Tenglar

Stjórn Samtaka ungra bænda fordæmir þær fyrirætlanir að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í núverandi mynd. Stjórnin telur mjög óæskilegt að leggja niður það ráðuneyti sem hafi með að gera málefni þessara tveggja frumframleiðslugreina þegar einsýnt þyki að á næstu árum verði að leggja mjög mikla áherslu á að tryggja matvælaöryggi íslenskrar þjóðar til framtíðar.
...
Meira
Aðventustund verður í Reykhólakirkju kl. 13.30 í dag, annan sunnudag í aðventu. Tómas Martin Bjargarson spilar á trompet. Svavar Sigurðsson stjórnar kór og almennum safnaðarsöng. Hugleikur (hugvekja + helgileikur) verður fluttur með aðstoð barna og unglinga. Fermingarbörn upplýsa leyndardóminn á bak við þekktan jóladægurlagatexta sem margir syngja hástöfum um hver jól.
...
Meira
Gunnlaugur kominn á endastöð í Bjarkalundi í Reykhólasveit.
Gunnlaugur kominn á endastöð í Bjarkalundi í Reykhólasveit.
1 af 2
Gunnlaugur Júlíusson ofurhlaupari af Rauðasandi við Breiðafjörð hleypur í dag 100 kílómetra á hlaupabretti í Reykjavík. Hann gerir þetta til að minna á starfsemi Grensásdeildar og þá fjársöfnun sem farið hefur fram til að fjármagna frekari uppbyggingu á húsnæði og tækjakosti deildarinnar. Þá minnir Gunnlaugur um leið á útkomu bókar, sem hann hefur nú skrifað um hlaupaferil sinn. Ákveðin upphæð af söluandvirði hvers eintaks af bókinni Að sigra sjálfan sig, sem Vestfirska forlagið gefur út, rennur til söfnunarinnar vegna Grensásdeildar.
...
Meira
Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2010. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni tengd sjálfbærri ferðaþjónustu fyrir alla sem hafa heildrænt skipulag og langtíma markmið að leiðarljósi. Á vef stofunnar segir að stefna íslenskra stjórnvalda sé að ferðaþjónustan í landinu starfi sem mest í anda sjálfbærni. Liður í því sé markviss uppbygging og fyrirbyggjandi aðgerðir til verndunar íslenskrar náttúru.
...
Meira
Reykhólaskóli.
Reykhólaskóli.

Fullveldishátíð Reykhólaskóla verður haldin í íþróttahúsinu á Reykhólum í kvöld, föstudag, og stendur frá kl. 19.30 til kl. 23.30. Fyrsti til fimmti bekkur fara hins vegar heim kl. 22.30. Eftir vel heppnað kaffihúsakvöld í fyrra er ætlunin að endurtaka leikinn. Margt verður til skemmtunar - nemendur syngja, flytja ljóð og leika stutta grínþætti, svo fátt eitt sé nefnt. Að lokum dunar dansinn. Foreldrar sjá um veitingasölu á sanngjörnu verði. Allir eru velkomnir og nemendur og kennarar hlakka til að sjá sem flesta.

...
Meira
Frá síðustu úthlutun styrkja Menningarráðs Vestfjarða.
Frá síðustu úthlutun styrkja Menningarráðs Vestfjarða.
Úthlutun styrkja Menningarráðs Vestfjarða fer fram í húsakynnum Hlunnindasýningarinnar á Reykhólum kl. 16 í dag, föstudag. Athöfnin er opin öllum og þeir sem standa í eldlínunni í öllu menningarstarfi á Vestfjörðum og sveitarstjórnarmenn eru þar sérstaklega boðnir velkomnir. Á dagskránni eru erindi og afhending styrkja og í lokin á hinni formlegu athöfn verður boðið upp á léttar veitingar.
...
Meira
Umhverfisráðherra hefur staðfest þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að kaflinn milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði á Vestfjarðavegi 60 skuli háður mati á umhverfisáhrifum. Í úrskurðarorðum Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra segir að ákvörðun þessi sé staðfest vegna þess að framkvæmdin kunni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því háð mati á umhverfisáhrifum.
...
Meira
Glímukappar að Laugum í Sælingsdal. Mynd: Vefur Dalabyggðar.
Glímukappar að Laugum í Sælingsdal. Mynd: Vefur Dalabyggðar.
Fjórðungsglíma Vesturlands fór fram að Laugum í Sælingsdal í Dölum um síðustu helgi. Það sætir tíðindum að keppni þessi var nú haldin eftir fjörutíu og tveggja ára hlé. Svæðið sem keppnin spannaði var Vestfirðingafjórðungur hinn forni, sem náði frá Hvalfjarðarbotni í Hrútafjörð, en á þessum vettvangi voru haldin glímumót áratugum saman. Fyrir skömmu fannst í geymslu á Akranesi verðlaunagripur sem keppt var um á glímumótum Vestfirðingafjórðungs en síðast var glímt um gripinn árið 1967.
...
Meira
Vestfjarðavegur 60 í Vatnsfirði. Ljósm. Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar.
Vestfjarðavegur 60 í Vatnsfirði. Ljósm. Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar.
Aðgerðahópurinn Áfram vestur stóð fyrir opnum baráttufundi fyrir bættum samgöngum á Vestfjörðum um síðustu helgi á Ísafirði. Hópinn skipa tólf manns í fjórðungnum. Sérstök áhersla var lögð á tengingu norðursvæðis og suðursvæðis Vestfjarða með heils árs öruggum samgöngum í kjölfar uppbyggingar á veginum um Barðastrandarsýslu en til þess þarf Dýrafjarðargöng og nýjan veg yfir Dynjandisheiði. Fundurinn hvatti stjórnvöld til þess að hvika ekki frá markaðri stefnu um uppbyggingu Vestfjarðavegar í Barðastrandarsýslu. Á annað hundrað manns mættu á fundinn en honum stjórnaði Kristinn H. Gunnarsson fyrrverandi þingmaður. Nokkrir þingmenn sátu fundinn auk samgönguráðherra.
...
Meira
Ísing á raflínu. Mynd: OV.
Ísing á raflínu. Mynd: OV.
Truflanir voru á Króksfjarðarneslínu í veðurhamnum í gærkvöldi og reyndist línan slitin á fimm stöðum í Gilsfirði. Þar er rafmagnslaust á tveim bæjum en viðgerð stendur yfir, að því er fram kemur á vef Orkubús Vestfjarða. Rafmagn fór af norðanverðum Vestfjörðum í gærkvöldi þegar Mjólkárlína Landsnets sló út um klukkan hálftíu. Rafmagnslaust varð í nokkrar mínútur vegna þessa í Önundarfirði, Súgandafirði, á Ísafirði, í Bolungarvík og Álftafirði.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30