26. nóvember 2009
Ríkið með Silfurtún í Búðardal í fjársvelti
Stjórnendur Dalabyggðar hafa lengi verið óánægðir með það hvernig ríkið hefur staðið við sínar skuldbindingar varðandi Dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal. Grímur Atlason sveitarstjóri bendir á til samanburðar, að í Reykhólahreppi, sem sé þrisvar sinnum minna sveitarfélag, sé dvalarheimili með tólf hjúkrunarrýmum á móti átta í Dalabyggð. Grímur segir að sveitarfélagið vilji bæði fá fjölgun hjúkrunarrýma viðurkennda sem og leiðréttingu aftur í tímann. Dalabyggð hefur farið fram á viðræður við félagsmálaráðuneytið um framtíðarrekstur heimilisins.
...
Meira
...
Meira