15. júní 2009
Bjarni Ómar og hljómplatan Fyrirheit í Skriðulandi
Bjarni Ómar Haraldsson, tónlistarmaður og deildarstjóri Tónskólans á Hólmavík, heldur ásamt Stefáni Steinari Jónssyni píanóleikara tónleika í Skriðulandi í Saurbæ þriðjudagskvöldið 16. júní og hefjast þeir kl. 20.30. Þar flytja þeir lögin sem hljómplatan Fyrirheit hefur að geyma, í þægilegum útsetningum fyrir píanó, kassagítar og söng, og rekja tilurð texta og laga ásamt því segja frá því sem kemur upp í hugann. Frítt er á tónleikana en að þeim loknum mun Bjarni selja og árita diskinn fyrir áhugasama. Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Vestfjarða.
...
Meira
...
Meira