4. júní 2009
Þingmenn áhugasamir um vegaframkvæmdir
Í næstu viku má vænta svara Kristjáns L. Möller samgönguráðherra við fyrirspurnum tveggja þingmanna varðandi vegaframkvæmdir á Vestfjörðum. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokks í NV-kjördæmi, spyr hvaða vegaframkvæmdir á Vestfjörðum ráðherra telji mikilvægastar og hvernig hann hyggist beita sér fyrir því að þeim verði hraðað. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar í NV-kjördæmi, spyrst fyrir um framkvæmdir á Vestfjarðavegi nr. 60. Hún spyr hvað líði framkvæmdum á kaflanum milli Vatnsfjarðar og Þverár í Kjálkafirði, hver staðan sé og hvað líði málarekstri og umhverfismati vegna leiðarinnar um eða ofan við Teigsskóg og hvað líði undirbúningi að þverun Þorskafjarðar.
...
Meira
...
Meira