26. maí 2009
Aðalfundur atvest: Meira en aðalfundur
Auk venjulegra aðalfundarstarfa á aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða (atvest) verður fjallað um sérstöðu Vestfjarða, framtíðarsýn, frumkvæði og leiðir. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, flytur þar erindi um þetta efni, séð með augum sveitarstjórnarmanns, og síðan verða umræður. Fundurinn verður haldinn í Náttúrugripasafninu í Bolungarvík annað kvöld, miðvikudag 27. maí, og stendur kl. 17-19. Hann er öllum opinn.
...
Meira
...
Meira