Tenglar

Auk venjulegra aðalfundarstarfa á aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða (atvest) verður fjallað um sérstöðu Vestfjarða, framtíðarsýn, frumkvæði og leiðir. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, flytur þar erindi um þetta efni, séð með augum sveitarstjórnarmanns, og síðan verða umræður. Fundurinn verður haldinn í Náttúrugripasafninu í Bolungarvík annað kvöld, miðvikudag 27. maí, og stendur kl. 17-19. Hann er öllum opinn.
...
Meira
Grettislaug á Reykhólum.
Grettislaug á Reykhólum.
Grettislaug á Reykhólum verður opnuð á ný á fimmtudag í þessari viku að loknum viðhaldsverkefnum tvær síðustu vikurnar. Á fimmtudag og föstudag verður laugin opin kl. 17-21. Á laugardag og hvítasunnudag verður hún opin kl. 14-20. Frá og með mánudeginum 1. júní, sem er annar í hvítasunnu, og til 16. júní, verður hún opin alla daga kl. 14-22. Laugin verður lokuð á þjóðhátíðardaginn 17. júní en frá 18. júní til 16. ágúst verður opið kl. 10-22. Frá 17. ágúst og til loka mánaðarins verður opið kl. 14-22.
...
Meira
Fræðslumiðstöðin og Atvest standa fyrir hagnýtu námskeiði fyrir aðila i ferðaþjónustu og aðra sem vilja finna góðar leiðir til að koma fyrirtæki sínu á framfæri. Námskeiðið verður á morgun, þriðjudaginn 26. maí, og stendur frá kl. 17 til 21. Kennt verður gegnum fjarfundabúnað frá Ísafirði til Hólmavíkur, Patreksfjarðar og Reykhóla. Áhersla er lögð á heimasíður, bæklinga og Facebook. Farið verður í grunnatriði í markaðssetningu og hvernig best er að nýta þessa miðla. Tekin verða dæmi um hvað er vel gert og hvað er síður að virka og þátttakendur aðstoðaðir við að greina sínar áherslur í markaðsmálum. Námskeiðið hentar jafnt þeim sem eru að byrjendur eða lengra komnir í markaðssteningu fyrirtækis.
...
Meira
Hlaupið út með Þorskafirði.
Hlaupið út með Þorskafirði.
Langhlauparinn Gunnlaugur Júlíusson sem hljóp fyrstur manna haustlitahlaupið milli Flókalundar og Bjarkalundar í fyrra sigraði í ofurmaraþoni sem fram fór í Danmörku um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur sigrar í slíkri keppni. Gunnlaugur hefur náð ótrúlegum árangri í langhlaupum undanfarin ár. Núna um helgina keppti hann í 48 klukkustunda hlaupi á Borgundarhólmi en þar sigrar sá sem lengst hleypur á tveimur sólarhringum. Er skemmst frá því að segja að þessi þolgóði hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sigraði með yfirburðum. Hann hljóp 334 kílómetra á 48 klukkustundum og hljóp 11 kílómetrum lengra en sá sem lenti í öðru sæti.
...
Meira
Torfhildur Torfadóttir á Ísafirði er elst allra núlifandi Íslendinga.
Torfhildur Torfadóttir á Ísafirði er elst allra núlifandi Íslendinga.
Torfhildur Torfadóttir á Ísafirði, elsti núlifandi Íslendingurinn, er 105 ára í dag. Hún fæddist í Asparvík í Strandasýslu 24. maí 1904, yngst ellefu systkina, átta alsystkina og þriggja hálfsystkina, og ólst upp í Selárdal í Steingrímsfirði. Nokkur systkinanna náðu háum aldri - Ásgeir varð 100 ára, Eymundur 96 ára og Guðbjörg 91 árs. Eftir fermingu og fram eftir unglingsárum var Torfhildur í vinnumennsku í Reykhólasveit en flutti svo til Ísafjarðar og giftist Einari Jóelssyni sjómanni.
...
Meira
Fimmtugur en þó hér um bil eins og nýr.
Fimmtugur en þó hér um bil eins og nýr.
Traktorinn glæsilegi á myndinni er einn af mörgum á dráttarvéla- og búvélasafninu á Grund í Reykhólasveit, rétt ofan við Reykhólaþorp. Hann er af gerðinni Farmall D-320 International Harvester og fagnar fimmtugsafmæli sínu um þessar mundir. Ólafur heitinn Sveinsson bóndi á Grund keypti hann nýjan árið 1959 en fimm traktorar af þessari tegund voru fluttir til Íslands það ár. Hann er enn í notkun og hefur verið gerður upp eins og svo margir aðrir af ýmsum tegundum sem eru til sýnis á Grund.
...
Meira
Hagnýtt námskeið fyrir fólk í ferðaþjónustu og aðra þá sem þurfa að koma sér á framfæri verður haldið á Ísafirði og jafnframt gegnum fjarfundabúnað á Reykhólum, Hólmavík og Patreksfirði þriðjudagskvöldið 26. maí kl. 17-21. Kennari verður Jón Páll Hreinsson. Áhersla verður lögð á heimasíður, bæklinga og Facebook. Farið verður í grunnatriði í markaðssetningu og hvernig best er að nýta þessa miðla. Tekin verða dæmi um hvað er vel gert og hvað er síður að virka og þátttakendur aðstoðaðir við að greina sínar áherslur í markaðsmálum.
...
Meira

Ferðaþjónustan sér tækifæri til aukinnar markaðssóknar í fuglaskoðun. Talið er að um tuttugu milljónir manna í Bandaríkjunum fari í fuglaskoðunarferðir á hverju ári. Í Bretlandi eru 1,3 milljónir manna í fuglaskoðunarsamtökum landsins. Nú hefur verið ákveðið að stofna sérstök samtök hér á landi í þeim tilgangi að bjóða upp á þjónustu við þennan markhóp. Á nokkrum stöðum á landinu er búið að setja upp sérstök fuglaskoðunarhús. Þeir sem til þekkja segja að slíkum húsum þurfi að fjölga verulega og gera fuglaskoðunarfólki betur kleift að sinna þessu áhugamáli. Samtökin verða stofnuð á morgun á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík.

...
Meira
Sturla Kristjánsson Davis-ráðgjafi er á Hólmavík þessa viku og býður upp á lesgreiningar fyrir þá sem eiga við lestrarörðugleika eða lesblindu að stríða. Fræðslumiðstöð Vestfjarða kostar greiningar fyrir fullorðna, sem eru sá hópur sem miðstöðin þjónustar, og eiga þeir í framhaldinu kost á námskeiði í sumar eða haust. Sturla getur einnig tekið að sér greiningar á börnum og kostar það tíu þúsund krónur fyrir hvert barn.
...
Meira
Námskeið í svæðisþekkingu fyrir Vestfirði verður haldið annað kvöld, þriðjudagskvöld, og á miðvikudagskvöld. Kennslutími er kl. 18-22 hvort kvöld. Kennslustaður er Þróunarsetrið á Hólmavík en jafnframt er kennt í fjarfundi á Ísafirði, Patreksfirði og Reykhólum. Námskeiðið er ætlað öllum sem áhuga hafa á svæðis- og samfélagsþekkingu. Farið verður í samfélagsþætti, staðarþekkingu, upplýsingaleiðir og átthagafræði. Fjallað verður um náttúruna og söguna, vinsæla ferðamannastaði og fleira.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30