Tenglar

1. febrúar 2010

Seint koma sumir en koma þó

Mynd: Skessuhorn.
Mynd: Skessuhorn.
Bændur eru enn að heimta fé. Nú rétt fyrir byrjun þorra heimtust ein útigengin ær með veturgamalli gimbur og lambhrútur, en féð fannst í Austurmúla í Dunkárdal í Dalasýslu. Það var Kjartan Jónsson bóndi á Dunki sem var þar á ferð á fjórhjóli að svipast um eftir fé og fann þá lambhrútinn sem hann átti sjálfur. Kallaði hann þá til vaska smala með hunda úr Kolbeinsstaðahreppi til aðstoðar. Fundu smalarnir hrútinn og skammt frá honum útigengna á með veturgamalli gimbur en þær mæðgur eru frá Hallkelstaðahlíð. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns.
...
Meira
Löngu fyrir daga Landmælinga Íslands unnu danskir mælingamenn mikið starf við íslenska kortagerð, hvort heldur var á landi eða sjó. Enn eru að mestu í fullu gildi dönsku Herforingjaráðskortin, eins og þau eru kölluð, undirstaða íslenskra landmælinga. Fyrir 99 árum (árið 1911) mældu danskir mælingamenn Flatey á Breiðafirði og skráðu þar helstu kennileiti. Kortið má sjá hér á myndinni sem stækkar verulega ef smellt er á hana en kemur þó ekki í fullri stærð nema farið sé inn á vef Landmælinga Íslands.
...
Meira
Páll Bergþórsson. Mynd mbl.is.
Páll Bergþórsson. Mynd mbl.is.
„Það hefur sýnt sig að heyfengurinn fylgir nærri því eins vel vetrarhitanum og samanlögðum vetrar- og sumarhitanum. Það lítur vel út með grassprettuna í ár. Ég nota Stykkishólm, hitann þar. Hann er góður núna. Það eru liðnir fjórir mánuðir af sjö sem ég legg til grundvallar og samanlagt hafa þeir verið hlýrri en í meðallagi,“ segir Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, um sína árvissu grassprettuspá þetta árið.
...
Meira
31. janúar 2010

Vegurinn með alversta móti

Vegurinn um Barðastrandarsýslur er með alversta móti um þessar mundir, að sögn heimamanna sem Svæðisútvarpið hefur rætt við. Dæmi eru um að fólksbílar hafi lent í miklum vandræðum vegna aurbleytu á verstu köflunum og flutningabílstjórar eru ekki sérlega kátir þegar þeir keyra þessa leið.
...
Meira
Boðsbréf Fjórðungssambands Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Sóknaráætlunar 20/20 á Þjóðfund Vestfjarða, sem haldinn verður í íþróttahúsinu í Bolungarvík laugardaginn 6. febrúar, eiga að hafa borist þjóðfundargestum á Vestfjörðum. Til að fundurinn nái markmiðum sínum þarf að tryggja ákveðinn fjölda fundargesta. Því er mikilvægt að þeir sem hafa fengið boðsbréf staðfesti mætingu eða afboðun. Í stað þeirra sem afboða sig verður nýtt fólk boðað. Því eru fundargestir hvattir til að svara bréfi fundarboðenda núna í dag eða eigi síðar en að morgni mánudags 1. febrúar. Staðfestingu skal tilkynna í netfangið gunnasigga@uwestfjord.is eða í síma 450 3000.
...
Meira
Sigurður Atlason, Strandamaður ársins. Mynd: strandir.is.
Sigurður Atlason, Strandamaður ársins. Mynd: strandir.is.
Sigurður Atlason á Hólmavík, framkvæmdastjóri Strandagaldurs, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða og sitthvað fleira, var valinn Strandamaður ársins 2009 í kjöri vefjarins strandir.is. Í síðari umferð var kosið milli þeirra þriggja sem efst urðu í forvali. Auk Sigurðar voru það áhöfnin á bátnum Grímsey ST-2 og Ingibjörg Valgeirsdóttir frá Árnesi í Trékyllisvík.
...
Meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist vongóð um að breytingar á Stjórnarráðinu verði gerðar á vorþingi og samþykkt að sameina sjávarútvegs-, landbúnaðar- og iðnaðarráðuneyti í nýtt atvinnuvegaráðuneyti. Kveðið er á um þessar breytingar í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur hins vegar lýst andstöðu við þessar breytingar. Flokksráð Vinstri grænna samþykkti á fundi nýlega að varhugavert væri að draga úr vægi landbúnaðar og sjávarútvegs innan stjórnsýslunnar.
...
Meira
Rjúpurnar á Reykhólum eru yfirleitt engar mannafælur.
Rjúpurnar á Reykhólum eru yfirleitt engar mannafælur.
Fuglaverndarfélag Íslands gengst fyrir almennri garðfuglaskoðun þessa dagana og fram á mánudag. Landsmenn eru hvattir til að skoða og skrá fjölda og tegundir fugla í einn klukkutíma í görðum sínum, og er þá átt við þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir. Þetta er einn af árvissum viðburðum sem félagið stendur fyrir. Hvatt er til þess að fuglum sé gefið í görðum til að lokka þá að. Markmiðið er að afla upplýsinga um það hvaða tegundir eru til staðar og fjölda innan tegunda og vekja áhuga á fuglum og töfrum þeirra.
...
Meira
Efnt verður til mótmælafundar utan við húsakynni Ríkisútvarpsins á Ísafirði kl. 16 í dag til að mótmæla lokun Svæðisútvarps Vestfjarða og uppsögn Guðrúnar Sigurðardóttur fréttamanns. Fundargestir eru hvattir til að hafa með sér útvarpstæki, gömul og ný, stór og smá. Eftirfarandi tilskrif barst frá Matthildi Helgadóttur Jónudóttur, frkvstj. Tölvuþjónustunnar Snerpu á Ísafirði, með yfirskriftinni Vestfirðingar mótmæla yfirvofandi lokun starfsstöðvarinnar á Ísafirði og uppsögn fréttamanns þar. Matthildur undirritar tilkynninguna „fyrir hönd þeirra sem vilja hlusta á Ríkisútvarp allra landsmanna, ekki bara Útvarp Reykjavík, í Reykjavík, um Reykjavík“.
...
Meira
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010 er hafin hjá sýslumanninum á Patreksfirði. Hægt er að kjósa á skrifstofutíma kl. 8.30-12 og 13-15.30 virka daga. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Reykhólahreppi verður auglýst sérstaklega á ákveðnum dögum hér á heimasíðu Reykhólahrepps en kosið verður á skrifstofu hreppsins. Nánari upplýsingar veitir sýslumaður í síma 450 2200.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30