Tenglar

Séð til Búðardals og yfir Hvammsfjörð.
Séð til Búðardals og yfir Hvammsfjörð.
Stjórnendur Dalabyggðar hafa lengi verið óánægðir með það hvernig ríkið hefur staðið við sínar skuldbindingar varðandi Dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal. Grímur Atlason sveitarstjóri bendir á til samanburðar, að í Reykhólahreppi, sem sé þrisvar sinnum minna sveitarfélag, sé dvalarheimili með tólf hjúkrunarrýmum á móti átta í Dalabyggð. Grímur segir að sveitarfélagið vilji bæði fá fjölgun hjúkrunarrýma viðurkennda sem og leiðréttingu aftur í tímann. Dalabyggð hefur farið fram á viðræður við félagsmálaráðuneytið um framtíðarrekstur heimilisins.
...
Meira
Vestfjarðavegur 60 í Vatnsfirði. Ljósm. Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar.
Vestfjarðavegur 60 í Vatnsfirði. Ljósm. Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar.
Rúmlega helmingi minna fjármagn fer í vegabætur á Vestfjarðavegi 60 en gert er ráð fyrir á samgönguáætlun áranna 2007 til 2010. Í svari samgönguráðherra við fyrirspurn Eyrúnar Ingibjargar Sigþórsdóttur á Alþingi um framkvæmdir á Vestfjarðavegi 60 kemur fram, að á samgönguáætlun 2007 til 2010 voru 4.230 milljónir áætlaðar til framkvæmda við veginn en ætla má að um 2.062 milljónum króna verði varið til hans á tímabilinu.
...
Meira
Fallastraumar í Breiðafirði eru mjög harðir. Ljósm. Árni Geirsson.
Fallastraumar í Breiðafirði eru mjög harðir. Ljósm. Árni Geirsson.
Að undanförnu hefur verið unnið að því að kanna möguleika á því að virkja sjávarföll á Vestfjörðum. Athugunin er liður í meistaraverkefni Bjarna Maríusar Jónssonar við Haf- og strandsvæðanám við Háskólasetur Vestfjarða. Að þessu koma einnig Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Vaxtarsamningur Vestfjarða og Fjórðungssamband Vestfirðinga. Iðnaðarráðuneytið er einnig vel upplýst um gang mála og hefur stutt verkefnið. Komið hefur fram að japanska stórfyrirtækið Mitsubishi fylgist með framgangi þessa verkefnis af miklum áhuga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.
...
Meira
Frestur til að sækja um í Húsafriðunarsjóði vegna ársins 2010 rennur út 1. desember. Á vef sjóðsins er að finna nánari upplýsingar og umsóknareyðublað. Tilvonandi umsækjendur eru hvattir til að kynna sér gögnin og hefjast handa við gerð umsókna í tæka tíð.
...
Meira
Hjalti Viðarsson dýralæknir í Búðardal komst ekki í ferðina sem fyrirhuguð var í gær til að hreinsa hunda í Reykhólahreppi. Þess í stað hyggst hann verða á ferðinni bæði á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku (1. og 3. desember). Hundaeigendur eru beðnir um að hafa samband við Hjalta í síma 434 1122 til að panta tíma. Einnig er hægt að bólusetja hunda gegn smáveirusótt og lifrarbólgu sé þess óskað.
...
Meira
Jólamarkaður verður í Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi á laugardag og sunnudag (28. og 29. nóvember) frá kl. 13 til 18 báða dagana. Mörg félög í Reykhólahreppi selja þarna ýmsan varning til jólanna og aðrar vörur, svo sem kort, jólapappír, perur, kerti, handunna muni, greni og margt fleira. Auk þess verður Kvenfélagið Katla með kaffisölu.
...
Meira
Þorleifur Eiríksson til hægri.
Þorleifur Eiríksson til hægri.
Aðgerðahópurinn Áfram vestur efnir til baráttufundar á Ísafirði á laugardag. Dr. Þorleifur Eiríksson, forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða í Bolungarvík, kynnir umhverfismat fyrir Dýrafjarðargöng. Gísli Eiríksson, verkfræðingur og umdæmisstjóri Vegagerðarinnar, fjallar um leiðaval yfir Dynjandisheiði og kynnir störf og verkefni nefndar samgönguráðherra um heilsársveg yfir heiðina. Þess mætti geta til gamans og fróðleiks, að þeir Gísli og Þorleifur eru bræður.
...
Meira
Að Rauðarárstíg 33 í Reykjavík eru íbúðir sem ætlaðar eru til afnota fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra af landsbyggðinni meðan á meðferð stendur. Krabbameinsfélag Íslands á þar átta íbúðir með öðrum samtökum, svo sem Rauða krossi Íslands. Landspítalinn sér um rekstur íbúðanna. Krabbameinsfélag Breiðfirðinga greiðir að hluta eða fullu fyrir leiguna vegna sjúklinga úr Dölum eða Reykhólahreppi. Úthlutun íbúðanna fer fram á Geisladeild Landspítalans í síma 543 6800 (Sigurveig) og þar fást nánari upplýsingar.
...
Meira
Gilsfjörður. Mynd: Árni Geirsson.
Gilsfjörður. Mynd: Árni Geirsson.
Niðurstöður útreikninga í sjávarfallalíkani sýna að orka í sjávarföllum í innanverðum Breiðafirði er mun minni en áður var talið. Engu að síður er talið vel mögulegt að setja niður sjávarfallavirkjun í firðinum í framtíðinni. Fyrirtækið Sjávarorka ehf. í Stykkishólmi bíður nú eftir rannsóknaleyfi til að halda áfram rannsóknum á virkjun sjávarfalla í Breiðafirði. Rannsóknirnar hófust árið 2001 áður en slíks leyfis var krafist. Eftir að leyfið fæst verða sjávarfallastraumar á tilteknum svæðum í firðinum kannaðir betur. Þegar er ljóst að fallastraumar geta legið þar sitt á hvað á sama tíma og það þarf að rannsaka betur.
...
Meira
24. nóvember 2009

Hundahreinsun í Reykhólahreppi

Hjalti Viðarsson dýralæknir í Búðardal verður á ferðinni á morgun, miðvikudag, til að hreinsa hunda í Reykhólahreppi. Hundaeigendur eru beðnir um að hafa samband við hann í síma 434 1122 til að panta tíma. Einnig er hægt að bólusetja hunda gegn smáveirusótt og lifrarbólgu sé þess óskað. Henti þessi dagsetning ekki koma fleiri dagar til greina.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30