Kristján L. Möller.
„Ég held við þurfum að gefa í ef eitthvað er. Sveitarfélögin þurfa að spara og hagræða eins og allir aðrir í þjóðfélaginu og við þurfum að búa til hið nýja Ísland miðað við íslenskar aðstæður því hvorki sveitarfélög, landið í heild eða aðrir verða reknir fyrir endalausar lántökur og ríkissjóður getur ekki þanist út með skatttekjum af skuldasöfnun“, sagði Kristján L. Möller, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, þegar Skessuhorn ræddi við hann eftir fund um eflingu sveitarstjórnarstigsins, sem haldinn var í Borgarnesi í gær. Hann segir ýmsa hagræðingarmöguleika í aukinni sameiningu sveitarfélaga. Það hafi sést í sameiningum víða. „Við eigum að nota þetta kreppuástand og færa aukin verkefni heim í hérað því þar eru mörg hagræðingartækifæri.“
...
Meira