þar sem ýmislegt er í boði til skemmtunar og fróðleiks. Félagið gefur út fréttabréfið Sumarliða póst, sem kemur út fjórum til fimm sinnum á ári.
...
Meira

Hér efst eru nöfn í stafrófsröð. Smella má á nafn til að fá upp viðkomandi síðu. Að öðru leyti má rúlla niður og skoða þannig allt á þessari vefsíðu. Yfirskriftin Dætur og synir héraðsins er ekki alls kostar nákvæm. Þannig geta Grettir Ásmundarson og þeir fóstbræður Þorgeir Hávarsson og Þormóður Kolbrúnarskáld ekki kallast synir héraðsins þó að hér á meðal sé tekinn kaflinn úr Grettlu um fræga veturvist þeirra saman á Reykhólum. Og landnemana mætti víst fremur kalla feður og mæður héraðsins ...

· Ari Arnalds frá Hjöllum í Þorskafirði
Alþingismannatal.
· Björn Jónsson ritstjóri og ráðherra frá Djúpadal
Alþingismannatal.
· Eiríkur Ó. Kúld úr Flatey á Breiðafirði
Alþingismannatal.
· Grettir Ásmundarson og fóstbræður - veturvist á Reykhólum
Grettis saga.
· Guðmundur Einarsson úr Skáleyjum á Breiðafirði
Alþingismannatal.
· Halla Eyjólfsdóttir frá Gilsfjarðarmúla - Halla á Laugabóli
Æviágrip flutt á bókmenntakvöldi á Reykhólum 5. mars 2010.
· Herdís Andrjesdóttir skáldkona úr Flatey á Breiðafirði
Minningargrein eftir dr. Sigurð Nordal prófessor, Morgunblaðið 3. maí 1939.
· Herdís og Ólína Andrésdætur úr Flatey - „Þar sitja systur“
Grein eftir Ármann Jakobsson bókmenntafræðing, Lesbók Morgunblaðsins 17. ágúst 1996.
· Játvarður Jökull Júlíusson bóndi og fræðimaður á Miðjanesi í Reykhólasveit - „Kannski glórulaus ofdirfska“
Morgunblaðið 14. júlí 1985.
· Jón Thoroddsen skáld og sýslumaður frá Reykhólum
Minnisvarði afhjúpaður á Reykhólum 2006.
· Landnámsfólk í héraðinu
Landnámabók (Sturlubók).
· Matthías Jochumsson frá Skógum í Þorskafirði
Formáli Jóhannesar úr Kötlum að Gullregni úr ljóðum Matthíasar Jochumssonar árið 1966.
· Ólafur Sívertsen í Flatey á Breiðafirði
Alþingismannatal.
· Ólína Andrjesdóttir skáldkona úr Flatey á Breiðafirði
Minningargrein eftir sr. Jón Auðuns, Morgunblaðið 26. júlí 1935.

 

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Þorgerður Ingólfsdóttir söngstjóri.
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Þorgerður Ingólfsdóttir söngstjóri.
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð undir stjórn stofnandans Þorgerðar Ingólfsdóttur, einn af kunnustu og virtustu kórum landsins, syngur við messu í Reykhólakirkju kl. 14 á sunnudag, 27. mars. Kórinn verður þá á tónleikaferð um Vesturland og Strandir. Hann heldur tónleika í Dalabúð í Búðardal á laugardaginn kl. 17 og síðan verða almennir tónleikar í Hólmavíkurkirkju á sunnudagskvöld kl. 20. Líka verða sérstakir skólatónleikar bæði á Hólmavík og í Búðardal á mánudag. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana. Þetta er í fyrsta sinn sem kórinn heimsækir Búðardal, Reykhóla og Hólmavík.
...
Meira
Nítugasta sambandsþing Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) verður í Reykhólaskóla í kvöld, mánudag. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður tilkynnt um val á Íþróttamanni ársins 2010. Meðal sambandsfélaga UDN er Ungmennafélagið Afturelding í Reykhólahreppi, sem stofnað var árið 1924. UDN tók á sig núverandi form árið 1972 þegar sameinuð voru Ungmennasamband Dalamanna (stofnað árið 1918) og Ungmennasamband Norður-Breiðfirðinga (stofnað árið 1936).
...
Meira
Jón Jónsson á Kirkjubóli, menningarfulltrúi Vestfjarða.
Jón Jónsson á Kirkjubóli, menningarfulltrúi Vestfjarða.
Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarverkefna á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Fjórðungssamband Vestfirðinga. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Á síðustu þremur árum hefur Menningaráð Vestfjarða úthlutað samtals rúmlega 120 milljónum til vestfirskra menningarverkefna.
...
Meira
Á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga 11. mars var gerð samþykkt varðandi nýútkomna skýrslu starfshóps iðnaðarráðherra sem nefnist Orkuöryggi á Vestfjörðum - áhrif á samkeppnisstöðu og atvinnuþróun. Skýrsla þessi var kynnt af hálfu iðnaðarráðherra, orkumálastjóra og fulltrúa Landsnets á opnum fundum á Patreksfirði og Ísafirði 7. mars.
...
Meira
Iðnaðarráðuneyti í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands auglýsir eftir umsóknum eftir styrkjum til verkefnisins Atvinnusköpun í sjávarbyggðum. Þó að slíkt sé ekki forsenda fyrir stuðningi er áhersla lögð á samstarf fleiri aðila eða samstarf milli héraða. Leitað er eftir verkefnum sem fela í sér ný atvinnutækifæri. Stuðningur getur m.a. falist í viðskipta- og vöruþróun, markaðssókn og erlendri markaðsfærslu.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30