Tenglar

Smellið á kortið til að stækka.
Smellið á kortið til að stækka.
Í næstu viku má vænta svara Kristjáns L. Möller samgönguráðherra við fyrirspurnum tveggja þingmanna varðandi vegaframkvæmdir á Vestfjörðum. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokks í NV-kjördæmi, spyr hvaða vegaframkvæmdir á Vestfjörðum ráðherra telji mikilvægastar og hvernig hann hyggist beita sér fyrir því að þeim verði hraðað. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar í NV-kjördæmi, spyrst fyrir um framkvæmdir á Vestfjarðavegi nr. 60. Hún spyr hvað líði framkvæmdum á kaflanum milli Vatnsfjarðar og Þverár í Kjálkafirði, hver staðan sé og hvað líði málarekstri og umhverfismati vegna leiðarinnar um eða ofan við Teigsskóg og hvað líði undirbúningi að þverun Þorskafjarðar.
...
Meira
Aðvífandi fuglar raska hreiðurró.
Aðvífandi fuglar raska hreiðurró.

Ætla má að ungarnir í arnarhreiðrinu sem vefmyndavél Arnarseturs Íslands vaktar sjái ljós heimsins núna hvern daginn sem er eða jafnvel á hverri stundu. Assan verpti að kvöldi 28. apríl þannig að í dag eru 36 dagar frá varpinu. Að jafnaði liggur fuglinn 35-40 daga á eggjunum þangað til ungarnir skríða úr þeim. Yfirleitt er fjöldi eggjanna eitt til þrjú en venjulega kemst ekki nema einn ungi á legg.

...
Meira
Flatey á fyrri tíð. Sjá texta í meginmáli.
Flatey á fyrri tíð. Sjá texta í meginmáli.
Sumar og haust ársins 1926 var úrkomumikið og júlírigningarnar voru óvenjulegar að því leyti að þeirra gætti um land allt. Síðustu daga ágústmánaðar varð jörð alhvít niður að sjó við norðausturströndina. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem birt eru gömul bréf frá fáeinum veðurathugunarmönnum í samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings. Í bréfi veðurathugunarmannsins Stefáns Egilssonar í Flatey á Breiðafirði frá því í október 1926 segir:
...
Meira
Úr kirkjunni í Garpsdal.
Úr kirkjunni í Garpsdal.
Fermingarmessa verður í Garpsdal við Gilsfjörð á hvítasunnudag kl. 14. Þar verður fermdur Jósep Friðrik Guðbjörnsson. Annan dag hvítasunnu kl. 14 verður í Reykhólakirkju sameiginleg messa allra sóknanna sex í Reykhólaprestakalli. Prestur er séra Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur.
...
Meira
Frá athöfninni í Edinborgarhúsinu þegar styrkjunum var úthlutað.
Frá athöfninni í Edinborgarhúsinu þegar styrkjunum var úthlutað.
Það var mikið um dýrðir í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í gær þegar úthlutað var styrkjum til menningarverkefna á Vestfjörðum. Þetta var fjórða úthlutun Menningarráðs Vestfjarða og var nú úthlutað samtals 21 milljón til 48 verkefna af margvíslegum toga. Framlög til einstakra verkefna voru á bilinu frá 50 þúsundum upp í 1,4 milljónir. Verkefni sem fengu milljón eða meira voru óvenjumörg að þessu sinni eða sjö talsins. Margvíslegt samstarf og samvinna milli einstaklinga og stofnana, listgreina og svæða setti svip á úthlutunina að þessu sinni og kraftmikil samstarfsverkefni eru áberandi í hópi þeirra verkefna sem fengu styrki.
...
Meira
Grettislaug á Reykhólum.
Grettislaug á Reykhólum.
Tólf sýni af 31 sem tekið var úr sundlaugum og heitum pottum á Vestfjörðum á síðasta ári stóðust ekki viðunandi kröfur eða nærri 40%. Í bréfi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og í samtali við Anton Helgason heilbrigðisfulltrúa kom fram, að niðurstöður úr Grettislaug á Reykhólum reyndust í góðu lagi. „Laugarvatnið stóðst gæðakröfur skv. reglugerð nr. 457/1998. Klór mældist 1,13 mg/l í baðvatni laugar og bundni klórinn 0,03 ppm. Klór mældist í baðvatni pottsins þannig: Fríi klórinn var 0,70 ppm og sá bundni 0,17 ppm", segir í bréfinu (fyrir þá sem eru læsir á tölur af þessu tagi).
...
Meira
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir ljóst að þjóðin verði lengur að fást við þann vanda sem hún glímir við en vænst var í upphafi. Á samráðsfundi sveitarfélaga um efnahagsvandann sagði Halldór umræðuna um erfiða stöðu sveitarfélaganna hafa valdið óróleika meðal starfsmanna þeirra og vakið áhyggjur hjá stéttarfélögum þeirra. Það væri ekki hægt, í því árferði sem nú ríkir, að ræða málin án þess að það hreyfði við einhverjum. Umræðan yrði að vera varfærin en þó hreinskiptin og sveitarstjórnarmenn yrðu að gefa upplýsingar um þá grafalvarlegu stöðu sem við væri að fást.
...
Meira
Georg Bjarnfreðarson, Árni hótelstjóri, Ólafur Ragnar og Lilja Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Dagvaktarinnar.
Georg Bjarnfreðarson, Árni hótelstjóri, Ólafur Ragnar og Lilja Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Dagvaktarinnar.
Aðdáendur þáttaraðarinnar Dagvaktarinnar á Stöð 2 hafa flykkst í Hótel Bjarkalund í Reykhólasveit. Árni Sigurpálsson hótelstjóri segir að fólk láti gjarnan mynda sig þar sem ákveðin atriði voru tekin upp og hefur fundið fyrir áhuga gesta eftir sýningu þáttanna um Georg Bjarnfreðarson og Ólaf Ragnar Hannesson. Þetta elsta og líklega þekktasta sveitahótel á landinu er komið á sjötugsaldur en hefur þó aldrei verið yngra.
...
Meira
Leiðin er lokuð. Mynd af korti á vef Vegagerðarinnar.
Leiðin er lokuð. Mynd af korti á vef Vegagerðarinnar.
Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík fékk á föstudagskvöld fjögur útköll vegna fastra bíla á Þorskafjarðarheiði, sem er lokuð. Um klukkan hálfátta kom fyrsta tilkynningin um fastan bíl á heiðinni og fóru tveir björgunarsveitarmenn á bíl Dagrenningar að draga hann upp. Sá ökumaður var kominn skammt á leið á fólksbílnum sínum. Þegar átti að fara snúa við var tilkynnt um annan fastan bíl sem var kominn aðeins lengra á heiðina. Þar var lítill jeppi á ferð og var hann dreginn upp og honum snúið við.
...
Meira
Fyrri styrkjaúthlutun Menningarráðs Vestfjarða á árinu 2009 fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á fimmtudag, 28. maí, og hefst athöfnin kl. 16. Verða þar afhent vilyrði um styrki frá Menningarráði en alls eru veittir styrkir til 48 verkefna að þessu sinni á bilinu 50 þúsund til 1,4 milljónir, samtals að upphæð 21 milljón. Umsóknir sem bárust voru 89 og var samtals beðið um rúmar 72 milljónir í verkefnastyrki. Styrkirnir fara til fjölbreyttra verkefna sem sýna glöggt þann kraft, frumkvæði og nýsköpun sem einkenna vestfirskt menningarlíf. Verkefni sem byggjast á samstarfi ólíkra aðila eru áberandi í hópi þeirra verkefna sem styrkt eru að þessu sinni, en sérstök áhersla var lögð á samvinnu og samstarf við úthlutun, segir í tilkynningu frá Jóni Jónssyni menningarfulltrúa Vestfjarða.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30