Tenglar

Breiðafjarðarferjan Baldur.
Breiðafjarðarferjan Baldur.
Stefnt er að því að framlengja ríkissamning um áætlunarsiglingar Breiðafjarðarferjunnar Baldurs fram í maí 2011, eftir því sem kom fram í máli Kristjáns L. Möller samgönguráðherra á Alþingi. Herdís Þórðardóttir alþingismaður lagði fram fyrirspurn til ráðherra um mögulega framlengingu á samningnum. Fram kom í máli hennar að niðurgreiðslur ríkisins samkvæmt samningi leggist af í lok þessa árs og Vegagerðin hafi ekki bolmagn til að framlengja samninginn þrátt fyrir tafir á vegagerð. Rökin fyrir því að leggja af ríkisstyrktar siglingar yfir Breiðafjörð voru þau, að umfangsmiklar samgöngubætur kæmu í staðinn. Vegagerð á kaflanum frá Þverá í Kjálkafirði í Vatnsfjörð lýkur hins vegar ekki fyrr en seint á næsta ári....
Meira

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í næsta mánuði var samþykktur á aukakjördæmisráðsþingi á Reykjum í Hrútafirði í dag. Efstu sæti listans eru í samræmi við úrslit prófkjörs. Þrjú efstu sætin skipa Gunnar Bragi Sveinsson á Sauðárkróki, Guðmundur Steingrímsson í Reykjavík og Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson í Borgarfirði. Magnús Stefánsson alþingismaður skipar heiðurssætið. Listinn er þannig í heild:

...
Meira
Á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem haldið er á Akranesi í dag var samþykktur framboðslisti flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Á listanum eru jafnmargar konur og karlar og hlutfall kynja er jafnt í efstu tíu sætunum. Þær breytingar hafa orðið frá prófkjöri flokksins, að sr. Karl V. Matthíasson hefur yfirgefið flokkinn og skipar því ekki 4. sæti listans. Þórður Már Jónsson á Bifröst, Anna Kristín Gunnarsdóttir á Sauðárkróki og Ragnar Jörundsson á Patreksfirði færast því upp um eitt sæti frá úrslitum prófkjörsins. Guðbjartur Hannesson, Ólína Þorvarðardóttir og Arna Lára Jónsdóttir skipa þrjú efstu sætin. Listinn er þannig í heild:
...
Meira
Opið mán-fös: 9-12 & 13-16.
Opið mán-fös: 9-12 & 13-16.
1 af 2

Póstafgreiðslu Íslandspósts í Króksfjarðarnesi var lokað 1. febrúar eins og frá var greint hér á vefnum. Ef farið er inn á þjónustuvef Íslandspósts kemur hins vegar fram að pósthúsið sé opið alla virka daga kl. 9-12 og 13-16. Þar eru einnig mynd af húsinu og kort af svæðinu til glöggvunar.

...
Meira
Raflína á heiði um vetur. Mynd fengin af vef Orkubús Vestfjarða.
Raflína á heiði um vetur. Mynd fengin af vef Orkubús Vestfjarða.
Fullur vilji er hjá Össuri Skarphéðinssyni ráðherra orkumála að stuðla að auknu öryggi í afhendingu raforku á Vestfjörðum, eftir því sem fram kom í svari hans við fyrirspurn Einars Kristins Guðfinnssonar alþingismanns á þingi í fyrradag. Einar Kristinn vakti athygli á því að öryggisleysi í afhendingu raforku væri í senn mjög bagalegt og kostnaðarsamt fyrir heimili, fyrirtæki og atvinnulíf á Vestfjörðum....
Meira
Frá Hrafnseyrarheiði (bb.is).
Frá Hrafnseyrarheiði (bb.is).
Snjómokstur er ekki hafinn á Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðum en starfsmenn Vegagerðarinnar á Ísafirði könnuðu aðstæður á heiðunum í gær. Talið var að töluverður snjóþungi væri á Hrafnseyrarheiði en Dynjandisheiði væri mun snjóléttari. Samkvæmt snjómokstursreglum á vormokstur á heiðunum að hefjast 20. mars. Þegar ákvörðun um mokstur er tekin er litið til snjóþyngsla, hættu á snjóflóðum og veðurspár....
Meira
Leikskólakennara vantar á leikskólann Hólabæ á Reykhólum. „Hólabær er leikskóli í þróun og við tökum fagnandi á móti nýju starfsfólki með snjallar hugmyndir og framtíðarsýn", segir í auglýsingu....
Meira
Formaður Menningarráðs er Gunnar Hallsson í Bolungarvík.
Formaður Menningarráðs er Gunnar Hallsson í Bolungarvík.
Menningarráð Vestfjarða hefur nú auglýst eftir styrkumsóknum vegna fyrri úthlutunar á árinu 2009 til menningarverkefna á Vestfjörðum. Um er að ræða styrki til afmarkaðra menningarverkefna og eru umsóknir bornar saman á samkeppnisgrundvelli, þannig að fara þurfa saman áhugaverð verkefni og góðar umsóknir til að líkur séu á að styrkur fáist....
Meira
Líf og fjör í pottunum á Drangsnesi. Mynd: Vefur Ferðamálasamtakanna.
Líf og fjör í pottunum á Drangsnesi. Mynd: Vefur Ferðamálasamtakanna.
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn á Drangsnesi á Ströndum dagana 17.-19. apríl. Í tengslum við fundinn verður haldið málþing þar sem fjallað verður um börn og ferðalög. Einnig verður kynning á helstu nýjungunum í ferðaþjónustu á Ströndum og farið í skemmti- og skoðunarferð um nágrenni Drangsness....
Meira
Hjónin Sigvaldi og Alma.
Hjónin Sigvaldi og Alma.
Sigvaldi Guðmundsson, jafnan kenndur við Hafrafell í Reykhólasveit (Valdi á Hafrafelli), er áttræður í dag. Hann fæddist 19. mars árið 1929 á Krossi á Skarðsströnd í Dalasýslu. Þar átti hann heima fyrstu ár ævi sinnar en er hann var þriggja ára fluttist hann með fjölskyldu sinni að Skógum í Þorskafirði. Þegar Valdi var á fjórða ári keyptu foreldrar hans Hafrafell í Reykhólahreppi og fluttust þau þangað....
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30