Tenglar

Hörður Torfason söngvaskáld.
Hörður Torfason söngvaskáld.
Söngvaskáldið Hörður Torfason kemur í heimsókn að Reykhólum og heldur tónleika í húsnæði Hlunnindasýningarinnar kl. 20.30 annað kvöld, þriðjudagskvöld. Búast má við nýju tónlistarefni í bland við gamalkunnugt og sígilt frá hendi Harðar. Tónleikarnir eru á vegum Leikfélagsins Skruggu í Reykhólahreppi. Hægt verður að kaupa kaffi og sérlega ódýrar rjómavöfflur, segir Sólveig Sigríður Magnúsdóttir, formaður Skruggu.
...
Meira
Sólrún og Svanhildur í þarabaði á Reykhólum. Ljósm. Alva Gehrmann.
Sólrún og Svanhildur í þarabaði á Reykhólum. Ljósm. Alva Gehrmann.
Á vefnum spiegel.de sem er einhver öflugasti fréttavefur Þýskalands birtist í gær ítarleg umfjöllun um heitar laugar á Vestfjarðakjálkanum og þing Vatnavina Vestfjarða á Laugarhóli í Bjarnarfirði, sem greint er frá í næstu frétt hér á undan. Fréttavikuritið Der Spiegel sem heldur vefnum úti sendi blaðakonuna Alva Gehrmann til Vestfjarða og fylgja frásögn hennar margar myndir frá heitum laugum og ýmsum sundstöðum á kjálkanum. Ein þeirra er af Svanhildi Sigurðardóttur og Sólrúnu Sverrisdóttur á Reykhólum í heitum potti í garði Svanhildar, þar sem þær eru að smyrja sig þarablöndu.
...
Meira
Skissa að húsi fyrir þaraböð á Reykhólum.
Skissa að húsi fyrir þaraböð á Reykhólum.
1 af 6
Vestfirðir einkennast af fjölda heitra náttúrulauga og hafa forsvarsmenn þeirra sameinast um að nýta þær á sjálfbæran hátt og að Vestfirðir verði til fyrirmyndar á landsvísu hvað varðar uppbyggingu á heilsutengdri ferðaþjónustu. Hópurinn kallar sig Vatnavini Vestfjarða og samanstendur af landeigendum, ferðaþjónum, arkitektum og öðrum áhugamönnum sem sameinast í því að þróa vestfirskt aðdráttarafl tengt vatni. Vatnavinir Vestfjarða ætla að flagga vestfirskum náttúruauðlindum og leyfa ferðamanninum að upplifa þannig náttúruperlur og menningu svæðisins í gegnum náttúrulaugar og vellíðunarþjónustu sem hópurinn mun þróa næstu árin.
...
Meira
Séð niður til Króksfjarðar og yfir Gilsfjörðinn til Skarðsstrandar. Loftmynd:  Mats Wibe Lund.
Séð niður til Króksfjarðar og yfir Gilsfjörðinn til Skarðsstrandar. Loftmynd: Mats Wibe Lund.
Slitlagið á nýja veginum um Þröskulda í Arnkötludal er í heldur slæmu ásigkomulagi og gæti svo farið að klæðningin fari í sundur. „Efra burðarlag slitlagsins er mjög mjúkt vegna þess að slitlagið var sett á svo seint á árinu og í þessari hæð. Það náði ekki að þorna því það rigndi mjög mikið á þessum tíma. Þetta kemur okkur svo sem ekki á óvart en það er alltaf leiðinlegt þegar svona gerist", segir Guðmundur Rafn Kristjánsson, deildarstjóri nýframkvæmda hjá Vegagerðinni. Hann segir að vegurinn ætti að verða betri þegar frystir en kannað verði þegar vorar hvort gera þurfi við slitlagið.
...
Meira
Snjómoksturskort Vegagerðarinnar  fyrir árið 2010. Smellið á til að stækka.
Snjómoksturskort Vegagerðarinnar fyrir árið 2010. Smellið á til að stækka.
Reglur um vetrarþjónustu Vegagerðarinnar breytast um áramótin. Á vef stofnunarinnar segir að tekist hafi með hagræðingu og betra skipulagi að halda óbreyttri þjónustu út árið 2009 en nauðsynlegt sé að draga eitthvað úr vetrarþjónustunni árið 2010. Lögð sé á það áhersla við þessar breytingar að tryggja umferðaröryggi sem best. Þjónustudögum á fáförnustu leiðum verður fækkað og þjónustutíminn í lægri þjónustuflokkunum styttur, mest um helgar. Í tilkynningu um breytingarnar segir að þjónustan á næsta ári verði svipuð og 2006.
...
Meira
Nóg hefur verið af síld á Breiðafirðinum að undanförnu og er hún í góðu standi. Fjórir bátar fylltu sig á skömmum tíma út af Stykkishólmi á þriðjudag og aflinn fer að mestu í frystingu. Það þarf að beita lagni til að leggja milli skerja og víða er botninn það harður að síldarnætur bíða þess varla bætur. Börkur NK frá Neskaupstað fékk tæp þúsund tonn í einu kasti, sem dugði til að fylla skipið, og aðrir bátar á miðunum voru líka að gera það gott. Síldin er feit og falleg og fer að mestu í frystingu. Sigurbergur Hauksson skipstjóri á Berki segir ekki bera mikið á sýkingunni sem kom upp í stofninum í fyrra.
...
Meira
1 af 2
Strax er farið að bera á vaxandi umferð að Laugum í Sælingsdal vegna Guðrúnarlaugar og blygðunarhússins sem þar er risið, segir á Dalavefnum. Guðrúnarlaug er opin fyrir gesti og gangandi og ekkert því til fyrirstöðu að fólk komi og njóti þessarar nýjustu afurðar Dalamanna í menningartengdri ferðaþjónustu. Blygðunarhúsið er eins og nafnið bendir til ætlað laugargestum til fataskipta svo að þeir þurfi ekki að flagga blygðun sinni á bersvæði við laugina.
...
Meira
Byggðarráð Dalabyggðar hefur bæst í hóp þeirra sem fjallað hafa um þá ákvörðun að ríkið hætti að borga fyrir refaveiðar. Mótmælt er skipulagsleysi í stjórn refaveiða sem ríkt hafi um langt árabil og lagt til að nýtt skipulag verði tekið upp. Með nýju fyrirkomulagi megi ná víðtækri sátt. Veiðar miðist fyrst og fremst við varplönd fugla og önnur viðkvæm svæði í vistkerfinu. Á fundi byggðarráðs í gær var eftirfarandi bókun samþykkt í einu hljóði:
...
Meira
Þörungaverksmiðjan í Karlsey um tvo km neðan við þorpið á Reykhólum. Svifdrekamynd: Árni Geirsson.
Þörungaverksmiðjan í Karlsey um tvo km neðan við þorpið á Reykhólum. Svifdrekamynd: Árni Geirsson.
Á vikulegum súpufundi á Café Riis á Hólmavík í hádeginu á morgun, fimmtudag, mun Atli Georg Árnason, frkvstj. Þörungaverksmiðjunnar hf. á Reykhólum, kynna starfsemi hennar. Það verður eflaust fróðlegt fyrir íbúa á Ströndum að fá tækifæri til að kynnast þeirri starfsemi, segir á Strandavefnum. Þörungaverksmiðjan framleiðir mjöl úr klóþangi (ascophyllum nodosum) og hrossaþara (laminaria digitata) sem sótt er til vinnslu víðs vegar úr Breiðafirði.
...
Meira
Æðarræktarfélag Íslands mótmælir harðlega þeirri ákvörðun umhverfisráðherra að hætta þátttöku ríkisins í refaveiðum. Þetta kemur fram í tilkynningu undirritaðri af formanni félagsins, Jónasi Helgasyni í Æðey á Ísafjarðardjúpi. Þar er því haldið fram, að raunverulegur sparnaður af þessari ákvörðun sé langtum minni en haldið hafi verið fram. Einnig segir þar:
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30